Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1935, Síða 8

Læknablaðið - 01.11.1935, Síða 8
74 LÆK NA BLAÐIÐ sjúklingum, sem ekki mundu þola prostatectomia. Af þeirri reynslu, sem læknar hér i Þýskalandi liafa af endovesi- cal aögeröum, ])á virðist mér út- koman vera þessi. Prostaectomia er ávalt góö þegar sjúklingnum er treyst til aö þola aögeröina, eftir góöan undirbúning. Það er hin einasta varanlega lækning. Sé hún ekki einhverra hluta vegna fram- kvæmanleg, þá er gott aö reyna endovesical aðgerð, og gefur þá resectio meö coagulatio betri á- rangur, en coagulatio eingöngu. Sjúklingurinn þarf engu síður góðan undirbúning undir þessa að- gerö, heldur en prostatectomia. — Það getur jafnvel komið til greina aö gera áður sectio alta og láta nýrun ná sér, ef þau eru veik. Má þá gera resectio seinna gegn- um suprapuliiskan fistil, það hefir verið reynt og gengið vel. Að gera endovesical aðgeröir ambulant, er ekki ráðlegt. Þeir hafa sínar hættur að geyma, og er aldrei of varlega farið. Hamborg 12. ágúst 1935. Tvö ný rit eftir Dévé uni sullaveiki. I. Felix Dévé: L’échinococc- ose expérimentale de la souris blanche. — Monte- video 1934. II. Felix Dévé: L’ouverture des kystes hydatiques du foie dans le poumon et les bronches. — Alger 1935. í fyrra ritinu, sem er aðeins 12 bls., en í stóru broti, gerir höfund- urinn grein fyrir þvi hve vel hon- um hefir gefist að nota hvítar mýs til sullsýkingartilrauna, og til þess að rannsaka vöxt og háttalag sulla. Áður höfðu menn mest not- að naggrisi, kanínur og hvítar rottur, bæði við fóðrunartilraunir með sullum og bandormum, og við innspýtingar með sullagruggi (sable hydatique) subcutant, intra- venöst, intramusculert, intraperi- tonealt o. s. frv. En þessi dýr gáfust misjafnlega, vegna þess, að þau voru furðu ónæmgegnsmitun ; og þó þau smituðust. þá voru sull- irnir langan tíma að vaxa í þeirn svo að talsverð töf varð af að bíða eftir því. En eftir að Dévé byrj- aði 1932 að nota hvítar mýs, gekk alt miklu betur, því þær eru at'ar næmar íyrir sullum; og sullirnir vaxa í þeim miklu fljótar en í til- raunadýrunum, sem fyr voru nefnd. Sérstaklega gengur vel að sýkja þeirra cavum peritonei og vaxa sullirnir þar á 2 mánuðum upp i það að veröa aögreindir með lúpu eða stækkunargleri, eftir að dýrið er krufið. En úr því 2 mán- uöir eru liðnir fara sullirnir að hraða vextinum og það svo, að eftir 5—6 mánuði er kviður mús- arinnar orðinn ferlega stór af ó- tölulegri sullamergð af mismun- andi stærð og ber dýrið ofurliði. En þyngd dýrsins er þá orðin ca. helmingi rneiri ’ en áður, vegna sullanna, og deyr dýrið von bráð- ar úr því. Meðan á þessum vexti sullanna stendtir, er mjög lærdóms- rikt aö fórna dýri og dýri til aö fylgja vexti sullanna. Líka er það kostur við mýsnar, að þær fá ekki ascites við sullavöxtinn í kviðn-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.