Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 16
156 LÆKNABLAÐÍÐ í norðlægum löndum en ann- ars staðar «g liaí'a þeir geisað sem skæður faraldur meðal Eskimóa i Grænlandi og Norð- ur-Canada. Á þessari ráðstefnu voru saman komnir færustu scr- fræðingar í vörnum gegn næm- um sjúkdómum, svo að ráð- stefnan varð mjög lærdómsrik fyrir alla þátttakendur. Þótti hún takast sérlega vel, vera vel undirbúin bæði frá bendi Heil- brigðisstofnunarinnar (WHO) og þátttakenda. Menn lcynntust bver öðrum og lærðu margvís- lega innig i einkasamtölum milli funda, og það því fremur sem beita mátti að allur bópur- inn væri innilokaður í sama búsi allan daginn, því að fundir voru haldnir í stúdentalieimili, þar sem hádegisverður var snæddur á staðnum, svo að menn þurftu ekki að fara út úr búsinu daglangt. Öll erindi og allar uniræð- ur var tekið upp á segulband og verður gefið út í heild af WHO. Frá Itrhnum Árni Björnsson, cand. med., hefur fengiS leyfi til að stunda almennar lækningar hér á landi. Leyfisbréf lians var gefið út 10. ágúst 1953. Þórarinn Guðnason hefur verið viðurkenndur sérfræðingur í hand- lækningum. Leyfisbréf hans var gefið út hinn 3. okt. 1953. Jón Hannesson, cand. med., hefur fengið leyfi til að stunda almennar lækningar liér á landi. Leyfisbréf dags. 2. okt. 1953. Baldur Jónsson, cand. med., hefur fengið leyfi til að stunda almennar lækningar hér á landi. Leyfisbréf dags. 20. okt. 1953. Björn Guðbrandsson. Ileilbrigðis- málaráðuneytið hefir h. 5. apríl 1954 gefið út leyfisbréf handa Birni Guðbrandssyni, cand. med & chir., til þess að mega stunda almennar lækningar liér á landi, og enn frem- ur leyfisbréf til þess að mega starfa sem sérfræðingur í barnasjúkdóm- um. Námsferill Björns að afloknu læknisprófi frá Háskóla íslands var sem liér segir: Kandidat, Lands- spítalanum 1945—1940. Kandidat, St. Lukes Hospital New Bedford, Massachusetts, Bandaríkjunum 1940 —1947. Aðstoðarlæknir New York Foundling Hospital, New York, 1947—1948. Aðstoðarlæknir Childr- en’s Hospital, Washington D.C. 1948 —1950. Embættispróf í læknisfræði i Maryland 1940, og í Washington sama ár. Einnig almennt læknapróf í Illinois 1953. Lauk sérfræðinga- prófi og fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í Bandaríkjunum 1952. (skriflegt í Hiroshima Japan, munn- tegt i júni 1952 i San Francisco. Björn hefir nú opnað lækninga- stofu í Reykjavik. Uppprentun úr Læknablaðinu er bönnuð nema að fengnu leyfi höfunda. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.