Læknablaðið - 01.08.1936, Síða 14
6o
LÆKNAB LAÐIÐ
seta aÖ ákveÖa fundarstaÖ og tíma
á næsta ári.
Fundi slitið 16. ágúst 1895.
Fr. Zcuthen Jón Jónsson
(forseti). (ritari).
Þessir fundir voru haldnir a8 af-
loknum amtsráðsfundum Austur-
amtsins og sat amtmaður, Páll
Briem, fundina og lagði þar orð í
belg. Á Eskifjarðarfundinum var
lika óðalsbóndi Halldór Benedikts-
son frá Skriðuklaustri, og má óhætt
fullyrða, aö áhugi var þegar vakn-
aður meðal almennings i þessum
landsfjórðungi, fyrir heilbrigðis-
málum, og kom sá áhugi fram í
því, hve vel sýslunefndirnar tóku í
læknaskipunarmál f jórðungsins
(það mál var tekið fyrir á sam-
eiginlegum sýslufundi Múlasýsln-
anna 29. maí 1896, og var ekki að-
eins, að tillögur læknafundar væru
samþyktar, heldur var, samkvæmt
tillögu minni, samþykt að bæta
Fáskrúðsfjarðarhéraðinu við, sem
því II.), og svo í því, hve fljótt
og vel þeir komu upp sjúkrahús-
unum á Seyðisfirði og Brekku.
Um sjúkrahúsmálið höfðu þeir
læknarnir Zeuthen og Scheving rit-
að margar greinar í Austra, og bar
þeim þar ekkert á milli, nema um
staðinn; vildi hvor hafa sjúkrahús-
ið hjá sér. Er oft svo. að slikur
reipdráttur verður til að tef ja fram-
gang mála, en í þetta sinn, hygg eg,
að það hafi þvert á móti flýtt fyr-
ir byggingu sjúkrahússins á Seyð-
isfirði. Ernst lyfsali þar, var sá,
er hrinti málinu í framkvæmd, með
því að safna gjöfum til sjúkra-
hússins og voru þær allar, sem
vænta mátti, miðaðar við Seyðis-
fjarðar-sjúkrahús, og þar var um
leið úr málum skorið.
Læknaskipunarmálið var aftur á
móti mitt áhugamál og gerði eg alt
skipulagið, og bygði' á staðháttum.
En þegar eg vildi hafa lækni í Ör-
æfum, þá snerust allir á móti mér,
en á sýslufundinum á Eiðum var
samþykt að leggja til, að héraðs-
læknirinn í Nesjum vitjaði Öræfa-
bygðarinnar tvisvar á ári, og fengi
feröirnar greiddar úr landsjóði.
Hefir nú alt, sem eg lagði til um
læknaskipun Austfjarða, komist á,
nema Jökuldalshérað, en það var
eyðilagt á læknafundinum í Reykja-
vík 1896.
A þeim fundi mættumst við
Guðm. Hannesson með sitt frum-
varpið hvor í læknaskipunarmál-
inu. Höfðum við með rauðum eða
bláum strikum markað á uppdrætti
af landinu takmörk læknahérað-
anna, til hægðarauka. Sérhvert
læknissetur var einnig merkt. Eftir
mínu frv. var tala héraða um 60,
en eftir hans tæp 40. Mitt frv. var
sem sagt algerlega bygt á staðhátt-
um, og flestir læknar settir í kaup-
tún eða aðra þá staði, sem rnest-
ar og bestar samgöngur voru við.
Hans skipun var aðallega hygð á
mannfjölda og héruðum skift eftir
sóknum. Læknabústaðir settir sem
næst miðju héraði, þó að það væri
í afdal, var því til vonar að eg
skákaði G. H. í þessu máli, og veit
eg að mér verður fyrirgefið, þó að
eg sé hreykinn af því. Reynslan
hefir orðið sú, að héröðum hefir
fjölgað. A Austfjörðum eru hér-
öðin orðin 11, eftir að Norðfjarð-
arhéraðið var stofnað.
Um tillögurnar um launakjör
lækna áttust þeir mest við, Árni
Jónsson og Scheving. Það, sem eg
lagði til þeirra mála, var aðallega
að hafa hærra gjaldið fyrir læknis-
störfin, en lægra fyrir ferðalögin,
til þess að gera fleirum kleift að
vitja læknis.
Allar þessar tillögur og fundar-
gerðir voru sendar landlækni og
lagði hann ]>ær fyrir læknafundinn