Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 9 ar, eins og gastro-enterost., þar eð sumir álíta að einföld lokun með saunntm geti valdið þrengslum, enn- fremur miðhlutarnir á maga, í því skyni að fyrirbyggja á þann hátt frekari lífshættu af þessu framveg- is. Alitið er þó, með meiri reynslu, að lokun sársins með saumum geti í fjöldamörgum tilfellum gefið við- varandi góðan og jafnvel fullkom- inn bata. En þar sem viðurkent er, að hún geti bjargað lífi þessara sár- þjáðu sjúkk, og með ]tví að hún er einföld og á að vera á færi okkar lækna, þó engir séum sérfræðingar, mæli eg hiklaust með henni. Hér gildir um að nota þá aðferð, sem bjargar á öruggan hátt sjúkl. í byrjunsjúkdómsins, svo aö þeir þá síðar geti komist til sérfræðings til írekari aðgerða, ef með þarf. Betra er að hafa sjúkl. lifandi með sár saumað saman, en að hafa hann dauðan, eftir að hafa gert á hon- um gastroent. eða resectio, enda sé eg að sumir chirurgarnir iðrast eft- ir stóru aðgerðirnar, því þó að þær í fáum tilfellum geti gefið varan- legan árangur, þá eru þær altaf lífs- hættulegri sjúkl. og á lífshættu hans er ekki að bæta, hún er nóg hvort sem er. Ól. Ó.. Lárusson. Hclstu heimildarrit: H. Mondor : Diagnostics Urgents. — Zachary Cope: The early Dia- gnosis of the acute Abdomen. — Zeitschrift fúr árztliche Fortlúl- dung, 20. hefti 1935: Prof. Dr. W. Baetzner: Zur operativen Anzeige- stellung der Magenerkrankungen. — Sonntag: Die Chirurgie des Praktischen Arztes (1931) o. fl. Maganevrosur. Eftir Bjarna Bjarnason. (Fyrirlestur fluttur í L. R. 12. des. 1935). Fyrir tæpum 20 árum var það alment álitið, að maganevrosur, eða nervösu dyspepsiurnar, væru al- gengastar allra meltingarkvilla. En á seinni árum, síðan klinisku rann- sóknaraðferðirnar hafa fullkomn- ast og hin diagnostiska þekking á meltingarsjúkdómunum hefir auk- ist og margfaldast, verða maganev- rosurnar stöðugt sjaldgæfari. Ýmsir meltingarsjúkdómar og fjöldi annara organiskra sjúkdóma, sem beint eða óbeint hafa áhrif á magann, finnast nú, með aukinni Jjekkingu og bættuni rannsóknarað- ferðum, sem undirrót ýmsra trufl- ana í meltingarveginum, sjúkdómar, sem áður lentu í hinni miklu rusla- kistu: „Nervös dyspepsi“. Þó er langt frá því, að enn sé hægt aö finna organiskan grundvöll undir öllum meltingarsjúkdómum. En reynsla og stórkostlega aukin þekk- ing síðari ára ætti að kenna oss að fara gætilega í þeim efnum, að diagnosticera maganevrosu, fyrri en organiskar orsakir eru útilokaðar, svo sem unt er, með öllum þeim aðferðum og tækjum, sem vér nú höfum yfir að ráða. Þá fyrst get- ur það verið réttmætt, þótt litill vafi leiki á því, að margt er enn ófundið í hinu mikla völundarhúsi meltiugarsjúkdómanna, sem gerir maganevrosurnar sjaldgæfari en þær eru nú.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.