Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1980, Síða 9

Læknablaðið - 15.03.1980, Síða 9
LÆKNABLADID 43 dauðamöguleika sem um er að ræða. Einnig er fróðlegt að sjá, hvaða fylgikvillar koma til sögu, en hjá þeim fengu i9% garnalömun, 15 % sársýkingu. Margvíslegir fylgikvillar frá hjarta og lungum voru í 17 %, garnastíflur eftir aðgerð í 13%, fistlar mynduðust eftir 6 % aðgerða, sár höfðu opnast í 4 % tilfella og 3 % höfðu fengið bláæðabólgu. Hjá Goligher í Leeds (3), þar sem gerðar höfðu verið 445 fremri resektionir vegna krabbameins í endaþarmi, höfðu sex dáið úr lífhimnubólgu, níu höfðu fengið lungnarek, átta dáið úr kransæðastíflu, sex úr lungna- bólgu. Tveir höfðu fengið ígerðir í pelvis, einn dáið úr losti og tveir höfðu dáið án þess að hægt væri að greina dánarorsök. Eg nefni þessa upptalningu og tölur til að menn geti séð, hverra fylgikvilla er að vænta og hversu oft er erfitt að vinna bug á þeim. Þessar tölur vekja einnig til umhugsunar um þá möguleika sem, þrátt fyrir allt, eru til, sérstaklega þegar um valdar aðgerðar er að ræða. Á ég þar við undirbúning og eftirmeðferð. Okkar tiltölulega háu aðgerðardauða-tölur gáfu okkur tilefni til að athuga betur okkar gang og höfum við því breytt undirbúningi sjúklings fyrir aðgerð, eins sjálfri aðgerdar- tækninni og kannski öðru fremur, eftirmeð- ferð og nákvæmni i þeim tilgangi að vera vel á verði gagnvart fylgikvillunum og mæta þeim eins fljótt og kostur er. ÁRANGUR Þá er komið að síðasta þætti þessarar töluupp- talningar og kannske þeim sem er mikilv.ægast- ur, og þar er um að ræða, hvernig tekist hefur að lækna sjúklinga með krabbamein í ristli. I skrifum um þessi efni er sú háttbundin venja, að miða við hversu margir sjúklingar eru á lífi eftir fimm eða tíu ár og er oftast talað um »5 year survival« og ég mun á eftir kalla 5 ára lífslengd. Við athugun okkar hér í Örebro fundum við að 5 ára lífslengd allra sem fundust með krabbamein í ristli þessi tvö ár, sem athugunin náði yfir, var 30% og af þeim sem fundust 1965, höfðu 17 % 10 ára lífslengd. Af þeim sem höfðu krabbamein í ristli, einungis, án sjúk- dóms í endaþarmi, voru 34 % á lífi eftir 5 ár, og af þeim sem höfðu krabbamein í endaþarmi 24 % eftir 5 ár. 10 ára lífslengd krabbameins í ristli, fráskilinn endaþarmur, var 21 % og í endaþarmi 12 %. Þessar tölur voru síðan leiðréttar með tilliti til 5 ára lífslengdar þeirra sem voru 70 ára og er slík tala normalt 81 %. 10 ára lífslengd í sama aldurshópi er normalt einungis 58 %. Við samanburð á tölum annarra höfunda fundum við að svipað var ástatt og hjá okkur með nokkrum undanteknigum þó. í skýrslu Sawhney og Kambouris í Detroit (8), sem ég gat hér að framan, varðandi 93 sjúklinga með krabbamein í hægra ristli, var 5 ára lífslengd 32.2 %. í Malmö-skýrslunni er 5 ára lífslengd á öllum með krabbamein í ristli og endaþarmi 35.5 %. Séu þessar tölur leiðréttar með tilliti til eðlilegrar lífslengdar (corrected survival) var talan um 45.9 %. Svo virðist sem verri horfur séu á lífslengd sjúklinga með krabbamein 1 endaþarmi en við krabba annars staðar í ristli. Ef Malmö-tölunum (1) er skipt niður í «cancer coli« og »cancer recti« var 5 ára lífslengd sjúklinga med cancer coli 42 % en cancer recti 36.9%. 10 ára lífslengd cancer coli 34,4 %, cancer recti 19 %. Leiðréttar tölur miðað við normal lífslengd voru: Cancer coli á lífi eftir 5 ár, 53.4 %, cancer recti 47.1 %. Eftir 10 ár cancer coli 68.9% og cancer recti 32.8 %. í Malmöskýrslunni (1) getur einnig þess, að þeir sem aðeins nutu fróunar-aðgerðar, voru að sjálfsögðu flestir dánir eftir 5 ár og er 5 ára lífslengd þeirra aðeins 2-3 %, en 5 ára lífslengd þeirra sem gengust undir gagngera aðgerð (operation for cure) var 58.9 % og eftir 10 ár voru 48.3 % á lífi. Að sjálfsögðu er lífslengd sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi að mestu komin undir þvi, hversu langt sjúkdómurinn er á veg kominn, og er þá ekki einungis átt við tímann frá greiningu til hugsanlegrar aðgerð- ar, heldur virðist hér um að ræða hraðavöxt sjálfs æxlisins, staðsetningu þcss og tegund. Það er því engan veginn einhlítt, að því fyrr sem sjúklingur komist til aðgerðar eftir að sjúk- dómurinn er greindur, því betri séu horfur. Hins vegar gildir hér auðvitað sú regla, að því fyrr sem sjúklingurinn er greindur, því stærri líkur til bóta. Það virðist vera sameiginlegt flestum skýrslum um þessi mál, að ef ná megi til sjúklinga í Duke’s A-grúppu, þ.e. nánast carci- noma in situ, séu nær allir á lífi eftir fimm ár. í Malmöskýrslunni (1) segir, að við Dukes B- grúppu hafi 76.9 % verið á lífi eftir 5 ár miðað við leiðréttar tölur, (corrected survival) og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.