Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1938, Qupperneq 5

Læknablaðið - 01.11.1938, Qupperneq 5
LÆKNAB LAÐ IÐ 99 arforði slímhúSarinnar vera heppi- legur fyrir hreiðrun eggsins, og því hafa menn kalla'ð þetta sekretions- tímabil prœgravida skciðið. Frjóvgist konan, ummyndast slímhúðin og verður að dccidna gra- viditatis, en frjóvgist hún ekki, rýrnar þessi prægravida slímhúð, það verður invasion af leucocytum i hana, kjarnar kirtilfrumanna detta í sundur eða leysast upp, það opn- ast kapillærur og funktionalis des- qvamerast smátt og smátt. Það kem- ur blæðing, mcnstruation. Þetta er mcnstruationsskciðið. — Svo er mál með vexti, að menstruationsblæð- ingin er ekki blæðing per diapede- sin, heldur blæðir i gegn um opn- aðar æðar á desqvamationssvæðinu. Hið eina, sem getur fært manni heim sanninn um, að um menstrua- tionsblæðingu sé að ræða, er það, að histologisk rannsókn leiði í ljós, að tjásur af prægravid slímhúð séu í blóðinu. Þetta hefir mjög niikla þýðingu, þegar um er að ræða hvort blæðing, orsökuð af hormonpræ- parötum, sé menses eða ekki. Alenses vara að öllurti jafnaði í 4—5 daga (menstruationsskeið ute- rin-slímhúðarinnar). Hæmostase verður á svipaðan hátt og hæmo- stase post partum. Rytmiskir sam- drættir í legvöðvunum, aukinn ton- us í honum; við það minkar blóð- sókn að endómetríinu; samtímis minkar lika cavum uteri, sárfletirn- ir leggjast hver að öðrunt og æð- arnar komprimerast. Loks epithe- lialiserast legholið frá kirtlunum, og er þá menstruationinni lokið eftir vikuna, eða í hæsta lagi 8 daga, og hefst þá nýtt proliferationstímabil. Wienarmennirnir Hitschmann og Adler lýstu þessum lögmálsljundnu breytingum, sem eiga sér stað í endómetríinu og taka 4 vikur (28 daga). Það var 1907 og 1908. Síð- ar sýndu þeir Robert Mayer og Ro- bert Schröder fram á, að þessir tveir cyklusar, uterin-cyklusinn og ovariali cyklusinn, svara nákvæm- lega hvor til annars, þannig, að pro- liferationsskeið endometríisins svar- ar til þroskunarskeiðs follikulsins í ovariinu, sekretionsskeið endo- metriisins til corpus luteum-skeiðs- ins í ovaríinu og að menstruations- skeiðið hefst um leið og corpus lute- um fer að hrörna. Þessi paralellism- us er svo áreiðanlegur, að histolog- arnir leika sér að því að segja til um það, á hvaða skeiði i cyklus sínum ovaríið er, er þeir hafa skoð- að stykki úr endometríinu. Orsökin til þessa parallellismus- ar er, eins og eg liefi tekið fram, sú, að ovariið stjórnar breytingun- um í endometriinu með hormónum sínum. Östrinið, folliculus-hormon- ið, veldur proliferationsskeiðinu, corjuis luteum-hormonið sekretions- skeiðinu og minkun þeirra áhrifa eða corpus luteum eyðingin men- struationsskeiðinu. Það er því ovari- al-cyklusinn, sem er dominerandi, en uterini-cyklusinn dependerar af honum. Þá kemur spurningin um það, hvað valdi ovarial-cyklusinum, hvort orsökin til hans sé í egginu sjálfu. Þetta er talsvert umþráttað efni. Það eru margir, sem hafa haldið því fram — einkum Þjóðverjar. Það er „das Primat der Eizelle", sem þeir hafa haldið fram, þ. e. a. s. að það sé eggið sjálft, sem valdi þroskun á folliculus, valdi ])ví, að hann brestur, að corpus luteum myndast, — corpus luteum, sem deyr og hverfur, ef eggið ekki frjóvgast, en lifir áfram sem corp- us luteum graviditatis, ef eggið nær að frjóvgast. Á síðari árum hefir Westman í Lundi sýnt fram á, með dýratil- raunum, að ólíklegt sé, að nokkur hormonal áhrif stafi frá ófrjóvg-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.