Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 155 ur en dælt er í þá, geta veikst allt að 31 degi eftir serumgjöf, en síðan veikist enginn, frá 31. til 50. dags eftir serumgjöf. Eftir þeirri revnslu, sem á ís- landi hefir fengizt, má nola serum í fernum tilgangi: 1. Til þess að draga úr veik- inni hjá þeim sem eru veiklað- ir eða mega af einliverjum á- stæðum, t. d. vegna atvinnu sinnar, illa við því að liggja i mislingum. Þá er gefinn minni skammtur en líklegl er að full- nægi til að koma i veg fyrir veikina. Menn veikjast þá vægt, liggja stutt, með tiltölulega lág- an hita, en verða ónæmir á eftir. 2. Til þess að forðast veik- ina algerlega meðan faraldur gengur yfir. Þessa aðferð getur þurft að nota við berklaveik l)örn og ýmsa aðra sjúklinga, einkum með berkla. Enn frem- ur getur verið ástæða til þess að vernda ófrískar konur, eink- um ef j)ær eru veikar fyrir. Þá Jiarf að gefa nægilega stóran skammt, 1.5 cc fyrir livert ald- ursár og fullorðnu fólki 0.5 cc per kg. líkamsþunga. Þennan skammt þarf að endurtaka á mánaðarfresti. 3. Æskilegast er að nota mislingaserum til jæss að verja börnin, en gera þau jafnframt ónæm. Það er gert með því að láta barnið smitast af einhverj- um, sem er með mislingakvef, láta síðan líða 5 daga, en dæla á 6. degi í barnið tvöfalt fleiri cc. af mislingaserum en barnið er gamalt í árum. Gefa t. d. 5 ára barni 10 cc. Þá hefir misl- ingavirus náð bólfestu í líkama barnsins, nægilega til að fram- kalla varanlegt ónæmi, en mis- lingaserum slær veikina niður, svo að ekkert verður úr henni. Barnið verður með þessu móti ónæml án jjess að fá sýnilega mislinga. Með þessu móti þarí' ekki nema eina serumgjöf og er jmð mikils virði, því að oft er serum af skornum skammti, svo að erfitt er að endurtaka serumgjöf margsinnis í sama faraldri. 4. Loks má nota serum til lækninga, eins og N. D. sýndi fram á með dæmum frá ís- landi.. Urðu allmiklar umræður um mislingavarnir á eftir þessu erindi og tóku rnargir til máls. T. d. vissu menn ekki áður að mislingaserum gæti komið að gagni til lækninga og hvergi höfðu menn haft jafnmikla reynslu af mislingaserum og á íslandi. Ýmsir létu í ljós hræðslu við að nota mislinga- serum vegna hættn á serum- gulu. N. D. skýrði frá því að ekki væri kunnugt um eitt ein- asta tilfelli af serumgulu á Is- landi. Sérstakan áhuga fyrir misl- ingavörnum sýndu Danir og Canadamenn. Svo virðist sem mislingar geri miklu meiri usla

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.