Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1938, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.11.1938, Qupperneq 11
LÆ K N A B LAÐ I Ð 105. sekretion per vaginam. Ekki veit eg hvort það voru menses. Hún sagði að sér liði miklu betur en áður. Eg hitti Jón kollega á götu nokkru seinna og þakkaði honum fyrir stúlkuna. Hann sagði: „Þetta er helv. mangél paa dannelse.“ Kvöldið eftir að hún kvaddi mig, sá eg hana í Nýja Bíó með pilti, ánægða á svip. Hún lofaði að skrifa mér um framhaldið á þessum bata, sem við héldum að væri, en hún hefir svikið það. Eins og áður er sagt, er amenorr- hea stundum samfara hypoplasia genitalis. En stundum kemur það fyrir, að maður við exploration sér eða finnur greinilega hypoplasia, enda þótt tíðir séu í fínasta lagi. Dysmenorrheá getur verið, en þó er það ekki allt af. I surnum til- fellum af sterilitas og dysmenorr- hea finst ekkert abnormt annað en hypoplasia, og liggur þá nærri að kenna henni unt þetta. Þessi tilfelli eru upplögð fyrir hormonterapia. Það er sannað, að follikulushormon veldur vexti og hyperæmi í uterus, tubae og vagina. Maður prófar sig bara áfram með skamtinn. Maður gefur 2000—3000 ME. á mánuði per os, til að byrja með, og getur svo farið hærra, ef með þarf. Þó kvað koma fyrir tilfelli, þar sem meðferðin bregzt, svo það er bezt að lofa ekki of miklu. Þá kem eg að hormonmeðferð á ovariprivu ástandi konunnar. Þeg- ar funktion ovarianna skennnist eða eyðileggst, koma í ljós, eins og rnenn vita, hin svonefndu hrottfalls- einkenni, Ausfallserscheinungen, Bortfaldssymptomer, eða hvað það nú heitir. Þau verða því svæsnari sem konan er yngri þegar hún verð- ur fyrir þessu, því meiri sem lae- sionin er, með því skjótari hætti sem hún verður. Minst fær þetta á konuna við normalt klimakterium, meira við Röntgenkastration, en mest þó við operativa kastration. Þó er þetta mjög individuelt: „jede Frau erlebt das Klimakterium, das- ihrer lvonstitution entspricht" (Wiesel). Þau einkenni, sem koma i ljós hjá konunni undir þessum kringumstæðum, eru sumpart troph- isk, sumpart vasonrotorisk og sum- part psykisk. Trofisku einkennin eru þau. að vagina, vulva, uterus og tubae atro- fiera. Liða-affektionir og adipositas má e. t. v. líka reikna sem trofisk einkenni. Atrofian á genitalia bend- ir ótvírætt til þess, að um follikulin- vöntun sé að ræða. Vasomotorisku einkennin eru hér um bil allt af til staðar í þessu ástandi konunnar, og eru „hitakóf- in“ þar mest áberandi. Hitakófin eru fremur andstyggilegur hlutur, eftir því sem sumar konur lýsa þeim. Hitabylgjan skellur alt í einu yfir herðar, háls og höfuð þeim, stuncíum með allmiklum svita, hjartslætti, hálfgerðum svima og „ótugtar eyðilegheitum“, eins og það heitir á þeirra máli. Þessi hita- kóf standa yfir i 1—2 minútur, og þegar þetta endurtekur sig 1—2svar á hverri klukkustund, allan sólar- hringinn, þá er það engin smáræðis ,,gené“ fyrir aumingja manneskj- una. Oft fylgir þessu auk þess handadofi, höfuðverkur, einkenni- leg kuldatilfinning og jafnvel hyper- tension, sem þá kemur í ljós, þó ekki hafi verið áður og hverfi síð- ar. — Psykisku einkennin geta verið margvísleg, og fer ég ekki út i það frekar. — Það er sannað, að genitalatrofian stafar af follikulinskorti, en hitt vita menn ekki með vissu, af hverju vasomotorsku einkennin stafa. Þó er ýmislegt, sem bendir til þess, að orskarinnar sé að leita hjá hypo-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.