Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.11.1932, Blaðsíða 40
LÆKN ABLAÐIÐ 182 stofnanna sem Nýja-Klepps, jafn miklu og árlega er til þeirra kostaS og svo mjög sem á því veltur fyrir fjölda manns að alt fari þar sem best úr hendi. Áður en fullnaðarákvörðun var tekin um frávikningu herra Lárusar Jónssonar hafði ráðuneytið aflað sér óyggjandi vitneskju um það. að því/ fór fjarri að alt gengi „hneykslanalaust á spitalanum" eins og landlæknir komst að orði, heldur höfðu spá- dómar landlæknis um drvkkjuskapar ósjálfræði herra Lárusar Jónssonar fyllilega ræst. Er auðvelt að sanna þetta með réttarrannsókn, og mun það gert ef aðilar óska þess, eða gefa nýtt tilefni til þess. Landlæknir heldur þá og enn á því i síðara bréfi sinu að herra Lárus Jónsson verði leystur frá yfirlæknisstarfinu. Það er því í rauninni ekki annað sem skilur á milli ráðuneytisins og landlæknis cn það, hvort réttara hafi verið að setja herra prófessor Þórð Sveinsson yfir. báða spítalana eða að hafa sinn yfirlæknirinn yfir hvorum spítalanum. 1 þeim efnum fór ráðuneytið eftir marg endurteknum einróma áskorunum Lækna- félags Islands, enda hefir það skipulag verið viðhaft alt frá því Nýi-Kleppur tók til starfa. Enn fremur hafði ráðuneytið hliðsjón af þeirri staðreynd, sem landlæknir vekur athygli á i síðara bréfinu, dags. 17. ágúst í ár, að að undanförnu hefir verið mjög mik- ið leitað til dr. Helga Tómassonar, yfirlæknis, enda þótt hann hafi ekki haft spítala til umráða, og kostnaður við að notfæra sér þekkingu hans hafi því oft verið marg- faldur við það, sem þurft hefði ef hann hefði verið yfirlæknir á Nýja-Kleppi. Sýnir þetta að ákvörðun ráðuneytisins er ekki eingöngu i íullu samræmi við álit læknanna, heldur einnig þeirra sem þurfa á slikri læknishjálp að halda fyrir skyld- menni sín. Athugasemdir við bréf Vilmundar Jónssonar, landlæknis, til dómsmálaráðuneytisins, dagsett 17. ágúst 1932. Þar segir me'Öal annars: „Raunar má segja, a'Ö yfirlæknirinn, sem a'Ö visu er skynsamur læknir, hafi ckki þá fylstu sérfreeðimentun í þessari grcin lœknisfrceðinnar, cn lítt œtla eg ag það þurfi að koma niður á sjúklingum, mcð þvi að lœkninga- tilraunir við geðveika sjúklinga, munu yfirlcitt ckki hafa ýkjamikið gildi fyrir þá * og er höfuöatriöið, aÖ hjúkra þeim meÖ nákvæmni, en á þaÖ þarf ekki að skorta. Um lækningar geðveikra sjúklinga er ráðandi mjög mikil hjátrú hér á landi, og halda menn jafnvel að þar sé töfralyfjum og aðferðum beitt, sem venjulegum læknum sé ókunnugt um. Hcfir nokkuð vcrið alið á þcssu hin síðari árin og jafnvcl af þcim scm síst skyldi, Má hcil- brigðisstjórnin ckki láta blckkjast af þzn.“* Að Lárus Jónsson sé skynsanrur læknir, skal órengt látið, þó að ýmislegt í framferði hatis (t. d. svik hans við stétt sína) hendi frekar í gagnstæða átt, og að hann hafi ,„ekki þá fylstu sérfræðimentun í þessari grein læknis- fræðinnar“ skal fúslega viðurkent. Ætti sjálfum landlækninum að vera kunnugt um, að þar skortir mikið á. En er það i raun og veru skoðun land- læknisins sem hann segir í framhaldi af þessu? Hyggur hann að þekkingar- skortur læknis komi ekki niður á sjúklingum hans? Hyggur hann að lækn- ingatilraunir við geðveika sjúklinga hafi svo lítið gildi, að það skifti ekki miklu máli þó að þekkingu læknisins sé mjög ábótavant. Hann ætti þó að * Leturbreyting liér.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.