Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1980, Side 8

Læknablaðið - 15.03.1980, Side 8
42 LÆK.NABLADID Slíkt var þó mjög erfitt að lesa úr sjúkraskrám, en við komumst þó næst pví, að um 43 % allra sjúklinga leitaði læknis innan priggja mánaða frá byrjun einkenna, 25 % leituðu læknis milli 3ja og 6 mánaða, eri um þriðjungur leitaði ekki læknis fyrr en að hálfu ári liðnu eða meir. Erfitt er að finna sambærilegar tölur, en þær sem við höfðum náð til samanburðar sýna, að mjög svipað er um pessi mál víðast hvar, og íslenskar tölur voru mjög líkar pessum (11). Tafla 2. Stadsetning ristilkrabbameins. Coecum............................... 13% Ascendens.............................. 8 % Transversum............................ 5 % Descendens............................. 8 % Sigmoideum ............................ 19 % Rectum og á mótum sigmoideum og rectum 46 % Tafla 2 sýnir staðsetningu á æxlum í ristli í Örebro og er hún mjög lík og annars staðar í heiminum. Tölur frá Malmö (1), amerískar tölur (3, 8, 12) og enskar (3, 12) eru mjög svipaðar, og einnig pær íslensku, og virðist pví sem staðsetning æxlanna sé nokkuð einhlít hvar sem er, pótt tíðnin sé mismunandi. í pessu sambandi má einnig hafa í huga pá staðreynd, að yfir helming æxlanna má ná með fingri eða endaþarmsspegli (rectoscopi). Medferd Sú meðferð, sem beitt var í Örebro er sýnd í töflu 3. Tafla 3. Meðferd á krabbameini í ristli og enda- parmi. Engin aðgerð .............................. 10% Palliativ aðgerð............................. 27 % Rectumamputation .......................... 12% Fremri resektion............................. 10 % Aðrar colonresektionir (segmental resections)............................... 37 % Stomi — resection innan 1 mán................. 4 % Gagngerð aðgerð (operation for cure) var pannig reynd í 63 % tilfella. I Malmö-skýrslunni (1) voru bætandi að- gerðir reyndar í 66.6 % tilfella, engin aðgerð var gerð í 7.7 % og fróunaraðgerðir (palliati- var) voru gerðar í 23.5 % tilfella. Athyglisvert er hér einnig, hversu líkt er ástatt í heiminum í þessum málum. í tölum frá London (3), par sem um ristilkrabba er um að ræða og ekki endaþarmsæxli, sjáum við, að af 3094 sjúklingum var gagngerð aðgerð reynd í 46.2 % tilfella og fróunaraðgerð gerð í 23.3 %. í peim tölum vekur einnig athygli, að svo virðist sem engin aðgerð eða yfirleitt nokkur meðhöndlun hafi verið reynd í 22 % af þessum rúmu prjú púsund sjúklingum. Amerískar tölur, sem við höfum fundið, eru í heild mjög svipaðar. íslenskar tölur (11) eru einnig mjög líkar, par sem gagngera aðgerð tókst að gera á 62 % sjúklinga. A dgerða rda uði Næst lá fyrir að athuga aðgerðardauða (oper- ative mortality). Við miðuðum pá við 20 daga eftir aðgerð, en víðast hvar annars staðar eru skilin, að hefð, sett við 30 daga. Við fundum þá, að aðgerðardauði hjá okkur var um 17 % og er pá miðað við allar aðgerðir, bæði gagngerar og fróunaraðgerðir. Helmingur sjúklinganna dó vegna fylgikvilla í blöðrásarkerfi og öndunarfærum og helming- ur dó vegna staðbundinna fylgikvilla frá sárum, svo sem sýkingu (infektion), sauma- gliðnun, lífhimnubólgu og því um líku. Við fundum pá að aðgerðardauði hjá okkur var nokkru hærri en venjulegar tölur, bæði frá Malmö og eins sambærilegar tölur frá Ameríku (8, 10) og Englandi (3). í Malmö var aðgerðardauði 9.7 % og af þeim sem fóru í skyndiaðgerðir var aðgerðardauði um 42 %, en við undirbúnar aðgerðir dóu 7.2 % aðgerð- ardauða. í Malmöskýrslunni getur pess einnig, að aðgerðardauði eftir brottnám á ristli var 7.6 %, við fremri resektionir um 6 % og við abdomino-perineal resektionir (Miles operati- on) um 5.9 %. Dauðaorsakir par virtust pær sömu og hjá okkur. Við fundum pó í skýrslu frá Ameríku, þar sem Sawhney og Kambouris í Detroit (8) höfðu rannsakað 93 sjúklinga með krabba- mein i hægra ristli að par var aðgerðardauði um 14.7 %. Okkur fannst þetta nokkuð há tala og kom í Ijós, að 13 sjúklingar höfðu daíð af peim hópi og er fróðlegt að sjá hver bana- mein voru: Tveir dóu úr kransæðastíflu, tveir höfðu fengið lungnarek (embolia pulm), þrír höfðu dáið úr lifhimnubólgu vegna leka á sam- skeytum, einn hafði dáið úr blóðeitrun (sepsis), einn úr hjartabólgu (myocardit), einn úr lungnabólgu, einn úr hypoglycaemisku losti, einn vegna blóðsega í heila og einn úr hjartsláttaróreglu. Mér fannst rétt að taka þessi dæmi um pá

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.