Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 55 þessu ári. Héraðslæknir Revkdæla færir likur að því, að meðgöngutíminn sé ekki styttri en 19 dagar. Læknar ættu að gefa góðan -gaum að þessari veiki, sem menn vita enn harla lítið um. Kynsjúkdómarnir standa í stað. Berklaveikin er heldur lægri en næstu 2 ár á undan, en dánartalan þó svip- uð. Skráning berklasjúklinga virðist vera allónákvæm, því að mánaðaskrám og berklabókum ber ekki rétt vel saman. Sama gildir um krabbameinssjúk- linga, sem flest árin deyja fleiri en skráðir eru sjúkir. Þetta verður að lagast. Mjög eru eftirtektarverðar athugasemdir landlæknis í kaflanum um barns- farir á bls. 65, þar sem talað er um fóstureyðingu og fósturlát. Fram að Jaessu hefir lítt kveðið að fóstureyðingum hér á landi, a. m. k. ekki neitt svipað ]>vi sem á sér stað í flestum öðrum löndum álfunnar, þar sem lækn- ar og ljósmæður gera mikið að fóstureyðingum og jafnvel konurnar sjálf- ar hjáparlaust, svo að ])essu fylgir hin mesta hætta. 1 Þýskalandi er talið að árlega missi 5000 konur lífið fyrir slikar aðgerðir, og þegar þar við bæt- ist mörgum sinnum fleiri sem missa heilsuna um lengri eða skemri tima, ])á er fljótséð hvílíkt þjóðarmein slíkar aðgerðir eru. Viða hafa ])ví heyrst raddir um að nauðsyn beri til að bre)'ta löggjöfinni um fóstureyðingu, leyfa læknum að framkvæma hana til að bjarga konunum frá skottulæknunum og fúskurunum. Enski dómarinn McCardie hefir komið mikilli hreyfingu á ]>etta mál með riti, sem birtist eftir hann i febr. siðastl. Hann segir það algengt, að eiginmenn sem sleppi úr geðveikrahæli, geti börn með konum sínum strax eftir að þeir eru komnir heim. Slíkar fæðingar ætti að banna segir dómarinn, og yfirleitt ættu börn andlegra aumingja alls ekki að fæð- ast. Hann nefnir fjölda af dæmum upp á það, hve mikinn skaða núgildandi löggjöf um þessi efni geri, og segir nauðsynlegt að breyta henni, því að það sé sannfæring s'm af langri reynslu, að hún skaði meira en hún geri gagn. 1 Englandi hefir verið myndaður félagsskapur til að l)erjast fyrir „birth control" og var fyrsti fundur félagsins haldinn 23. nóv. síðastl. undir stjórn líflæknis prinsins af Wales, Sir Thomas Horder. Þar hafði prófessor H. I. Laski í ágætri ræðu barið rækilega niður allar mótbárur á móti takmörkun barneigna, sem væru eitthvert stærsta framfaraspor sem mannkynið hefði nokkuru sinni stigið, og likti því við uppgötvun mannsins á eldinum og yfir- ráðin yfir honum. Væri vcl ef heilbrigðisstjórnin gengist fyrir ]>ví, að ákvæðunum um þessi efni í refsilöggjöfinni yrði breytt frá ])vi sem nú er og þetta merkilega mál tekið til rækilegrar athugunar. Aftan við Heilbrigðisskýrslurnar er ritgerð eftir Árna Ámason, héraðs- lækni, um rannsóknir á l>erklaveiki í Berufjarðarhéraði, ásamt Pirquets- prófun, árið 1930. Kemur þar í ljós, sem við mátti búast, að tiltölulega fáir smitast af berklaveiki á barnsaldri, að eins 14% af börnum innan 15 ára sem eru Pirquet +. Kemur þetta heim við reynslu sama höfundar i Dala- sýslu, og Heimbecks í sveitahéruðum í Noregi. Landlæknir telur það muni draga úr gildi rannsóknanna, að Pirquets-prófunin hefir verið lesin af jöfn- um höndum eftir 24 og 48 klst. og ekki seinna nema í vafatilfellum. Varla mun það þó valda neinni skekkju um útkomuna, því að yfirleitt er reikn- að með aflestri eftir sólarhring, og sjaldgæft, einkum á börnuni, að sjá „Spátreaktion". Einstöku meinlegar prentvillur hafa slæðst inn í skýrslurnar, svo sem á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.