Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 79 0. jersild: Meðferð brunasára. [Þýtt og dregið saman af Hannesi Guðmundssyni]. í Maanedsskrift for praktisk Lægegerning ritar O. Jersild yfir- læknir við Rudolph Berghs sjúkra- hús í Kaupmannahöfn, mjög fróð- lega grein um þetta efni, og þar sem tímarit þetta mun vera í fárra lækna höndum hér á landi, taldi eg rétt að setja útdrátt úr henni í Lbl. í upphafi fer höf. nokkrum orð- um um ])að, að enn sé um þaö •deilt, hvort sjúklingar með bruna- sár eigi að leggjast inn á hand- lækningadeild eða eins og hann telur eðlilegra á sjúkrahús íyrir húðsjúkdóma. í Danmörku hefir smárn saman komist sú hefð á, að ílestir brunasjúklingar eru lagðir inn á húðsjúkdómadeildir, þar sem þær eru fyrir hendi. Þannig eru nú nálega allir sjúklingar meö brunasár í Kbh., sem á annað borð þarf að leggja á sjúkrahús, lagðir inn á Rudolph Berghs sjúkrahús, sem er eingöngu fyrir húð- og kynsjúkdóma. Brunasár sem þangað koma til meðferöar eru af öllum hugsan- legum uppruna. Lang algengastir eru brunar af heitum vökvum (hellist úr sjóðandi matarpottum, börn detta ofan í bala með sjóð- andi vatni i eða hella ofan á sig kaffi, te o. s. frv.). Þá koma oft fyrir brunar af gufu, ketilspreng- ingar, leki á gufuleiðslum o. fl. Brunar af heitum logum eru mjög algengir. Þannig koma oft slæmir brunar við, að loga slær niður í eldstæðum. sérstaklega þegar gá- lauslega er kveikt upp í ofnum með steinoliu. Bensinbrunar (t. d. þegar verið er að þvo hanska upp úr bensíni og neisti kemst í ben- síniö). Sprengingar í prímussuðu- áhöldunt o. s. frv. Allmargir ljrun- ar stafa aí hlutum, sem búnir eru til úr celluloideíni (greiður, barna- leikföng o. m. fl.), sem er bráð- eldfimt. Börn eru að leika sér með þessa hluti nálægt ofnum eða gas- loga og eldum slær upp eftir bömunum. Brunar á börnum, sem stafa af hinum næfurþunnu og bráðeldfintu barnaleikt'öngum, sem gerð eru úr celluloid, svo sem hringlur, brúður og m. fl., eru orönir svo algengir, að O. Jersild telur fulla ástæðu til að taka til at- hugunar, hvort ekki væri ástæða til að banna slík Isarnaleikföng með lögum. Brunar af báspennurafmagns- straum eru írekar fátíðir, sent vafalaust stafar af að slikur straumur er oft banvænn, ef menn á annað borð verða fyrir honutn. Einhver dýpstu brunasár, sem fyr- ir konta, eru af sjóðandi feiti og bráönum málmum. Sjóðandi as- falt veldur lika djúpum og ljót- um brunasárum. Læknirinn gerir ávalt rétt í að kveða varlega upp úr með progn- osis quo ad vitam við stærri bruna- sár, sérstaklega hjá börnum, fyrstu 2—3 dægur. Brunasár, sem stundum sýnast grunn reynast oft síðar að vera djúp. \’egetativa- taugakerfi ljarnanna er rniklu við- kvæntara en fullorðinna og auk þess hlutföll likamsþunga og lik- amsyfirborðs alt önnur en hjá full- orönum. Almenn veiklun gerir horfur verri, t. d. alkoholismus, hjarta- og nýrnasjúkdómar, diabetes, sen- ilitas, graviditas, ])uerperium o. s. frv. Þýðingarmikiö einkenni er upp-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.