Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1938, Síða 12

Læknablaðið - 01.11.1938, Síða 12
io6 LÆKNABLAÐIÐ fysunni. Vi'Ö kastration verÖur hy- pertrophi á eosinofilu frumunum í hypofysunni og hypersekretion af gonadotropu hormoni, — sem sanna má meÖ þvaganalýsum. Það hefir veriÖ sýnt fram á, að þessar breyt- ingar í hypofysunni eigi rót sina að rekja til skorts á follikulini; með því að gefa sjúkl. nægilega mikið af follikulushormoni, hverfa þær — og vasomotorisku einkennin líka. — Með þessu er þá líka komið að kjarnanum, — að það er hægt að vinna bug á flestum einkennum þessara „Ausfallserscheinungen“, með því að gefa follikulushormon. Það er byrjað með 2000—3000 M.E. á dag pr. os, og þá aukið við ef með þarf. Reglan er sú. að nota ekki hormonmeðferð, nema brýna nauðsyn beri til, og gefa það minsta sem komist verður af með. Svo þarf að smáminka skamtinn, því að ekki er hægt að vera að þessu enda- laust, heldur þarf konan að venj- ast sínum hormon-skorti. Hún værður að hafa það. — Kauffmann gat framkallað uter- inan cyklus hjá kastreraðri konu og skyldi maður þá halda, að best væri að gefa follikulushormon og luteohormon þessum klimaktersku sjúkl. En þegar það er athugað, að ein slík menstruation myndi hlaupa á hundruðum króna, með því verð- lagi, sem er á þessum præparötum nú, og svo hitt, að litil eða engin von er um graviditas, þó óskað væri eftir því, þá er varla að búast við að það verði praktiserað. — Eg hefi notað þessa aðferð við þó nokkra sjúklinga og með sæmi- legum árangri (eða góðum) í a. m. k. 7 skifti. Eg hefi notað ovex og klimovex til skiftis. En eg gæti hugsað, að í þeim tilfellum. þar sem árangurinn hefir ekki verið nógu góður, sé það af því. að eg hafi ekki farið nógu hátt í dosis. Eg hefi nú lítillega minst á þá kvensjúkdóma, sem hafa það sam- eiginlegt, að þar er um minkaða follikulin-framleiðslu að ræða. Eg kem þá að þeim liðunum, þar sem nóg er af follikulini — en skortur eða alger vöntun á luteohormoni. Þá er það fyrst hin glandulœra hypcrplasia, sem lýsir sér með acykliskum blæðingum. Oft hefir áður verið lengri eða skemri amen- orrhoe. Kliniskt getur þetta líkst mjög corpus cancer, submucösum myom- um, endometritis post abortum og polypum, en ómögulegt að diagnos- tisera sjúkdóminn með vissu nema mikroskopiskt. Það er auðvitað mál, að það er tilgangslaust, að nota hormonmeðferð við hina sjúkdóm- ana, sem eg taldi upp og þessum líkjast ,og við cancer væri það auk þess óverjandi. En til þess ætti heldur ekki að koma, því að, eins og eg sagði, verður þetta ekki dia- gnostiserað öðru vísi en með abrasio og histologiskri rannsókn. — Við mikroskopi á uterin-slimhúðinni hjá jtessum sjúklingum, sést þykt endo- metrium, svampkent. með mörgum og óreglulegum kirtlum. Kirtlarnir eru dilateraðir, oft cystiskir og hyperplastiskir. Frumur þeirra eru háar. cylinderfrumur, þéttar hver upp að annari og allar á prolifera- tionsskeiðinu, sem svarar til folli- kulus-þroskunarskeiðsins í ovariinu. Robert Schröder sýndi fram á það 1915, að ovariin i ])essum hyper- plasi-sjúklingum höfðu enga corpo- ra lutea, en flest höfðu á hinn bóg- inn cystiska >folliculi. Hann kom fram með þá tilgátu, og rökstuddi hana þá og síðar, að sjúkdómurinn orsakaðist af því, að folliculus Jiroskaðist, en brysti ekki, og því gæti ekki myndast corpus luteum. Ovulation yrði ekki, — heldur folli- culus persistens, með sistarfandi

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.