Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1940, Síða 18

Læknablaðið - 01.07.1940, Síða 18
92 LÆKNABLAÐIÐ öndunaræfingakerfi hefir jafnvel veriÖ búiÖ til í því skyni, að nota þaÖ til lækninga þessum sjúkling- um. Að endingu skal drepið stuttlega á skurðaðgerðir við hypertonia: Svo sem kunnugt er veldur sym- pathectomia periarterialis því, að æðar, sem með skurðinum eru los- aðar úr sambandi við sympathicus, verða víðari, og sú víkkun getur orðið varanleg. Hún hefir því oft verið gerð með góðum árangri við æðakrampa og yfirvofandi útlima- drep. Við athuganir á þessu hafa einkum amerískir skurðlæknar stuðst, er gert hafa skurðaðgerðir á N. sympath. til að lina herping- inn i smæstu slagæðunum (arteri- olæ), og telja þeir sig hafa fengið góðan árangur. Stungið hefir ver- ið upp á tveim mismunandi aðferð- um: f Mayo-klinikinni eru stór stykki tekin úr báðum stofnstrengj- um n. sympath. Enskir skurðlækn- ar mæla með því, að skera stykki úr Nn. splanchnici og taka gang- lion coeliacum og efstu lenda- taugahnútana burtu um leið. Einu skurðlæknir hefir notað þessa að- ferð við 250 sjúklinga með góðum árangri, að hann segir; hún á þó þvi aðeins við, að hypertoni sé ekki orðin rótgróin (fixiert). Sjálfur hefi ég enga reynslu um þessar að vísu nýstárlegu og merki- legu handlæknisaðgerðir. — En þær minna mig um of á þær skurðaðgerðir á ósjálfráða tauga- kerfinu, sem látið var mikið af fyrir nokkrum árum við angina pectoris, en nú er aftur orðið hljótt um. Eg er einn i hópi þeirra efa- gjörnu manna, sem hyggja, að þess- ar róttæku aðgerðir séu óþarfar, þegar hypertonia er væg, en gagns- lausar, þegar hún er orðin gömul i hettunni og þung. Er líklega rétt- ast að bíða átekta, uns frekari reynsla um árangur er fenginn, og einkanlega um það, hvort hann verður til frambúðar. Ritskrá. Ekki er aúðið að skrá hér yfir- lit yfir allar hinar fyrirferðarmiklu bókmentir um hypertonia. f þess stað skulu hér talin fáein rit og yfirlitsgreinar frá siðustu tímum, og er þar einnig að fjnna frekari tilvísanii' um bókmentir þær, er hér að lúta. E. Kylin (Jönköping): Die „Hyper- tonie-Krankheiten“. Berlín. J. Springer 1930. K. Fahrenkamp: „Wesentliches u. Alltágliches vom Herzkranken". Ludwigshafen. Knoll 1936. Árni Arnason: „Apoplexie u. ihre Vererbung". Act. Psych. et Neu- rolog. Suppl. VII. 1935. A. Dumas: „Tension artérielle.". Xouveau Traite 'de Medicine. Fasc. X. Tome III. Paris. Mas- ^ son 1933. F. Munk: „Ober Arteriosklerose, u. genuine Hypertonie. Erg. d, inn. Med. u. Kinderheilkunde 22. Bd. R. Blum: „Das Krankheitsbild der genuinen Hypertonie". Erg. d. inn. Med. u. Kinderheilk. 35. Bd. „High Blood Pressure". British Med. J. 1939, okt. 14. F. Volhard: ,.Die Behandlung des Hochdrucks". Fortschritte d. Ther. 1939 Nr. 12. H. O. Mosenthal: „The Medical Treatment of Hypertension". J. Amer. Med. Ass. 1940, No. 16. Cfighton Bramwell: „Blood Pres- sure and its Estimation". The Lancet 1940, Jan. 20. og 27. Winchell McK. Craig: „Hyperten- sion. A Consideration of its sur-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.