Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 8
n8 LÆKNABLAÐIÐ ir ekki yfirstigiö sjúkdóminn, svo er t. d. viö chroniska malaría. Aörir sjúkdómar, sem einnig geta gefiö monocytosu yfir lengri tima eru: hægfara sepsis, lues og berklar. Á eftir ruðningsstiginu kemur endurl^ótastigiö eöa „die lympho- zytáre, eosinophile Heilphase“, eins og v. Schilling nefnir þaö (frá 10. degi á mynd i). Kliniskt svarar þaö til rekonvalescenz. Lík- aminn er þá búinn aö yfirstíga in- fektionina og farinn aö endurbæta þaö sem úr sér haföi gengið í bar- áttunni. Þetta stig stendur oftast nokkuö lengi og blóömyndin breytist seinfara í eðlilega mynd. Einkennandi fyrir endurbótastigið er fjölgun á lymfocytum meö meira eöa minna af ungum lym- focytum — stórum lymfocytum — svo nefnd „postinfektiöse Lymp- hozytose". Eosiniofilju frumunum fer þá að fjölga aftur og neutrofilu frumunum fækkar. Yfirleitt er það prognostist gott teikn þegar eos- inofilu frumunum fer aö fjölga. Við kroniskar frekar góðkynja in- fektionir s. s. prolif. cirrh. tuber- culosis og fokalinfektionir, helst lymfocytosa oft mjög lengi. Þannig löguð typisk reaktion hv.blfr. við infektion, eins og hér hefir verið lýst fylgir sérstaklega akutum bólgum s. s. lungnabólgu, appendicitis, cholecystitis, abscess, lymfangitis, peritonitis, sepsis, ennfremur erysipelas, polyarthri- tis rheumatica, meningokokkmen- ingitis , diphtheri o. fl. Sumum akutum infektionum fylgir leuko- peni, en baráttustigið kemur þó samt greinilega fram í hinni miklu fjölgun (bæði relativ og absolut), sem verður á stafkjarna-frumun- um, en aftur nær reaktionin venju- lega ekki til enn yngri forma af leukocytunum s. s. ungfruma og myelocyta (sjá töflu 2). Þannig löguð blóðmynd bendir til hrörn- unar á mergnum og er þvi nefnd degenerativ blóömynd. v. Schilling kallar hana „stabkernige Verschie- bung“, en á islensku mætti kalla hana hrörnunar stafkjarnabreyt- ingu. Fjölgun á stafkjarna-frum- unum, hvort sem það er nýniynd- unar- eða hrörnunarformið, er á þýsku nefnd „links Verschieliung" en eg nefni það stafkjarnabreyt- ing. Hrörnunar-stafkjarnabreyt- ing kemur við mjög svæsnar in- fektionir og er þá merki um mjög slæmar horfur; ennfremur við taugaveiki, mörg form af inflú- enzu, mislinga, febris undulans og „Maltafieber“. Eg tel rétt aö geta hér nokkru nánar blóðmyndarinnar við tyþhus þar sem hún getur komið að mjög miklu haldi við greiningu á þeim sjúkdómi, sérstaklega fyrir lækna, sem eru þannig settir, að þeir eiga ekki völ á serum reaktion eða ræktun. Leukocyta-reaktonin viö typhus er þannig, aö allra fyrst í sjúkdóminum er nokkur leukocyt- osa, en hún stendur stutt, og sjúkl. þá venjulega ekki oröinn teljandi veikur. Svo að læknir hefir ákaflega sjaldan tækifæri til að taka blóðmynd á þessu stigi sjúkdómsins. En skyldi svo vilja til að læknir væri sóttur til sjúkl. á fyrsta veikindadegi og hann hefði grun um taugaveiki. og blóðmynd sýndi leukotosu, þá er rétt að endurtaka rannsóknina daginn eftir og ef ennþá er leuko- cytosa, þá eru litlar líkur til að um taugaveiki sé að ræða. Þegar þessari stuttu leukocytosu ■ sleppir tekur við leukopeni með aneosino- fili og helst það ástand meðan á sjúkd. stendur, nema um komplikat- ionir sé að ræða, s. s. abscess, sem gefur leukocytosu. Aneosinofili er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.