Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1935, Síða 9

Læknablaðið - 01.11.1935, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ /o um og treinist þeim því lifiö leng- ur. Ennfremur er mjög auðgert aö .gera ýmsar lækningatilraunir á sullaveikum músum, og prófa viö þær t. d. serotherapia, antihyda- tica, diathermi, inngjöf l}rfja pr. os og parenteralt o. s. frv. Dévé hyggur, aö meö slikum framhaldsrannsóknum megi, meö músanna hjálp, komast að mörg- um nýjungum í sullafræðinni. Þetta litla rit Dévés er fremsta ritgeröin i tímariti, sem nýskeö er farið aö gefa út í Uruguay og heitir Archivos internationales de la hydatidosis, en ríkisstjórnin í Uruguay hefir látið sérprenta þetta innlegg Dévés og útbýta því meðal lækna. Seinna ritið, sem áöur er nefnt, og fjallar um opnun lifrarsulla upp í lungun, er bók í stóru broti, 77. bls.-og afar efnismikil, þar eð hún er prentuð meö smáu letri. Eg ætl- aði í fyrstu að gefast upp við að lesa það vandlega, vegna þess. að mér fanst efnið svo óaðgengilega ])ur-vísindalegt. En við nánari at- hugun, með því að grípa niður hér og þar, varð eg svo niðursokkinn i lesturinn og hugfanginn, að nærri stappaði því að áhuginn yrði ámóta og þegar eg las um Bjart í Sumar- húsum; og er þá langt til jafnað. Það sem mér þótti skemtilegast við lesturinn var, að sjá hve is- lensk sullaveiki og íslenskir sulla- veikislæknar koma þar sómasam- lega við sögu. Það er þó sérstak- lega okkar góði kollega dr. Gunnl. Qaessen með sínum radiologisku sullaathugunum, sem hefir vakið aðdáun Dévés. Hvað eftir annað verður honum skrafdrjúgt um ýmislegt i doktors- ritgerð Claessens (The Roentgen Diagnosis of Echinococcus Tu- mors. Stockholm 1928) — „une remarqal)lc monographie“ — „une étude approfondie des modifica- tions radiologiques“ — o. s. frv., eins og hann kemst að orði, og honum jjykir Claessen hafa bein- línis verið brautryðjandi í því að ná góðum og fróðlegum sulla- myndum með þvi að nota Potter- Buckys lílendu við myndatökurn- ar; en með þvi móti hefir hann fengið greinilegar myndir af sulla- hýðinu, jafnvel þó kölkun hýðis- ins sé aðeins lítt á veg komin. Þá er það loísverð saga fyrir okkur íslendinga, sem Dévé fræð- ir lesandann um þegar í byrjun. Það var hann Bjarni landlæknir Pálsson, sem varð fyrstur allra lækna til þess að sýna fram á, að lifrarsullir geta opnast upp í brjóstholið. Hann er fyrsti lærði læknirinn á íslandi, sem kryfur lik árið 1861. Og í þetta fyrsta skifti vill svo til, að það er sullaveikur maður, sem krufinn er, og sést þá, að banameinið hefir orðið þetta, að sullur í lifrinni* hefir opnast upp á við gegnum þindina. Hér og þar vitnar Dévé í doktorsritgjörð Jón- assens, en þó líklega aðeins eítir tilvitnunum Claessens ; og svo enn- fremur í rit Finsens, G. Magnús- sonar og Matthíasar Einarssonar. Um hitt og þetta hafa allir þessir læknar okkar gjört góðar athug- anir, sem annara landa læknar hafa ekki rekið sig á eða ritað um. T. d. vekur það furðu hjá Dévé, að íslenskir sullir eru sagðir miklu oftar kalkaðir en annarsstaðar ger- * Það væri fróðlegt að birta í Lbl. lýsingu Bjarna á þessari sec- tio. Hún er í ársskýrslu hans til Sundhedskollegiet, á Landsskjala- safninu (?).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.