Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 6
88 LÆKNAB LAÐIÐ berklaprófi, g’egnlýsingum o g blóSrannsóknum. Mér hafa nýlega borist tölur yf- ir slíkar rannsóknir, sem geröar hafa veri'S á stúdentum í ýmsum löndum. Vil eg geta þeirra hér: Rannsóknir á stúdentum. Berklaveikir Lund Kannsak- aðir. 967 (aktiv) fjöldi. °/0 25 2,6 Helsingfors .. 4850 55 i»3 Múnchen .... 10171 57 0,56 Hannover .... 1863 17 0,92 Jena 8546 45 o,53 Lemberg 11215 113 1,0 Zúrich 384 3 0,8 Strassbourg .. 857 23 2,7 Pensylvania .. 749 15 2,0 Yale 3152 43 i,4 Belgrad 2665 39i 14,7 Þannig líta þessar tölur út. Og þetta er á meSal stúdenta. Hvern- ig mundu tölurnar lita út, ef valiS heföi veriö til rannsóknanna ein- göngu fólk, sem dvaliö hefir lang- vistum meö berklaveikum ? Eg þykist nú hafa gert grein fyrir því, aö sjúklingar komi oft átíSum ekki nægilega snemma til læknis og aS berklasýking muni vera tíöari á meöal þeirra, er dvelja meö berklaveikum. Eftir er þá aö geta um, hvort þörf sé á aö fylgjast meö sjúklingunum, er þeir koma af heilsuhælunum. Berklaveikin er langvinnur sjúk- dómur. Oft veröa sjúklingarnir aS dvelja á heilsuhælum árum saman. ÞaS gengur mjög erfiSlega aS losa sjúklingana viS smit, svo aS þeir veröi hættulausir öörum. Því fyr sem þeir koma til læknis, því auö- veldara er þetta. ÞaS er eigi óal- gengt aö sjúkdómurinn taki sig upp — aS sjúklingurinn fái smit — verSi aftur hættulegur öSrum. En þetta má oft koma í veg fyrir meö stöSugu lækniseftirliti. Og lækniseftirlitiö er líka nauösynlegt af öSrum ástæSum. Ótti almenn- ings viö þá, er veriS hafa á heilsu- hælum, er oft á tíSum ástæSulaus og á röngum rökum bygöur. At- vinnurekendur neita oft fólki þessu um vinnu, þar eö þeir óttast stööugt hættuna, er af því kann aS leiSa, aS hafa berklaveikt fólk í þjónustu sinni. En þaö þarf aS gera greinarmun á berklaveikum sjúkling og þeim, er útskrifast af heilsuhæli — ef til vill sem alheill. Og lækniseftirlitiS getur gert mik- iö. ÞaS á aö tryggja þeim, er veik- ir hafa veriö aö ekki elti þá stöö- ugt ástæöulaus hræSsla og tryggja þeim, er þeir umgangast og þjóna íuIlkomiS öryggi. Einhverjir munu þeir vera, er telja berklavarnir hégóma einn. Þeir ætla, aS hér sé unniö fyrir gíg og fénu kastaö á glæ. Þeim hinum sömu vil eg benda á óræk dæmi, er sýna ljóslega nytsemi og árangur berklavarnanna. Nationalforeningen til Tuber- kulosens Bekæmpelse byrjaSi áriö 1922 mjög viStæka berklavarnar- starfsemi í VejlehéraSi í Danmörku. Af þeim sem létust af völdum berklaveiki á árunum frá 1916— 1922 í þessu héraöi voru 29,5% á berklahælum — hinir allir á heimilum sinum, þar sem smit- hættan út frá sjúklingunum er mest. 1927 létust aftur á móti 50% af þeim veiku á sjúkrahúsum og nú eru þessar tölur komnar upp í 75—80%. Smithættan hefir því minkaö mjög mikiS. Og ef dán- artölurnar af völdum berklaveiki eru athugaSar í þessu héraöi og bornar saman viS berkladánartölu alls landsins kemur þetta enn greinilegar í ljós. Þannig létust 1923 14,2 konur í Vejlehéraöinu,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.