Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1936, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.08.1936, Qupperneq 12
LÆK NA BLAÐ IÐ *8 næg'ilega ábyggilegar, og satt er þa'ö aö nokkru leyti, en samkvæmt erlendri, sérstaklega þýskri reynslu, er sæmilega örugg dia- gnosis viö gegnlýsingu, saman- boriö viö mynd, hlutfallslega 80 á móti ioo, en öryggi fyrir góö- um árangri er vitanlega undir því komiö, aö æföir og reyndir menn á þessu sviði framkvæmi skoöun- ina. Þessar hópskoöanir eru á- .byggilegri en venjuleg gegnlýsing einstaka sjúklinga í praxis, því skoöunarlæknir getur búið sig lengi, t. d. alt aö hálftíma, undir _gegnlýsinguna í mvrki eða með dökkum gleraugum, en til þess er lítill timi í venjulegri viötalsstund, en því betur sem maöur venst myrkrinu, þvi meira sér maður. Kattentidt telur aö með slíkri róntgenskoöun alls fólksins geti menn fundið að minsta kosti 80% af berklaveikum mönnum, þar sem við nú finnum um 25%. í grein í „Fortschritte auf dem Gebiete der Röntgenstrahlen" leggur dr. G. Claessen það til, aö notaðar séu hinar ódýru pappírs- filmur viö hópskoöanir, en þó að jiaö kunni að vera öruggara en gegnlýsing, þá er það væntanlega tafsamara og dýrara, en rétt er aö athuga þetta. Eg hef sérstaklega talað um aö skoða Reykvíkinga, enda er að- staðan hér best, en aörir mundu koma á eftir ef vel tækist, og vil eg þá enda mál mitt meö því að gera orð Kattentidt að mínum: Ceterum censeo tulierculosem esse delendam. Unn læknafundi. Eftir Jón Jónsson. f greininni „Læknablaðið 20 ára“, sem var í desemberhefti blaðsins 1934, stendur þessi setning: „Það <er ekki fyrr en 1896, að bólar á einhverri viðleitni í þá átt, að halda læknafundi.“ Þar eð eg veit, að þetta er bygt :á ókunnugleik höfundarins, vil eg gefa jiær upplýsingar. að 1896 hafði Læknafélag austfirskra lækna hald- ið jirjá fundi, og leyfi eg mér jafn- framt að taka hér upp í þessa grein mína fundargerð 2. ársfundar fé- lagsins, er haldinn var á Eskifirði. eins og hún er prentuð i blaðinu Austra. Þó vil eg fyrst geta. þess, •að stofnfundur Austfirska I.ækna- félagsins var haldinn á Seyðisfirði 16. ágúst 1894. Var þegar á þeim fundi rætt um ýms mál, er lækna- :stéttina varða, og verkum skift um undirbúning jieirra fyrir næsta fund. Má af fundargerðinni sjá, að félagið starfaði með fullu fjöri jiessi árin, þó fél.talan væri ekki há og erfitt um fundahöld, sökum hinna miklu fjarlægða milli félags- manna. Að fundir jiessir urðu haldnir, má meðal annars þakka Jiví, að á amtráðsfundum Austur- amtsins mættu tveir af læknunum, sem lengst áttu að sækja. Fundargerðin er á jiessa leið: „2. ársfundur i læknafélagi Aust- firðingafjórðungs var settur og haldinn á Eskifirði 15. ág. 1895. Allir félagsmenn voru mættir en jieir voru: Arni Jónsson á Vopnafirði. G. B. Scheving á Seyðisfirði. Jón Jónsson á Skriðu í Fljóts- dal.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.