Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1938, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.11.1938, Qupperneq 10
104 LÆKNAB LAÐIÐ Prognosis virÖist, eftir þessu, vera allmikiÖ betri við sekundær amenorrhoe, meÖ þessari meðferð, heldur en viÖ primær amenorrhoe. En það er hún líka þó ekkert sé gert. En um það lier víst öllum saman, að prognosis er því lakari, sem amenorrhean hefir varað lengur. Nú er það alment álitið, að gen- uin amenorrhoe stafi af hypofunk- tion hjá ovariinu og hypofysunni. Eftir því virðist „Menstruations- skema" Kauffmanns ekki vera ra- tionel meðferð á þessu ástandi, þar sem ovarialhormonin verka lamandi á starfsemi hypofysunnar, lætur ovariið eiginlega afskiptálaust, en verkar mestmegnis á uterus og en- dometríið. Menn hafa þó haldið því fram (einkuin Clauberg) að enda þótt ovarialhormonin lami um stundarsakir starfsemi hypofysunn- ar (á meðan á inngjöfum þeirra stendur), þá komi eftir á kompen- satorisk hyperfunktion hjá hypo- fysis og aukin íramleiðsla pars-an- teriorhormonanna. Þess vegna hafa aðrir reynt að gefa þessum sjúkl. hvorttveggja — bæði ovarialhormon og pars anteriorhormon. Þannig fékk Westmann í Lundi fram blæð- ingu i öðru tilfellinu af tveimur við primær amenorrhoe, með því að gefa prolan og follikulin. Hann ráðleggur að gefa 3000 RE af prol- an og 90.000 ME af folliculus-hor- móni á einum rnánuði við prirnær anrenorrhea. Westmann fékk lika á- rangur í tveinr tilfellum af 5 af secundær amenorrhoe. í þeinr til- fellum ráðleggur hann að byrja með follikulingjöfum, en bæta svo við prolani, ef ekki dugir. Eg verð að játa það, að eg hefi ekki neitt að segja um þessar lækn- ingar við amenorrhoe frá eigin brjósti. Eg hefi verið óheppinn með materiale síðan hormonpræparötin komu til sögunnar. Mér hefir hald- ist illa á sjúklingum þeim, sem eg hefi reynt til við. Þeir vilja hætta og þykir þetta of dýrt að leggja út í. Eg hefi í allt náð í 4 sjúk- linga. Ein er með primæra amenorr- hea, 3 með secundæra. Sú primæra fór frá mér og eg hefi ekki séð hana i rneir en ár. Ein af þeim secundæru vill heldur vera hjá öðr- um lækni, og er það vel. 2 hefi eg nú undir kúr, en get ennþá ekk- ert sagt um, hvaða árangur verður af þessu. Önnur þeirra hefir nú ný- skeð menstrúerað, eftir 17 mánuði, en hin er steingeld ennþá. En í sambandi við þetta langar mig til að segja frá einum sjúk- lingi, sem eg fékk fyrir ca. 7—8 árum, utan af landi. Hún var 27 ára, fullkomlega meðalkvenmaður á vöxt, ekkert sérlega grönn, frem- ur hraustleg sveitastúlka. ekkert ó- greindarleg. En hún virtist vera gersamlega infantil hvað genitalia snerti. Engin pubeshár, vulva eins og á barni, ekki vottur af brjóst- urn, engin hár í axilla. Hún sagðist engar kynhvatir hafa, þótti piltar ekkert meira spennandi en stúlkur, hafði meira gaman af rímum en danzi. Við rectal exploration fanst mér uterus vera rnjög lítil, ekki stærri en fingurköggull. Fólkið sendi hana hingað vegna þess, að það var hrætt við hennar amenorrhoe. Hún hafði auðvitað aldrei menstruerað. Eg gaf henni kirtlapræparöt og sendi hana til Jóns heitins Ivristjánssonar í dia- thermi. Hún var hér svo í þessum kúr á 3. mánuð og kom jafnaðar- lega til mín. Það ótrúlega skeði, að það fóru að koma svolítil brjóst á hana, turgor í labia majóra, hýjung- ur á pubes. Rétt áður en hún fór héðan, fékk hún einhverja örlita

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.