Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 16
78 LJhKNAB LAÐ IÐ Þaö sýndi áhuga lækna fyrir ]?eim. Geröi nokkrar athugasemdir vi'ö ræöu Siguröar Magnússonar og Óskars Einarssonar. Hann kvað það ekki tilætlun að Vífilsstaðir yrðu stækkaðir fyrir lungnaberkla, heldur til þess að losa aðra spítala við útvortisberklasjúklinga, sem þar lægju; og tækju upp rúm fyrir sjúklinga með acut. sjúkdóma. Stækkunin væri fyrst og fremst til þess að centralisera varnirnar. Kvað rnikla nauðsyn á að hjálpa berklaveikum, sem útskrifuðust. Örorkulögin hjálpa dálítið, en ekki nóg. Viðvíkjandi upplýsing- um Helga Tómassonar i gær, um styrk frá Rochefeller Foundation tók ræðumaður fram, að hann hefði fengið alt annað „Motiv“ fyrir neitun sem sé, að styrkir væru í augnablikinu veittir til annars en berklaveikisrannsókna. (H. T. kvaðst hafa sínar uppl. milliliðalaust). Berkíapróf væru ekki ný hér á landi, heldur byrjuð fyrir mörgum árum, t. d. Raufar- höfn 1934 og Isafiröi 1935. Þetta mál væri þess vegna vakandi. Hvað því viðviki að héraðs- lækna skorti mentun, að 4 mánaða kursus í Röntgendeild Landspít- alans sé of stuttur, þá sé því til að svara, að það sé ekki tilætlun að héraðslæknar verði faglæknar í berklum, heldur geti greint það grófasta í þeim efnum. Röntgen sé aðeins hjálpartæki. Ræðumað- ur skýrði einnig nokkur atriði í erindi sínu, sem virtust hafa verið misskilin af fundarmönnum. Umræður urðu nokkuð langar um þessi mál og töluðu þeir Sig- urður Magnússon, Óskar Einars- son og Sigurður Sigurðsson allir að nvju. Þar sem untræður snérust um fleira en til umræðu var, þá verða þær ekki raktar hér. Var þá gengið til atkvæða um frambornar tillögur. Tillögu Óskars Einarssonar um að kjósa 3ja manna nefnd til að vinna með nefnd sjúklinga Reykja- hælis að berklamálefnum, var vís- að til stjórnarinnar, eftir tillögu fundarstjóra. Hinni tillögu hans um útsendingu stúdenta o. fl. var samkvæmt tillögu fundarritara vísað til berklayfirlæknisins. Hvorutveggja var samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Þá var borin upp tillaga próf. Sigurðar Magnússonar, sem áður er lýst og var hún samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Loks var borin upp svohljóðandi tillaga frá Guðmundi Karli Pét- urssyni: „Aðalfundur L. í. 24. júní 193S telur tillögur berklayfirlæknisins um berklavarnarstöðvar í öllum héruðum landsins mjög þýðingar- miklar og mælir eindregið með iþeim“. Samþykt með öllum greiddum atkvæðum. 2. mál. Kosið i nefnd eftir tillögu Guð- mundar Hannessonar próf. og Sig- urðar Sigurðssonar, sem áður er lýst. Kosningu hlutu: Magnús Pétursson með 24 atkv. Valtýr Albertsson með 21 atkv. Sigurður Sigurðsson með 19 atkv. Þórður Edilonsson með 15 atkv. Kristinn Björnsson með 13 atkv. 3. mál. Stjórnarkosningar: Kosið var eftir hinum nýju lögum, hver stjórnarmaður fyrir sig, en vara- stjórnin sameiginlega. Kosningu hlutu: Formaður: Magnús Pétursson með 31 atkvæði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.