Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1938, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.1938, Blaðsíða 13
LÆ K NAB LAÐ I Ð 7 kvennamál og iS. Um lögtaksrétt á skuldum lækna. Og upptökin átti Guðmundur Hannesson að io af þessum a8 málum. Eftir rétt 2 ár, eða 29. júlí 1898 var svo næsti fundur haldinn og þá stofnað hið fyrsta íslenska læknafélag (en svo er til orða tek- ið í fundargerðinni). Eru þá prentuð lög félagsins og codex ethicus og félagiö stofnað undir nafninu „Hið íslenska læknafé- lag“. Því miður var hér staðar numið. Fleiri fundir voru ekki haldnir. Því miður er gerðabók sú, sem þetta er í skráð, ekki í höndum Læknafélags íslands, heldur er eign Læknafélags Reykjavikur, sem tók hana til notkunar, þegar það var stofnað sem samningsaðiii samlagsins 1909. — En þetta félag gengst svo aftur fyrir stofnun eða endurreisn Læknafélags íslands og hafði það mál verið á döfinni frá því á ár- inu 1916. Eins og áður er getið, var fé- lagið stofnað 14. janúar 1918 og hin fyrsta stjórn þess kosin. Þá stjórn sátu prófessorarnir Guðm. Hannesson, formaður, Guðm. Magnússon og Sæmundur Bjarn- héðinsson, en varamaður Matthías Einarsson. Hið fyrsta hagsmunamál stétt- arinnar, sem stjórnin þá beitti sér fyrir, má teljast „dýrtíðaruppbót á gjaldskrá og ferða taxta héraðs- lækna“ og var svo fast eftir. rekið, að héraðslæknar voru aðspurðir hvort þeir vildu segja af sér em- bættum, ef kröfum þeirra yrði ekki sint, og sendu þá þegar í stað 25 héraðslæknar stjórn félagsins umboð til þess að sækja um lausn frá embætti fyrir þeirra hönd, ef Alþingi enga áheyrn veitti þeim. Varð þetta til þess að bráðabirgða dýrtiðaruppbót fékst, sem mikil bót var að, enda fast sótt af lækn- um þeim, sem þá sátu á þingi. En launamál héraðslækna í heild sinni var því næst upptekið á fyrsta aðalfundi félagsins, sem haldinn var i júlíbyrjun 1919 og var það fyrst á dagskrá þess fund- ar. Nefnd var kosin i málið og kom húri fram með ítarlegar sund- urliðaða tillögur, sem allar voru samþyktar á fundinum, með þeim ágætu afleiðingum, að heita mátti að Alþingi gengi að þeim óbreytt- um, enda litu þá aðrar stéttir öf- undaraugum til læknastéttarinnar fyrst á eftir. Því má og við bæta, að þess- um tillögum eða réttara sagt kröf- um fylgdi einnig ályktun eða hót- un um að segja af sér embættum, ef þær næðu ekki fram að ganga. Var það samþykt af 12 viðstödd- um héraðslæknum og mætti þetta vera til fyrirmyndar fyrir síðari tíma og vera vottur um nauðsyn félagsskaparins og samheldni. Ýms önnur merk mál voru til umræðu á þessum fundi og má þar á meðal nefna læknabústaðamálið, en þó einkum landspítalamálið. Eins og áður var getið, hafði fyrsti læknafundurinn tekið þetta mál að sér og skorað á Alþingi til bráðra framkvæmda, en síðar hafði kvenfólkið tekið það að sér og sótt af kappi. Nú samþykti læknafundurinn þessa röggsömu tillögu og fylgdi félagið því síðan jafnan vel á eftir og má því telja, að það eigi allverulegan þátt í framkvæmd þess máls þó fleiri öfl væru þar að verki. Þá var berklavarnarmálið mjög vandlega rætt og að lokum sam- þykt áskorun til Alþingis um að setja milliþinganefnd í málið. Náði sú tillaga samþykki Alþingis og eru því þaðan runnin hin núgild-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.