Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1935, Page 12

Læknablaðið - 01.11.1935, Page 12
78 LÆIC NAB LAÐ IÐ diagnosticerað rétt, aö hefði lungna- sulli. Hann fékk hvert blóðspýt- ingskastið eftir annaö, langan tíma, ]iar til hann loksins hóstaði upp tveimur sullhúsum (sull- mæðrum, sullungalausum) og var hvert þeirra á stærð við gæsaregg. Eptir það batnaði manninum án eftirkasta að sögn, en fékk nokk- urum árum seinna lungnabólgu og dó. Þessi sjúklingur fékk enga gallspýju og heldur ekki fylgdi nein foetid lykt. Stethoskopia pulm. benti á, að þar væri origo morbi, en ekki í lifrinni, því hún fanst vera með eðlilegum takmörk- um. Þetta var 1911, eða löngu áð- ur en röntgentæki komu til Ak- ureyrarspítala. Hver veit þó nema þessi sullur hafi vaxið upp í lunga úr lifrinni?? Hins vegar skal ég hér geta þess, að eg hef aðeins tvisvar séð sullspýju koma úr lifrarsulli (en oft hef ég heyrt sögur um sull- spýju, sem eflaust hefir stafað frá lifrarsullum). í bæði skiftin fylgdi bæði ljlóðspýja og gallspýja, og afar ógeðsleg ýldufýla, þegar upp- hóstuðust sullungar og hýði. Ann- ar maðurinn var dáinn þegar ég kom. (Hafði kafnað). Dévé segist fyr á árum hafa ver- ið þeirrar skoðunar, að það væru eingöngu ígerðarsullir, sem opnuð- ust upp í lungað, en hann, veit nú, af sönnum sögum, (a. m. k. 6 sjúkrasögum), að það þarf ekki að vera. Tærir, aseptiskir sullir geta vaxið upp úr þindinni og valdið usura og síðan adhesiv pleuritis og komist inn í lungað. Ýmsir kirúrgar hafa þá sögu að segja, að eftir pyngingu á stór- um lifrarsulli komi það fyrir, aö skollt sá opnist einnig upp i lung- að og valdi sullspýju. Slíka sögu segir t. d. Jón Finsen af einum sinna sjúldinga, og próf. Guðm. Magnússon hefir einnig dæmi af því tagi. Þetta mun vera að kenna ófullnægjandi drænage, — stagna- tion í afkima — l)ólga færist upp á við og ígerð, svo að lungað og bronchi opnast. Skurður trans- costo-diafragmalt gefur besta ár- angur, þegar honum verður við komið, við sulli ofan til í lifur til hægri. Margt fleira fróðlegt mætti tilfæra úr riti Dévés, en eg óttast aö Læknablaðið rúmi ekki meira að sinni. En slíkt rit, sem þetta, á vissulega erindi til okkar ís- lenskra lækna. Því þó við hrósum góðum sigri i viðureign við sulla- veikina um sinn, þá megum við ekki gleyma henni. Hún kann þá og þegar að reka upp höfuðið, engu síður en holdsveikin ! Eg endurtek það. aö eg hafði mikla ánægju af að lesa þetta síð- asta rit Dévés, eins og mörg hin fvrri. Hann er með afbrigðum lærður maður og ritfær, en jafn- framt gætinn og vandaður vísinda- maður, óþreytandi í því að kenna öðrum öll þau ráð, sem hann og aðrir gáfaðir drengir hafa fundiö til að lækna og koma í veg fyrir sullaveikina. Præterea censeo : Yið íslending- ar megum ekki láta Dévé eldast og verða senil eða deyja, áður en okkur skilst, að við eigum að heiðra okkur sjálfa með því að heiðra hann, þ. e. bjóða honum heim til okkar, í vort klassiska sullaland. Stgr. Matthíasson.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.