Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 155 att utröna kroppsligen friska manniskors C-vitaminstandard och behov av C-vitamin. Uppsala Lákaref'órcnings Förhandlingar. N. F. XXXVII. Háft 1 & 2. Göthlin, G. F., Handledning i methoden för bestámmande av hudkapillár- ernas hállfasthet etc. Nord. med. Tidsskr. Bd. IV no. 15, 9-/4. ’32. Göthlin, G. Fr., Falk & Gedda, Undersökningar över hudkapillárernas háll- fasthet och indirekt över C-vitaminsfandarden hos skolbarn i Norrbottens lán norr om polcirklen. Nord. ined. Tidsskr. Bd. IV no. 18, 30./4. '32. Mcdical Rescarcli Council, Vitamins: A Survey of modern Knowledge, London, H. M. St. O. 1932. Browning, E., The Vitamins. London 1931. Um greining1 lungnaberkla. ÞaÖ er alkunnugt, hve nauðsynlegt er aS þekkja lungnaberkla í byrjun veikinnar. Sumpart vegna þess, að batahorfur eru þá bestar fyrir sjúk- linginn og sumpart vegna þess, sem ekki er minna virði, hve mjög þaÖ dregur úr smithættu frá sjúklingnum, ef þegar frá byrjun er hægt aS gera nauðsynlegustu sóttvarnarráÖstafanir. Það er einnig alkunna meðal lækna, hve erfitt er oft að þekkja veik- ina. einkum á byrjunarstigum. Sjúkdómseinkennin oft í litlu eða engu frá- brugðin influensu, lungnakvefi o. þ. h., og hlustun (stethoscopi og per- cussion) með almennri skoðun, ekki eins haldgóð til greiningar veikinnar og haldið var til skamms tíma. Áður var álitið, að greiningin væri aðal- lega komin undir leikni í hlustun, og ef læknum sæist yfir veikina, væri það venjulega af því, að þeir kynnu ekki að hlusta. Nú telja færustu sérfræðingar, að við byrjandi lungnaberkla séu í 30 •—50% af tilfellum svo litlar eða óljósar breytingar finnanlegar við hlust- un, að ekkert verði af þeim ráðið. Þegar þess er gætt, að nú er ekki leng- ur álitið, að lungnaljerklar byrji með smábreytingum í öðrum lungnabroddi, heldur a. m. k. oft með stórum bólgubletti, þá er augljóst, að það eru ekki neinar smáræðis breytingar, sem sést getur yfir við hlustun. Sé veikin kom in á hærra stig, er auðvitað rniklu sjaldnar, að hún finnist ekki við hlust- un, en hve útbreidd hún sé eða hvort hola (caverne) sé í lunganu, verður oft ekkert sagt um af hlustun, og er það þó þvðingarmikið að vita, vegna smitnæmis, meðferðar og batahorfa. Þó eg nú hafi vakið eftirtekt á því, að læknar geti ekki gert sér vonir um að greina byrjandi lungnaberkla með hlustun og venjulegri skoðun í öllu meir en helmingi tilfella, og það þó gert sé ráð fyrir, að læknirinn sé leikinn í hlustun, þá er það ekki ætlun mín, að veikja svo traust lækna á henni, að minni rækt sé lögð við hana en áður, j)ví að ennþá er hún J)ýðingarmesta rannsóknaraðferðin við greiningu lungnaberkla. En j)ar sem svo mikið vantar á að hún sé einhlýt, er ástæða til að rifja upp nokkrar helstu aðferðir, sem hjálpað geti við greininguna. Hrákarannsókn: í Lbj. 1931 skrifaði eg smágrein um hrákarannsóknir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.