Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1938, Síða 9

Læknablaðið - 01.11.1938, Síða 9
LÆKNAB LAÐ IÐ 103 cundær amenorrhea, þar sem ekki er hægt að konstatera neina pri- mæra orsök hennar, og maður verð- ur því að gefa starfsemistruflun hjá hypofusunni, eða sjálfu ovarium, sökina. Það, sem maður vill fram- kalla með hormonmeðferð í þess- um tilfellum, er: 1) fullkominn uterin cyklus, sem endar með tíða- blæðingu og 2) víxlverkun á milli ovariisins og hypofysunnar þannig, að að lokinni meðferðinni komi spontant reglulegar blæðingar, sem haldi svo áfram meðalalaust. Það er þó nokkuð langt síðan að mönnum tókst að framkalla uterinan cyklus hjá tilraunadýrum. En 1933 publiseraði Kauffmann í Charité-sjúkrahúsinu i Berlín hið fræga tilfelli sitt, þar sem hann kom á stað menstruation hjá konu, sem mörgum árum áður hafði verið kastreruð vegna ovarialtumora beggja megin. Hann hafði verið alllengi að prófa sig fram með hækkandi hormonskamta við þessa konu, en það var ekki fyr en hann fór upp í 210.000 músaeiníngar af östrini i 21 daga og síðan 35 kan- ínu-einirigar af luteohormoni á viku. að hann fékk endometriið hjá henni á typiskt sekretionsskeið. f næstu tilraun jók hann svo skamtinn upp i 320.000 ME af östrini og 90 ME af luteohormoni, en þá fékk hann hka 3ja daga blæðingu, sem mikro- skopiskt var sannað að var men- struation. Þessi tilraun Kauffmanns hafði afarmikla þýðingu og vakti feikna athygli, og af henni varð séð, hví- Jíka óhemju þurfti af hormonun- um, til þess að koma á stað men- struation hjá konu, sem svift hafði verið eggjastokkkunum. Kauffmann skiftir primær amen- -orrhea i tvo flokka, eftir því, hvort um er að ræða hypoplasia genitalis «ða ekki. Þegar hypoplasia er, þá byrjar hann meðferðina á því, að gefa eingöngu östrin í 3 mánuði, til þess, eins og hann orðar það, að „imitera hina vegetativu funktion ovariisins". Við það vex og stækk- ar uterus, vagina og tubae. Síðan kemur hann með sitt „menstruation- skema“, sem er i því fólgið, að hann á 3 vikum gefur 200.000—300.000 M.E. af follikúlini og síðan 7 KE af luteohormoni á dag í 5 daga. Af 10 tilfellum af primær amenorrhoe -j- hypoplasia genitalis hjá honum, fékk hann i 6 tilfellum uterus til að stækka og verða normal að því lejdi, en í hinum 4 tilfellunum fékk hann engan árangur, þrátt fyrir stórar inngjafir. Hjá eiriurii sjúk- lingi af 10 sá hann eina spontan menstruation, eftir að meðferð var lokið. 1 2 tilfellum af primær am- enorrhoe þar sem ekki var að ræða um hypoplasia, gat hann hvað eftir annað framkallað histologiskt sannaðar menstrualblæðingar, en þær hættu aftur þegar meðferð- inni var lokið. Eftir þessu að dæma virðist ekki vera glæsilegs árang- urs að vænta í þessu efni enn sem komið er. Kauffmann skýrir frá 16 tilfell- um með secundæra amenorrhoe Þessum sjúkl. hefir hann gefið, sumum aðeins östrin, öðrum bæði östrin og luteohormon. f 4 af þess- um tilfellum hefir hann getað feng- ið fram spontan regul. menses mánuðum saman eftir að meðferð var lokið. 1 öðrum 4 tilfellum var hægt að fá fram cyklus, en blæð- ingar hættu aftur eftir að hætt var að gefa præparötin. Hjá nokkrum hluta tilfellanna gaf hann aðeins östrin og fékk fram menstruation hjá sumum sjúkl. og í einu tilfelli fékk hann eftir 20 mánaða amenorrhoe blæðingu og litlu siðar intrauterin graviditet hjá sama sjúklingi.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.