Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1980, Page 10

Læknablaðið - 15.03.1980, Page 10
44 LÆKNABLADID 84.1 % eftir 10 ár. í Dukes C-grúppu eru samsvarandi tölur 44.5 % eftir 5 ár og 47.4 % eftir 10 ár. Pessi árangur er að engu leyti merkilegur og auðvitað í beinu samræmi við þá erfiðleika að finna sjúklinga með krabbamein á svo lágu stigi sem Dukes A- og B-grúppu, par sem slíkir sjúklingar eru oftast með öllu einkennalausir. Goligher segir í bók sinni (3), að peir sem gengust undir gagngera aðgerð á árunum 1950 til 1961 í Birmingham, en pað voru 3094 sjúk- lingar, voru 42.3 % á lífi eftir 5 ár og miðað við leiðréttar tölur 52.1 %. Þeir sem einungis gengust undir fróunarað- gerð, dóu flestir, en 3.1 % voru á lífi eftir 5 ár, en pað voru 1557 sjúklingar. Af öllum pessum sjúklingum með krabbamein í ristli, voru þannig 20.5 % á lífi eftir 5 ár og leiðrétt tala 27.0 %. Fróðlegt er að sjá, hvernig pessir hlutir hafa gengið fyrir sig frá sögulegu sjónarmiði og eru til nákvæmar tölur frá Ameríku, frá Prespitarian Hospital í New York (3), milli áranna 1916 og 1945. Af öllum sjúklingum með krabbamein í ristli milli áranna 1916 og 1920 voru 5.9 % á lífi eftir 5 ár. Milli 1921 og 1925 22.9 % og sú tala helst óbreytt fram til áranna 1936 til 1940 að hún hækkar í 32 % á lífi eftir 5 ár og milli 1941 og 1945 er talan 30.8 % á lífi eftir 5 ár. Það virðist pví sem möguleikum tii lækn- inga á þessum sjúkdómi hafi ekki fleygt fram s.l. 30 til 40 ár svo neinu nemi. Hvað viðvíkur krabbameini í endaþarmi, getur Goligher (3) pess, að í Englandi virðist tala þeirra sem voru á lífi eftir 5 ár vera nokkuð jöfn frá ári til árs nú um langt skeið, eða rétt undir 50 % miðað við leiðrétta tölu. Styður hann sig þá við tölur frá St. Marks Hospital, en pað sjúkrahús fæst að mestu við sjúkdóma í endaþarmi og ristli. Á árunum 1928 til 1952 er meðaltal peirra sem lifðu yfir 5 ár með krabbamein í enda- parmi 48.3 % og þegar pessi tala er leiðrétt, verður hún 57.4 %. Virðist petta vera einn besti árangur sem getið er í skýrslum, pegar farið er í gegnum skrif um pessi efni. Ekki má skilja svo við pessa upptalningu, að ekki sé getið frábærs árangurs sumra, og ber par kannske hæst Rubert B. Turnbull (10) við Cleveland klinikkina í Ohio. Sjálfur gerði hann að 664 sjúklingum með svokallaðri »no- touch« aðferð sinni, sem er í pví fólgin að forðast preifingu og puklun á æxlinu par til blóðrás að og frá þeim hluta ristils sem nema skal brott, hefur verið stöðvuð og bundið fyrir ristilinn ofan og neðan æxlis og honum pannig lokað. Af öllum pessum sjúklingum lifðu 50.7 % eftir 5 ár. Hann bar þetta saman við undirmenn sína og aðra skurðlækna á þeirri stofnun og peim eftirlét hann aðgerð á 232 sjúklingum með krabbamein í ristli, og voru þá á lífi aðeins 34.8 % eftir 5 ár. Af þeim sem Turnbull gerði gagngerar aðgerðir á, og þegar sú tala hafði verið leiðrétt, voru 81.6 % á lífi eftir 5 ár. Ekki er grunlaust um að hann hafi valið sjúklinga sína mjög vel. Ég hef nú gerst nokkuð langorður um árangur vinnu okkar skurðlækna sem fást við þessa hluti og mér finnst, að ekki sé að ástæðulausu, því allar hinar mismunandi tölur sýna, að pó nokkur mismunur er á og eru þar sjálfsagt margir pættir valdandi. Þá almennu ályktun má pó draga, að því fyrr sem sjúklingur er greindur, pví mun betri árangur fæst. Helstu vandkvæðin virðast því þau, að finna petta fólk nógu fljótt, og kemur par til, eins og áður er sagt, einkennaleysi sjúkdómsins í byrjun. Bestar horfur eru hjá þeim, sem sjúkdómurinn finnst hjá við al- rnenna skoðun eða nánast fyrir tilviljun. Málin standa pví þannig í dag, að því er best verður séð, að pegar sjúklingar fá krabba- mein í ristil, virðist mega bjarga 30-40 % af öllum þeim, sem æxli finnast hjá, og að því er varðar krabbamein í endaparmi eingöngu, virðist mega lækna um tæplega helming allra tilfella og er pá miðað við 5 ára lífslengd. SAMANTEKT Ég mun nú í örstuttu máli draga saman helstu ályktanir sem hægt er að draga af því, sem hér er á undan sagt. Tíðni krabbameins í ristli virðist vera nokkuð jöfn frá ári til árs og virðist pessum sjúkdómi ekki fara fjölgandi. Víðast hvar í vestrænum löndum, par sem athuganir hafa verið gerðar, hefur tíðnin verið nálægt 40 til 50 ný tilfelli á ári af 100 þúsund íbúum. í Svípjóð virðist talan vera nálægt 50 af 100 púsund íbúum. Landfræðilega virðist tíðnin vera miklu minni í suðrænum ríkjum og vanþróudum og virðist par mataræði og umhverfismál mestu máli skipta. Þess ber að geta, að íslenskar tölur sýna, að tíðni er lægri á íslandi en annars staðar í hinum vestræna heimi. Hins vegar virðist sjúkdómurinn hafa aukist par nokkuð hin síðustu ár.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.