Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1936, Page 8

Læknablaðið - 01.08.1936, Page 8
LÆK NABLAÐIÐ 54 annað lungaS fullkomalega skorp- iö saman. Þeir telja, aS hver þess- ara manna hafi aðeins haft eitt starfandi lunga. Spirometermæl- ingar sýndu nú, aS hiö heilbrigSa lunga starfaöi nokkurn veginn eins, hvort sem þaö snéri upp eSa niður, en munurinn var aðeins sá, aS ef góSa lungaS snéri niöur, þá hreyfist aöeins þindin, en ekki rifin, en ef þaö snéri upp, þá rifin aSallega en þindin lítið. Nú vildu þeir vita hve mikill hluti lungans, sem 'niöur snýr, tekur þátt í önduninni, þ. e. hve langt upp þindarhreyfingarnar verki. Þetta var skoöað á sjúkl- ingi, sem haföi skarpa kalkbletti á víS og dreif í lunganu. Þaö sást í Röntgen, að samfara hreyfing- um þindarinnar voru miklar hreyfingar þeirra kalkbletta, sem ekki voru ofar enn í miSju lunga, og hreyfingarnar voru enda sjáan- legar alla leið upp að viðbeini. Þeg- ar sjúklingnum var snúiö viö, þá sáust blettirnir hreyfast minna í lunganu, sem nú snéri upp. Kymo- röntgjen viröist ekki hafa veriS notaSur. Þessar tilraunir benda því á, aö þaS sé enginn hagur aö liggja á þeirri hliðinni, þar sem verra lungaö er, heldur máske þvert á móti, sérstaklega ef skemdin er neöarlega. En ef þyndin er lömuð ööru megin þá veröur þetta á ann- an veg, því ef sjúklingurinn ligg- ur á þeirri hliöinni, þá virSast öndunarhreyfingar þess lunga raunverulega stöSvaöar. Þar sem þindarlömun er indi- ceruð og framkvæmd, þá ættum viö aö ráSleggja sjúklingnum að liggja sem mest á lömuöu hliS- inni, þvi fremur sem mediastinum sígur til þeirrar hliöar. AS öSru leyti mun réttast aö sjúklingar hagi sér eftir því á hvern hátt þeir hvílast best og þægilegast. Enn eina lækningatilraun vil eg nefna, sem reyndi hefir veriö hin síöustu árin, og er hún í því fólg- in, aö stySja „kviöarpressuna“ (premula abdominalis) meS bindi. Eins og kunnugt er slappast þindin viö útöndun og kviSar- pressan hjálpar til aö ýta henni upp á viS og styður þannig útönd- unina, því viö samdrátt kviöar- vöövanna eykst þrýstingurinn í kviöarholinu. Þessar sífeldu sam- ræmandi þrýstingsbreytingar fyr- ir neöan og ofan þind, mega livorki vera of né van, ef öndun- in á aS, vera létt og náttúrleg. Nú er þaö kunnugt, aö margir berkla- sjúklingar hafa lélega og rnátt- lausa kviöarvööva, svo þeir veröa ófullnægjandi hjálp og stuSning- ur fyrir þindina og hreyfingar hennar verSa stundum óregluleg- ar og krampakendar, expectora- tio öröug og ófullnægjandi og hóstinn þreytandi og gerir ilt verra, því þaö er ekki síst hóstinn, sem getur haft skaöleg áhrif á berklaveik lungu. í hóstaköstun- um geta kavernur stórum stækkaS viö hinar auknu' og snöggu þrýst- ingsbreytingar í lungunum. Burgess Gordon bendir á — og kemur með dæmi — aS intraab- dominal þrýstingsaukning af völdum tumora og graviditatis, jafnvel patologiskrar lifrarstækk- unar, geta haft bætandi áhrif á lungnaberkla. Svo viröist, segir hann, aö allmörgum berklaveikunr konum batni síSustu mánuöina af meSgöngutímanum, enda hækkar þindin þá mjög.* ÞaS virSist því * Væntanlega neitar Gordon þó ekki, aö graviditas sé yfirleitt hættuleg fyrir berklaveikar kon-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.