Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 14
96 LÆKNABLAÐIÐ armáliö leyst á þeim grundvelli, sem L. I. heföi hvaö eftir annaö óskað, nfl. með berklayfirlaeknis- embættinu. Væri þó rnest um þaö vert aö í það hefði valist maður, sem allir myndu vera ánægðir með og bæru traust til. Þá heföi utan- fararstyrkur héraðslækna aftur verið tekinn á fjárlög og væri það að sjálfsögðu mikil bót. Nokkurn- vegin viöunanleg leiðrétting hefði fengist á 12. gr. í erindisbréfi hér- aðslækna. Aðaldeilan milli stjórnar L. I og landlæknis hefði að þessu sinni staðið um reglugerðina um sölu á- fengis til lækninga og visaði hann um það efni til bréfa, sem þar hefðu farið á milli og prentuð hefðu verið í 1. tbl. Lbl. þ. á. — Sérstök áhersla hefði verið lögð á innheimtu félagsgjalda og myndi gjaldkeri gera nánari grein fyrir því. —• Þá gat hann enn 2ja bréfa frá landlækni, sem stjórnin hefði viljað geyma til þess að bera undir fundinn og myndi það veröa gert síðar á fundinum. Að lokum skýrði hann frá, að próf. G. Hannesson myndi skýra fundinum frá því, sem gerst hefði viðvíkjandi framhalds- mentun lækna í Danmörku með því hann væri því máli kunnugast- ur að fornu og"nýju. Próf. G. Hannesson skýrði því næst frá því að frá því í apríl 1934 til jafnlengdar 1935 hefðu 7 kandí- datar fengið plásss á spítölum í Danmörku. Nefndi hann þá og dvalarstaði þeirra. Ennfremur gat hann þess, hverjir héraðslæknar hefðu dvalið í Danmörku síðastl. ár og hverjir myndu fara þangað á næstunni. Þakkaði hann um leið Bartels yfirlækni alla hans fyrir- höfn og hjálpsemi í þessum efnum. 2. Gjaldkeri lagði fram og las upp endurskoðaða reikninga fé- lagsins. Gat hann þess jafnframt að tillög hefðu nú greiðst mun bet- ur en áður og þakkaði það rækilegu bréfi stjórnarinnar til skuldunauta. Voru reikningarnir síðan samþ. með öllum atkvæðum. 3. Fundarstjóri las upp bréf frá Jóni Árnasyni, héraðslækni, til fundarins, er hér fer á eftir: „Eg undirritaður óska að á kom- andi læknafundi eða utan hans verði gerð svohljóðandi samþykt eða önnur í sama anda: Við undirritaðir héraöslæknar látum að þessu sinni órætt um hvort spíritusskamtur sá, er okkur hefir verið úthlutaður, að undan- förnu — og sennilega verður sa sami framvegis —- sé nægur eða ekki, en við krefjumst þess hér með að úr „reglugerð um sölu á- fengis til lækninga“ frá 16. apr. síöasl. verði feld öll ákvæði, er fyrirskipa skrifstofuhald um það hvað um þennan spíritus verði. Fyrirmæli reglugerðarinnar um spiritusbókhald, eru smásálarleg, óþörf og umfram alt tímafrek. Geta því ekki orðið til annars, en tefja okkur við störf okkar og beina huganum frá nauðsynlegum verkum. Ef ekki verður orðið við kröfu þessari, neitum við hér með að fylgja ofangreindum fyrirmæl- um“. Lítil greinargerð: Fyrirmæli lík hafa verið til áður og hefi ég aldrei hlýtt þeim. Nú er settur svo hnífur á háls, að ef læknir geng- ur ekki dag og nótt með penna í hönd og skrásetur hvern spíritus- dropa, er hann lætur úti og sendir summuna á þriggja mánaða fresti til þar til heyrandi yfirvalda, þá fær hann ekki lyf með spíritus í. — Nú er þessi skamtur, sem við fáum svo lítill, að í hérað sem mitt kemur ekki meira en það að einn maður getur hæglega drukkið það á ári og það aðeins sér til hressing-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.