Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.1935, Side 6

Læknablaðið - 01.11.1935, Side 6
LÆKNABLAÐIÐ 72 Endovesical prostata-meðferð. eftir Karl Jónasson, Vestmannaeyjum. Eg las nýlega, í einu af dag- blööunum heima, viötal viö Jónas kollega Sveinsson þar, sem hann talar um nýja meöferö á prostata- hypertrophie. Telur hann þýskan lækni hafa fundiö u])p aöferö, sem reynist mjög vel, og aö því er viröist geri prostatectomie óþarfa. Aðferö þessi er endovesical-resec- tio eöa electrocoagulatio á blöðru- kirtlinum. I sambandi við þetta langar mig aö minnast dálítið á þessar aöferöir og það, sem ég hefi um þær heyrt hér í Þýskalandi. Þaö er ekki ný hugmynd í sögu læknisfræðinnar, aö reyna að gera við prostatahypertropie endovesi- calt. Battini (f 1903) kom árið 1874 fram með slíka aðferð, og áhald til þess að framkvæma hana meö. Hann brendi rennu í kirtilinn með glóandi platinhníf. Þetta gerði hann blindandi. Síðar voru tæki hans endurbætt og sett i samband við Cystoscop, þá var hægt að fylgja aðgerðinni með augunum. Það reyndist mikil framför, en samt varð aðgerðin aldrei mjög útbreidd. Hún þótti hættuleg, eink- um vegna blæðinga, bæði meðan á aðgerðinni stóð og einnig eftir- blæðinga. Það kom sömuleiðis fyrir, að meira In'ann en heppilegí var (perfortion-hætta). Á seinni árum hefir þessi aðgerð aftur rutt sér til rúms, í endurbættri mynd. Tækin eru Hetri og nú hafa menn einnig handhægari straumgjafa, Diathermie-apparat o. s. frv. Er ýmist gerð resectio prostatae, eða coagulatio, oftast hvorutevggja. Menn skera stykki úr kirtlinum, öðrum lappanum eða báðum, einn- ig úr miðlappa ef hann er. Sárið er brent til þess að stöðva blóðrás. Stundum er brend renna á blöðru- hálsinn, eða þá alt opið brent (coa- gulatio), Alt er þetta sama hug- myndin og hjá Battini, aðeins tæk- in önnur og betri. Það er leitast við að víkka þvagrásina, sem er þrengd fyrir stækkun kirtilsins, og þannig upphefja þvagteppuna. Þektustu áhöldin, hér í Þýska- landi,fyrir eondovesical-resectio og coagulatio, eru kend við Ameríku- manninn Mc. Carthy og Þjóðverj- ann Lichtenberg (Heynemann- LichtenlDerg). Þau eru bæði i sambandi við Cystoscop. Einnig er þekt áhald kent við Vogel, það er eingöngu fyrir coagulation. Það er mjög einfalt. Það er kat- heter gert á sérstakan hátt. Við þetta er sá galli, að þar fer að- gerðin blindandi fram. A hinn bóg- inn er Vogels-aðferðin mjög ein- föld og tækið kostar litið. (Licht- enbergáhaldið ca. 4—-500 Rm. Vogels 15—20 Rm.). — Þegar tala á um árangurinn af þessum aögerðum, þá veröur fyrst aö athuga það, að hér er aðeins um symptomatiska aðgerð aö ræða, en ekki fjarlægingu hinnar eiginlegu orsakar sjúkdómsins. Það er stefnt að því, að veita hinu tepta þvagi afrás, kirtilstækkunin er ekki nema að litlu leyti læknuð. Með þetta fyrir augum verða menn að dæma aðgerðina og velja sjúklingana. Mc. Carthy (New York) skrif- aði i fyrra mjög ítarlega um aðferð sína og áhald í amerikanskt tima-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.