Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1938, Síða 15

Læknablaðið - 01.11.1938, Síða 15
LÆ K NA B LAÐ I Ð 109 an hvorn dag til að byrja með, en strjálaði sprauturnar þegar fór að líða á meðgöngutímann og gaf þá aðeins lutex, ef nokkur blæðingar- vottur sýndi sig, en svo var í tveim- ur af þessum tilfellum. Tveimur af þessum konum gaf ég E-vitamin frá því mín var vitjað til þeirra og út meðgöngutímann. . Þeirri 3. gaf ég E-vitamíntöílur allan með- göngutímann og það var sú, sem aldrei blæddi neitt hjá í þetta skift- ið. Þessar þrjár konur fæddu allar fullburða börn. Eg sat yfir tveim- ur þeirra. Ein fæddi, að mig minn- ir. á Landspítalanum. Konan, sem Sig. Sig. hafði, var víst búin að abortera 5 eða 6 sinn- um. Eg vissi til þess, að hún fékk eitthvað af lutex, en fæddi fyrir tímann litinn strákketling. sem þó liíði. Ekki veit ég hvort hún hafði fengið E-vitamín, held helst ekki. Eg er helst á því, að kombineruð luteohormonmeðferð og E-vitamín- meðferð við abortus halútualis og abortus imminens sé nokkuð góð, og vildi leyfa mér að ráðleggja læknum að reyna hana, (það er af- ar þakklátt verk, ef vel gengur). Eg hefi nú aðeins drepið á það helsta, sem mér finst niáli skifta fyrir okkur í þessu efni. Mér er Ijóst, að framsetning minni er að mörgu leyti ábótavant og grautarlegri en ég hefði kosið. En þar um veldur margt. — Það er samt af þessu auðséð, að hor- mon-lækningum er, enn sem komið er, í gynækologiunni markaður þröngur hás, en þarna eru þó kom- in lyf, sem geta ýmist hjálpað hinni vegetativu funktion eggjastokksins eða komið í staðinn fyrir hana. Árni Pctursson. Tuberkulinpróf, og hreinsað Tuberkulin. Frá því að Koch kom með tu- berkulinið (1890). hafa margar breytingar og aðferðir verið reynd- ar á því og tuberkulinprófunum, til þess að gera þau sem handhægust og öruggust. Þessar aðíerðir hafa hver haft sína kosti og galla. Pircjuet-prófið hafði þá kosti að notað var sterkt tuberkulin (t. d. Alttuberkulin styrkleiki 1.7), sem þoldi vel geymslu og prófið var gert í einu lagi, jafnvel þó notuð væri fleiri en ein tuberkulinþynning. En við samanhurð á Pirquet- og Man- toux-prófi, með stigandi tuberkulin- skömtum, sýndi sig að Pirquet var ófullnægjandi, eða aðeins svarandi til Mantoux með 1/100 mg. af standard tuberkulini. Pirquet-próf- ið er nú smám sáman að detta úr ■sögunni. Moro-prófið er einfalt og hand- hægt, enda allmikið notað sem fyrsta tuberkulinpróf og er vinsælt m. a. íyrir það, að það er sársauka- laust. Reaktionirnar eru venjulega glöggar og ótvíræðar og á börnum innan 12 ára er Moro öllu næm- ari en Pirquet. Eftir negativt Moro-próf verður þó ekki komist af án þess að halda áfram með Mantoux, fyrst með 1/10 mg. og dugi það ekki, ]>á 1 mg. Mantoux-prófið hefir þá höfuð- ókosti, að það getur verið tíma- frekt og tuberkulinþvnningarnar halda sér mjög illa. ef þynnt er með phenol-saltvatni, eins og venja er til. Hins vegar má Mantoux telj- ast fullnægjandi, einnig hjá tuber- kulin negativum, ef prófað er með stígandi skömtum, 1/100, 1/10 og 1 mg., i nýjum þynningum. Af þessum tuherkulinprófum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.