Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 22

Læknablaðið - 01.12.1935, Qupperneq 22
104 L Æ K NA BLAÐIÐ alfundur L. í. lýsir yfir því, aS hann telur enga sérstaka þörf á því aö nota diacetyl-morfin (her- oin) til lækninga, heldur megi í þess sta'ö nota önnur deyfilyf. Munu læknar því ekki sakna þess, þó bönnuö yröi sala á því hér á landi.“ Till. samþ. í einu hljóöi. 9. Samþ. aö fela stjórninni að svara bréfi landlæknis um sérnám. 10. Sigvaldi Kaldalóns héraðs- læknir æskir upptöku í L. í. — Stjórnin mælir meö, að hann veröi aftur tekinn í félagiö meö skír- skotun til 11. gr. félagslaganna. Sam]i. meö 12: 3 atkv. 11. Þá fór fram stjórnarkosning, Atkv. féllu þannig: Magnús Pétursson hlaut 17 atkv. M, Júl. Magnús — 15 — Dr. Helgi Tómasson — 12 — Gunnl. Einarsson — 8 — Aðrir færri atkvæði. Var því Magnús Pétursson rétt kjörinn formaður, en Gunnl. Ein- arsson varamaður í stjórnina. Þess skal getiö, aö dr. Halldór Hansen haföi eindregiö beiðst undan endurkosningu. 12. Þá var kosin nefnd í trygg- ingarmálið, svo sem áður er um getið. Þessir hlutu kosningu: Kristinn Björnsson, Siguröur Sig- urössop og Valtýr Albertsson. 13. Fundarstaður fyrir næsta að- alfund var ákveðinn í Reykjavík. Loks þakkaöi fundarstjóri mönnum góöa fundarsókn, sér- staklega héraöslæknum utan af lapdi og sagöi siöan fundi slitið. DoJctoJisphójl odwia.. odhn&sonctÁ. AéJutðjdœÁnLs. Hinn 12. okt. fór fram doktors- próf Arna Arnasonar héraöslæknis í Lestrarsal Landsbókasafnsins. Andmælendur af hálfu Háskólans voru þeir prófessorarnir Niels Dungal og Guðmundur Iiannes- son. Præses gerði fyrst grein fyrir tildrögum ritgeröarinnar og aöal- niöurstöðum sínum. 1. andmælandi, próf. Niels Dun- gal: Frágangur bókarinnar yfir- leitt góöur, en titillinn virðist óná- kvæmur, með því að bókin er aðal- lega um apoplexi hjá ungu fólki. I innganginum skýrir præses frá því, að patol.-anat. rannsóknir hafi ekki komið til greina, en þar til er því aö svara, aö ógerlegt er aö rita um orsakir apoplexi nema fyrst og fremst patol.-anatomiskt. Þetta er því grundvallarveila ritgerðarinn- ar. II. kap., sem er sögulegs eðlis er alt of langur, og er eingöngu um venjulega slagaveiki, en höf- undurinn veit alls ekki hvort hann hefir meö venjulega slagaveiki aö gera, og svo virðist, sem aö það sé alls ekki. III. kaflinn er um ein- földustu grundvallaratriöi erfða- fræðinnar. Hann er óviðeigandi í slíkri bók, veikir álit á höfundin- um, og heföi átt að sleppa honum alveg. IV. kaflinn er loks um rann- sóknir præses, en þar eru þó að eins tvær blaðsíður rúmar um slagaveikina hjá ungu fólki, sem er hiö eiginlega rannsóknarefni.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.