Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1938, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.11.1938, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYICJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGITÓMASSON, JÓH. SÆMUNDSSON, JÓN STEFFENSEN 24. árg. Reykjavík 1938. 7. tbl. ... Sexualhormon-lækningar á kvensjúkdómum. Eftir Árna Pétursson lækni. Fyrirlestur fluttur i L.R. þann 12 maí 1937. Háttvirtu fundarmenn! Umtalsefni mitt hér í kvöld er: SexualhormonmeÖferS á gynæko- logiskum sjúkdómum. ÞaÖ er tvent, sem ég þegar í staÖ vil biðja velvirÖingar á. HiÖ fyrra er það, ef vera skyldi að þetta efni hefÖi verið á dagskrá í félag- inu nýlega, en um það hefir inér láðst aÖ spyrja formann félagsins. jægar ég gaf kost á erindinu, en sjálfur ókunnugur því, sem hér hefir fariÖ fram siÖustu árin, þar sem ég af sérstökum ástæðum hefi ekki getað sótt félagsfundi nú um all-langt skeið; Hið siðara er ])að. að ég get ekki farið langt út í einstök atriði þeirr- ar meðferðar, sem ég ræði um, Tieldur vil ég reyna að benda á Tielstu leiðarlínur hormon-meðferð- arinnar. Er tvent sem veldur þessu; ann- ars vegar það, að ég hefi sjálíur með mínu takmarkaða materiale svo litið upp á að bjóða, að naumast er hægt að draga nokkrar ályktan- ir af því (á því þarf ég þó ekki að biðja afsökunar, sjúkrahússlaus fátækralæknir í Reykjavik, þar sem grónir gynækologar stóru landanna hafa jafnvel af litlu að státa enn sem komið er), og hins vegar það, að þessi grein læknisfræðinnar, þó í örum vexti sé og góðum viðgangi, er enn svo ung, að tæplega mun vera hægt að tala um neinar ,,nor- mal methóður" í þessum lækning- um. Hér er alt á byrjunarstigi, læt- ur hylla undir mikla möguleika — er interressant. Það segir sig því sjálft, að ég hefi við samningu þessa erindis orð- ið að sækja fróðleik minn í þau rit um þessi efni, sem ég hefi komist yfir, og skal þá þegar með þakk- læti minnast vinar míns, dr. med Ebbe Brandstrups, sem hefir ver- ið mér innan handar hvað þetta snertir, sent mér bæði frumsamið eftir sjálfan sig og svo rit annara höfunda, sem um þetta mál hafa fjallað. Það, sem fyrst liggur þá fyrir, er að glöggva sig á biologi hinna kvenlegu kynfæra. athuga verkanir sexualhormonanna á þau og revna síðan að mynda sér skoðun á því, hvernig þau skuli notuð til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.