Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1940, Side 14

Læknablaðið - 01.07.1940, Side 14
88 LÆKNABLAÐIÐ gangsefni, sem brugðist hafi að nýrun losuöu blóöið viö, og veröur því slept að ræða um það hér. Þegar það sýndi sig, að þær fræðikenningar, er leituðu upptak- anna að hypertonia í vessum líkam- ans, voru ekki fullnægjandi, fóru menn að leita orsakanna til sam- dráttar „arteriolanna" í taugakerf- inu. Menn gerðu t. d. ráð fyrir að blóðþrýstingsstillistöð í med. oblongata eða heilastofninum yrði fyrir ertingu um skör fram. 0- sannað er* þetta samt lika. Móti því mælir m. a., að hin viðkvæma önd- unarmiðstöð truflast ekki af hyp- ertoni. Hcring gerði sér í hugar- lund, að um áhrif frá sinus carotic. væri að ræða, en menn hafa ekki heldur fallist á það. Árangur að- gerða í lækningaskyni á n. syrnpa- thicus benda að vísu á áhrif frá ósjálfráða taugakerfinu, en líklega er þar aðeins um eitt atriði af rnörg- um að ræða. Öllu fremur virðist það ráða úr- slitum, hvernig maður er gerður, ]). e. eðlisfar persónuheildarinnar. Á það bendir sú staðreynd, að hy- pertonia kemur óvenjulega oft fyr- ir í sumum fjölskyldum og stund- um þegar á tiltölulega ungum aldri. Þekking á þessu varðar miklu, eink- anlega til varúðar. Hún á að gefa tilefni til þess, þegar maður reyn- ist hafa hypertonia, að rannsaka líka aðra í fjölskyldunni, þótt heil- brigðir virðist — eins og tiðkað er í baráttunni við berklaveikina. Það skal þó ])egar tekið fram, að menn mega raunar ekki gera sér alt of miklar vonir um árangur af slikri l>aráttu til að stemma stigu fyrir sjúkdómnum, því að eins og áður er sagt, eiga þær skaðsemdir dag- lega lífsins, sem varnarbaráttuna verður að heyja við, hér ekki jafn- mikinn hlut að máli og áður var ætlað. Hvorki lues, nikotin, alkohol eða coffein o. s. frv. valda út af fyrir sig hypertonia, en geta að vísu stuðlað til þess að maður sýk- ist af henni, ef hneigðin til þess er fyrir hendi. Sama er yfir höfuð um sálarlífið að segja: órósemi, hraði o. þ. h. gera sjúkdóminn áreiðanlega verri. Það gerir líka þá athugun skiljan- lega, aS hypertonia er aðallega sjúk- dómur mentuðu stéttanna svo nefndu, og velur einkanlega úr menn i ábyrgðarstöðum, er lifa ó- reglubundnu lífi. Þessu skyld er sú athugun, er anterískir sálkönnuðir hafa gert fyrir skemstu, að hér er aðallega að ræða um menn með bældum geðshræringum, er að ytra útliti eru rósemin einber. Hér ber alt aö sama brunni, þeirn, að full- yrða má, að hypertonia er ekki sjúkdónrur neins liffæris, heldur merki um sérstakt andlegt og lík- amlegt eðlisfar. Þetta leiðir til þeirrar spurning- ar, hvort hypertonia sé þá í raun réttri sjúkdómur, sem gerlegt sé eða nauðsynlegt að reyna lækning- armeðferð við. Eg álít, að því beri hiklaust að játa, því að þótt hyper- tonia sé orðín að nokkurskonar tiskusýki, sem leikmenn eru oft ó- þarflega hræddir við, þá er þó hér um all-alvarlegt samsafn sjúk- dómseinkenna að ræða. Þetta taka t. d. allar líftryggingarstofnanir nteð í reikninginn: Menn með hyperto- nia eru annaðhvort trygöir með hækkuðum iðgjöldum, eða þá alls ekki, vegna þess að langlifishorfur þeirra eru verri en annara. Svo sem kunnugt er, eru menn með hyper- tonia nefnilega í þrenskonar hættu Hjartabilun, nýrnabilun og herni- plegi. Það er skylda læknisins, að koma i veg fyrir þessar hættur, er vofa yfir starfshæfni og lífi sjúk- linga með hypertoni, að svo miklu leyti sem auðið er.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.