Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1936, Síða 15

Læknablaðið - 01.08.1936, Síða 15
LÆK NAB LAÐ I Ð 61 (tólflæknafundinn) í Reykjavík 1896. Samþyktir þess fundar voru síðan lagðar fyrir AÍþingi 1897 og samþyktar ])ar. Þegar eg nú minnist þessara sam- verustunda austfirsku læknanna 5 á árunum 1894—96, þá eru þær mér sérstaklega minnisstæðar og ánægjulegar, vegna þeirrar ein- drægni og samhug sam þar ríkti. Fyrir utan þessi mál, sem eg hefi nú getið um, leituðust kollegarnir við að skemta hver öðrum og miðla hver öðrum af fróðleik sínum. Þor- grímur Nesjalæknir sagði frá svað- ilförum sínum, yfir ár og jökla vestur í Öræfi og jafnvel vestur fyrir Skeiðarársand. Arni, fyrv. læknir Skagfirðinga, sagði mér frá viðureign sinni við hómópatha og ýmsa stórbokka þar. Scheving kunni ógrynnin öll af sögum. hæöi um sjálfan sig, Lárus hómópatha og fleiri. Jón, sem var yngstur og nýkominn frá þekkingaraustri í út- löndum, vildi miðla sinni visku til kolleganna, svo að Zeuthen komst sjaldan að, en þá sjaldan það var, ískraði i öllum hláturinn, því að hann var kátínan sjálf, þó elstur væri, og meinfyndinn. Að endingu vil eg láta þá skoð- un mína í ljósi, að þessi viðleitni okkar austfirsku læknanna eigi það fyllilega skilið, a'S hennar sé minst, og.hún hafi átt sinn þátt í þvi, að læknalögunum var breytt 1897. Og ])ó að héðan af geti aldrei orðið metingur um það, hver hafi átt upptök að þessari hreyfingu, þar sem aðeins einn er á lífi til frá- sagnar um málið, ])á vildi eg biðja þá kollega, sem 16. ágúst 1944 vilja minnast stofndags hins fyrsta íslenska læknafélags á 50 ára stofn- degi þess, að hafa i huga, hvernig þá var umhorfs i sveitum þessa lands, og við hver kjör þeir áttu að búa, sem settir voru til að lina þrautir hins sára og þjáða manns, og dæma oss ekki hart, þó þeim finnist þekkingin hafi verið af skornum skamti, og árangurinn af starfinu orðið stundum rýr. Gistivist Landspítalans. Svo sem kunnugt er, var „Vist- in“ stofnuð s.l. haust og þar eð eg er fyrsti læknirinn, sem henn- ar nýtur, tel eg rétt að eg lýsi henni dálítið og skýri frá þvi, hvernig mér féll hún. A neðstu hæð Landspítalans, vestan við aðalinnganginn, er litið herbergi með stórum glugga gegnt sól og sumri. Á hurð þessa her- bergis utanverða er letrað orðið: Gistivist. Þegar inn kernur sést ljósbrúnmáluð stofa, snotur og skemtileg, með nýtísku setustofu- húsgögnum, flosteppi á gólfi og þykkum flosgluggatjöldum. A veggnum til vinstri handar eru samskonar dyratjöld, og ])egar þeim er svift til hliðar, blasir við skjanna- hvit, postulínsflísalögð snyrtikompa. í henni er handlaug með heitu og köldu vatni, glerhylla fyrir snyrti- dót, spegill, 2 rúmgóðir lín- og fata- skápar og teppi á gólfi. Vitanlega eru bæði herbergin raflýst og mið- stöðvarhituð og rúða á hjörum, sem opna má, hvernig sem viðrar. f þessum húsakynnum undi eg mér vel á kvöldin, þegar allir voru gengnir til náða, nema vökukonurn- ar. Tók eg mér þá skruddu í hönd og rifjaði upp fyrir mér læknis-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.