Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1940, Síða 16

Læknablaðið - 01.07.1940, Síða 16
90 LÆKNABLAÐIÐ unutn á mætti þeirra til aS losa líkamann viÖ vatn og föst efni (Wasser- und Konzentrationsver- such) og með augnrannsókn, sem aÖ vísu er alt of sjaldan gerÖ. Oft- ast nær mun mega fá áreiðanlega sjúkdómsgreiningu „ambulant" með þessu móti, og það munu ekki verða nema fáir einir, sem þarf að láta liggja á sjúkrastofu til athugunar. Eru það einkum sjúklingar með einkenni, er af ýmsu geta stafað, svo sem Pals köst (Pal’schen Kri- sen), Sahlis háþrýstistiflu (Sah- lischer Hochdruckstauung), Asth- maköst að næturlagi, pseudouræmi og því um likt. Þegar sjúkdómurinn hefir verið greindur, svo að örugt sé, er næst fyrir hendi að leysa úr því, hvort og að hve miklu leyti sé ráðlegt að beina meðferð sinni gegn hin- um mikla bló'Sþrýstingi.Menn hafa t. d. sagt, að hækkun blóðþrýstings- ins sé hagkvæm varúðarráðstöfun, sem ekki beri að trufla. Þetta er að nokkru leyti rétt. Menn reyna heldur ekki æfinlega að lækka sótt- hita, en að vísu gera menn það, ef hætta stafar af honum. Og af blóð- þrýsting, sem er of hár að stað- aldri, stafa hættur þær, er áður var minst á. Það er erfiðara að vinna bug á háþrýstingi, sem lengi hefir verið og e. t. v. er orðinn að föst- um vana (fixiert) heldur en á þeim, sem er á lágu stigi og rétt að byrja, og vér vitum, að margur slikur byrjandi háþrýstingur fer stöðugt hækkandi, er stundir lí'ða. Þa'ð þarf þvi ekki að taka til meðferðar sér- hverja sniávægilega blóðþrýstings- hækkun, sem vel getur verið a'ð batni af sjálfu sér, en að vísu ber að hafa á henni gætur, einkanlega ef sá, er hlut á að máli, á í ætt sinni fólk með vanda fyrir háan blóðþrýsting, og ef þar hefir horið meira á því, að fólk fengi heila- slag á tiltölulega ungum aldri en annars gerist. Sjúkl. spyrja oft um, hvað sé eðlilegur blóðþrýstingur. Til þess að svara því, má notast við hina kunnu reglu (formulu) Peters: T(ension) = xoo -j- A, og er þá A látið þý'ða aldurinn fram yfir 20 ár. Vitaskuld eru þarna eng- in skörp takmörk, hvorki að ofan eða neðan. Enda þótt eg sé þannig meðmælt- ur virkri lækningameðferð, þá er eg samt mótfallinn því, að hún sé virk um of. Umfram alt má aldrei keyra blóðþrýstinginn niður með ofbeldi alt í einu. Eg hefi séð það oft valda miklu tjóni, t. d. hæmi- paresis, er bersýnileg afleiðing af blóðskorti í heilanum. Ekki er eg heldur ginkeyptur fyrir blóðtökum, nenia sérstök ástæða sé til, svo sem byrjandi bjúgur i lungum, asthma cardiale og e. t. v. hægfara hemi- plegi. En um það, hvort rétt sé að taka blóð við þvi sjúkdómsein- kenninu,ersíðast var nefnt, greinir menn á, síðan það varð kunnugt, að orsökin til hemiplegi í hypertoni er ekki sú, að heilaæð rofni, heldur skemdir í æðaveggjum af næring- arskorti, sem leiða af sér blóðvætl (diapedesis) gegnum þá. Eg hefi ekki heldur nokkurn tima orðið var við langvinna lækkun blóðþrýstings af völdum blóðtöku, ekki einu sinni þótt mikið blóð hafi verið tekið. Oft hefi eg veitt því eftirtekt, að blóð- þrýstingurinn hefir verið kominn í sanit lag eftir nokkrar klukku- stundir. Mesta áherslu af öllu í meðferð á hypertoni, legg eg á það, að róa sjúklinginn með ítarlegu viðtali. Til stuðnings má nota hin alkunnu taugaróandi lyf (nervina). Samfara lyfinu, sem í eru brom og valeri- ana, gef eg oft og einatt litla lu- minal-skamta nokkrum sinnum á dag, og má þá gefa nokkru stærri

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.