Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1935, Síða 12

Læknablaðið - 01.12.1935, Síða 12
94 LÆKNABJ-AÐIÐ mín kemur af stað hypersecretion og hypermotiliteti í maganum, enda gera þeir þessa prófun með því, að dæla histamín í sjúkling- inn. Það er ein algengasta ljósverk- unin, að matarlystin örfast. Þetta má setja í samband við áhrifin á magaslimhúðina, vegna þess að súr og matarlyst helst að vissu leyti í hendur. Það er reynsla magalækna, að lystarleysi fylgir achyli, en lyst og jafnvel hungur- kend með súrum maga. Með þessu er fengin skýring á lystbætandi áhrifum ljóssins. Samspil magasafans við ljós- baðið getur líka útskýrt hve ljósið hefir mjög mismunandi áhrif viö secundær lslóðleysi og við anæmia perniciosa, þar sem árangur er enginn af geislum. Við anæmia perniciosa er setn sé anadeni, og vantar því möguleika til að vekja kirtla til sýruframleiðslu. Tímaskifti magasárs-þrautanna geta líka útskýrst af mismunandi birtu. Reynsla magalæknanna sýn- ir, að sjúklingar nteð magasár eru verst haldnir að vorinu til, einmitt ])egar sólin fer að njóta sín. Á hinn bóginn er álitið, að sumarhitar hafi í för með sér achyli og lystar- leysi. Ljósáhrifin á magann hafa stundum komið glögt fram eftir ógætilegt Ijósbað, með þar af leið- andi dyspepsi. — Með dýratilraun- um er auðvelt að framkalla svæs- inn gastritis, eftir sterk ljósböð. Ef rétt er á ljósunum haldið, má nota þau í lækningaskyni við magasjúkdóma, einkum við of lít- inn súr í maganum, og við lystar- leysi. Psyche. — Ljósin lífga og f jörga og nota sér það ýmsir lækn- ar við meðferð á depressio mentis. Ljósgeislarnir eru ólíkir rönt- gen- og radiumgeislum, að því leyti, að þeir komast ekki inn í líkamann, en staðnæmast í skinn- inu. En þar valda þeir fotokem- iskri vakningu á efnum, sem fara um líkamann, og hafa sín áhrif á innvortis líffæri. Þessi áhrif eru víðtæk, og má að ýmsu leyti nota þau í lækningaskyni, eins og drep- ið er á hér að framan. Það er mis- skilningur, að Ijósböð sén ckki not- andi, ncnia við bcrklaveiki. Bio- logiskar rannsóknir síðustu ára hafa víkkað að miklum mun ind- ikations-svæði ljóslækninganna.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.