Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 18
LÆKNA B LAÐ IÐ !56 umhverfis þaÖ, er hann hóstar eða hreyfir sig'. Hreyfingarnar hæta blóÖrásina, varna æðastýflum og vöÖvarýrnun. A. S. gefur ])essar reglur: A i.—2. degi: Brjóstöndun, hóst- un og kviðvöðvahreyfingar æfðar. Öndunin dýpkar og slim hóstast upp- A 3.—4. degi er fyrrnefndum æf- ingum haldið áfram. ByrjaÖ að æfa fætur. Sjúkl. hreyfir sjálfur. á 4.—5. degi. Fyrrnefndar hreyf- ingar auknar. Farið að hreyfa höfuð og handleggi. á 6. og 7. degi. Æfingunum haíd- ið áfram. Farið að hreyfa bolinn. .4 8.—14. degi æfir sjúkl. þrisv- ar á dag. Ekki er það óliklegt að þetta geti stundum að gagni komið, en það skiptir líka miklu máli -hvernig bú- ið er um sjúkl. Sé að óttast erfiðan hósta og uppgang, er það ráðlegt að láta sjúkl. liggja á herðadýnu, og hafa örugga viðnámsdýnu undir lærum og hnéshótum. (l.ancet 19. febr. '44). G. IL. Smávegis. Læknaannáll ársins 1943 verður ekki birtur i þessum árgangi, svo sem venja er til undanfarin ár. þar sem hann er þegar kominn út í viðbæti við bók- ina Læknar á íslandi. Var hjúkrunarkonum gleymt? I 7.—8. tbl. Lbl. telur frú Sig- ríður Eiríksdóttir að hjúkrunar- stúlkurnar hafi „gleymst", er Lands- spitalinn var byggður. Því fór fjarri..Ætlast var til að byggt yrði sérstakt hús fyrir þær og aimað starfsfólk. Ríkisstjórnin hafði falt- izt á það, en efndi ekki það loforð. Þá setti hún og stólinn fyrir dyrn- ar. viðvíkjandi stærð s])ítalans. Það var rói'Ö öllum árum að ])ví að gera liann nokkru stærri og fullkonmari, en reyndist ófáanlegt með öllu. G. H. Leiðrétting. 1 7.—8. tbl. 29. árg. Læknabl. í grein Ól. Lárussonar, um tréspiritus- eitrunina í Vestmannaeyjum. hefur komist inn villa sem ínenn eru vin- samlega beðnir að leiðrétta. Þar stendur á hls. 107 i efstu línu 2. dálki: ..Undir hádegi á sunnudag," en á að vera ..Undir hádegi á im'uut- dct(j.“ Vanskil. Það kemur fyrir að kvartað er við ritstjórnina um vanskil á Lækna- blaðinu. Þeir læknar sem fyrir van- skilum verða eru beðnjr að senda skrifstofu Félagsprentsmiðjunnar línu og taka fram hvaða tölublöð vantar og mun þá fljótlega verða úr því l)ætt. ef ekki er um að ræða eldri og uppgengna árganga. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f.. Reykjavík. Simi 1640. Pósthólf 570. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.