Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1935, Side 19

Læknablaðið - 01.12.1935, Side 19
L Æ KNABLAÐIÐ þyktir félagsins og mætti ef til vill skoöast sem ávítur á stjórnina. Sigurjón Jónsson kvaö nefndinni aldrei hafa komiö til hugar aö hnýta neitt í stjórnina fyrir aö- gjöröir hennar í þessu máli. Starf nefndarinnar heföi eingöngu snúist um bréf Jóns Arnasonar, en ekki um deilur stjórnarinnar viö land- lækni. Páll Kolka kvaöst hafa oröið hissa á hinni nýju áfengisreglu- gjörö og þakkaði stjórn L. í. fyrir að hafa mótmælt henni. Kvaðst hann ekki geta felt sig viö álit nefndarinnar. Bar fram svohljóð- andi tillögu: Aðalfundur L. í. skorar á heilbrigðisstjórnina, að rýmka svo til með nýútgefna reglugerö um áfengisútlát lækna, aö þeini sé ekki bakaöur kostnaður eða óþægindi, fram yfir það sem veriö hefir“. Magnús Pétursson þakkaði Páli Kolka fyrir stjórnarinnar hönd. Kvaö hann stjórnina altaf hafa bú- ist viö þakklæti fyrir framkomu hennar i þessu máli, þar sem hún hefði taliö sig í samræmi við álit alls þorra lækna, ekki síst héraös- lækna, enda væri reglugerðin beint takmörkun á lækningaleyfi. Þóröur Edilonsson kvaöst fella sig betur viö tillögu Páls Kolka en nefndarinnar. Nefndartillagan væri mótíveruð meö því aö fáir héraðslæknar væru mættir. Þetta væri ekki rétt, þeir væru nú fleiri en vant væri. Var tillaga Páls Kolka síðan samþ. með 12 :4 atkv. 5. Nefndin, sem kosin var til þess að athuga frv. um Siglinga- sjóö L. f. haföi klofnað. 1 meiri hl. voru þeir Páll Kolka, Gunnl. Ein- arsson og M. Júl. Magngús, en í minni hl. Sigurjón Jónsson og Páll Sigurðsson. Páll Kolka haföi orð fyrir meiri hluta nefndarinnar. Lagöi hann 101 fram uppkast aö skipulagsskrá fyrir sjóðinn og fór hún í aðal- atriöum í sömu átt og till. Gunnl. Einarssonar og M. Júl. Magnúss og áður eru kunnar. Sjóöinn skyldi stofna nú þegar. Sigurjón Jónsson haföi orö fyrir minni hl. Þeirra álit var aö sjóður L. í. eigi aðallega að vera til styrktar félagsskapnum í deilum. Telja hepilegra aö siglingasjóður- inn verði friáls félagsskapur inn- an L. í., en árgjöld veröi ekki hækkuö fyrir þessar sakir. Annars telja þeir aö félagsmenn alment hafi ekki kynt sér þetta mál nógu vel og því sé réttmætt að fleir- um sé gefinn kostur á að greiða uni það atkvæði, en þeim, sem þennan fund sækja. Gera þeir þvi aö tilh sinni; að1 málinu verði vís- aö til stjórnar L. í. til frekari und- irbúnings og einkanlega til þess aö leita álits félagsmanna um á- greiningsatriðin. Báru þeir fram uppkast aö nokkrum spurningum til félagsmanna. M. Júl. Magnús: Mín meining var aö allir skuldlausir meölimir væru hlutgengir. Þeir leggi fram 250 kr. og fá styrk fyr en aðrir en önnur hlunnindi hafi þeir ekki. Það hefir aldrei verið samþykt í félaginu að nota skuli félagssjóö- inn í deilum eöa öðrum tilgangi, en lækna vanhagar mjög um sjóð- stofnun, sem þessa. Viö erum al- gerlega á móti því að stofnað verði félag i félaginu. Páll Sigurðsson: Nefndin er sannnála um að málefnið er þarft. Aðaldeilan var um ]iaö hvort sjóð- urinn skyldi vera félag í félaginu. Tel undirbúninginn ekki nægilega góðan og ekki rétt að ráðstafa fé félagsins án þess að leitað sé álits þeirra, sem ekki eru viðstaddir hér. Er því meðmæltur að málinu sé í bili vísað til stjórnarinnar. Páll Kolka vildi leggja til að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.