Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1938, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.11.1938, Qupperneq 14
io8 LÆ K NA B LAÐ I Ð Það er rétt að geta um þá a'Ö- ferð, sem Clauberg fyrstur fann upp og notaði við hyperplasisjúk- linga, enda þótt hún hafi tæplega nokkra verulega praktiska þýðingu fyrir okkur hér (það skyldi þá vera helst á sængurkvennastofnun Land- spítalans), en það er transfusion af hlóði vanfærra kvenna i sjúkling- ana. Það er líka hormonmeðferð. Blóðið er tekið úr konum á 4.—7. mánuði meðgöngutímans, en þá er talið að það hafi að geyma mest af gonadotropu hormoni — luteinis- eringarhormoni. Eg minnist rétt á jietta. Eg hefi því miÖur aldrei gert til- raun með hormonterapia við þess- um sjúkdómi. Eg hýst við, að ég hafi þó nokkuð oft fengið sjúk- finga með hyperplasia glandularis, því það er víst ekki svo fátíður sjúkdómur. En hæði er það, að hingað til hefir ekki verið svo mik- ið gert að histologiskum skoðunum á útskrapi frá minum sjúklingum, nema þar sem mér sérstaklega hef- ir fundist ástæða til vegna cancer- hættu og svo hitt, að manni verður á að grípa til curettunnar og láta þar við sitja, nema alt ætli vitlaust að verða og þá að senda sjúkling- ana til Claessens. Býst ég við, að reynt verði að hafa augun hetur hjá sér i fram- tíðinni, hvað þessu við kemur, fá áreiðanlegri diagnosis og gefa svo prolan eða antex og þætti mér gott. ef einhver læknir, sem rækist á sjúkling af þessu tagi og nenti ekki að hafa fyrir honum, gæfi mér hann. (Þetta eru aðeins tilmæli, en ekki beint sníkjur). Eg kem þá að síðustu að ahortus habitualis og abortus immincns. — Það er ekki ósennilegt, að lutein- skortur geti að einhverju leyti ver- ið orsök í því, að sumar konur lenda í þvi dauðans basli, að geta ekki fætt af sér lifandi hörn og ýmist abortera eða fæða svo löngu fyrir tímann, að ekkert gagn verður að þessu. En hvernig sem á þessu stendur, hvort sem það er skortur á corpus luteumshonnoni eða E- vitamin-skortur, sem er þessa arna valdandi, þá vitum við það, að corpus luteumhormon verkar róandi á legvöðvann, minkar tonusinn og getur þvi komið að gagni, a. m. k. með öðrum ráðum. — Eg þarf ekki að lýsa öllum þeim vonhrigðum og óþægindum, sem abortus habitualis veldur konunni og heldur ekki þeim feginleik og hrifningu, sem hún læt- ur í ljós, ef hún loks fæðir lifandi og heilbrigt liarn. Mér virðist líka, að mönnum beri saman um, að rétt sé að reyna hormon-meðferð í þess- um tilfellum. Eg hefi á síðustu árum haft þrjú tilfelli sjálfur og eitt tilfelli að auki, sem ég hafði veður af, en Sig. Sig. fékk til meðferðar. Min tilfelli voru þannig, að kon- urnar voru 24—31 árs gamlar og ekkert athugavert að finna að tveim- ur þeirra, hvorki gynækologiskt eða annað. Ein hafði retroflexio uteri, þegar ég sá hana fyrst, annars hraust. Tvær höfðu ahorterað þrisvar á 2.—4. mánuði. Sú 3. hafði aborterað 4 sinnum á 2. og 3. mán. Engin þeirra hafði eignast full - burða barn. — Tvær þeirra voru farnar að blæða þegar mín var vitj- að, önnur þeirra hafði þá fengið allmikla gusu, líkt og áður hafði verið hjá henni við aliortus. Sú 3. fékk aldrei neina blæðingu um meðgöngutímann. Meðferð mín var fólgin i luteo- hormongjöfum -f- E-vitamin-gjöf- um. Eg hafði áður látið apótek panta fyrir mig promonta-præpar- atið (vitamin E. promonta). Eg notaði lutex „Leo“ og gaf 1—5 K. E. stundum daglega, stundum ann-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.