Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1935, Page 7

Læknablaðið - 01.12.1935, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ af völdum berklaveiki miöaS viö hverja io þúsund íbúa, en 3 árum síðar, 1926, aðeins 7,2 konur sömuleiðis miðað við hverja 10 þúsund íbúa). 3 árum eftir komst talan ofan í 5,6. Samsvarandi tölur um berkla- dauða kvenna í öðrum héruðum landsins eru 1923 9,8 og 1926 9. Munurinn er greinilegur 0g lækk- unin er miklu hraðari í því hér- aði, þar sem vörnum hefir verið beitt. Allar berklavarnir byggjast á því: 1. að finna hina berklaveiku í tæka tíð, 2. að leitast við með læknisað- gerðum að gera þá er smita ósmit- andi, 3. að einangra sem tryggilegast þá, sem ekki er hægt aö gera ó- smitandi, eða kenna þeim að um- gangast fólk svo hættulaust sé. Og þetta verk verða stöðvarnar að vinna í samvinnu við lækna, sjúkrahús og heilsuhæli. Nauðsyn þessara varna verður öllum að vera Ijós, ef stemma á stigu fyrir útbreiðslu veikinnar. Aðeins fáeina smitandi berklaveika sjúklinga þarf til þess, að sýkja og viðhalda sjúkdómnum enda- laust í þorpum og liæjum (Isager) Því verður að finna og lækna hmn berklaveika sjúkling eða að öðr- um kosti að einangra hann. Smitandi bcrklaveiknr sjúkling- ur þarf þv! fyrst og frcmst rúm á sjúkrahúsi, hceli effa annari ein- angrunarstofnun. Hann þarf jafn- vel fremur sjúkrahússins með, en sjúklingur meff ákafa botnlanga- bálgu. Botnlangabólgu sjúkling- urinn liggur á sjúkrahúsinu vegna sjálfs síns og heilsu sinnar ■—• berklasjúklingurinn vcgna sjálfs síns og þjóðfélagsins. Og öllum þeim, er horfa í kostn- 89 aðinn við varnir þessar vil eg svara þessu: Höfum vér frekar ráð á því, að láta æskuna sýkjast og deyja, láta hana viðhalda í landinu sjúkdómi, sem krefst stærstra fórna allra sjúkdóma er vér þekkjum. Eg hefi áður sýnt fram á, að hóprann- sóknir á stúdentum í ýmsum lönd- um leiddu í ljós að alt að 2% reyndust vera berklasjúkir. Ef vér hefjum leit eftir þessum berkla- veiku súklingum (af þeim er dvelja meðal berklaveikra má bú- ast við hærri sýkingartölu en 2%, samanber það sem áöur hefir verið greint) þurfum vér því að rann- saka 49 heilbrigöa áður en vér finnum 1 veikan. Þar sem stöövar eru reknar erlendis er áætlað, að hver skoðun kosti ca. 2 krónur. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að í Bandaríkjunum í Norður-Amer- íku fara að meðaltali hér um bil 300 dollarar til þess að lækna berklaveikan sjúkling, sem komiö hefir snemma til læknis (í byrjun sjúkdómsins). Komi sjúklingurinn aftur á móti ekki fyr en sjúkdóm- urinn er oröinn útbreiddur tekst sjaldan aS lækna hann aö fullu og kostnaðurinn viS meöferöina uns henni er lokið eöa sjúklingurinn deyr, er að meöaltali 3000 dollarar. I íslenzkum peningum, svara þess- ar upphæðir til ca. 1000 og 10.000 kr. ÞaS er því hægt að fullyrSa, að 100 kr. sem variS er til þess að leita að og finna 1 berklaveikan sjúkling í tæka tíS, er vel variö. Og hér er þó ekki tckiS tillit til jiess atriðis, sem ef til vill er hiS veigamesta, aS því fyr, sem sjúk- lingurinn finst því fœrri mun hann smita og sýkja og sparast viff það óbeinlínis álitlcg fjárupphœð. í Kaupmannahöfn er nú veriS að framkvæma stórfeldar breyt- ingar á berklavörnum bæjarins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.