Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 13
LÆKNABLADID 45 Etiologia pessara sjúkdóma er enn ókunn, en flestir virðast sammála um, að hún sé háð umhverfismálum og þar sem neytt er trefjaríkr- ar fæðu og þar sem gegnumferðartími (passa- ge) er hraður, virðast vera mun færri tilfelli og um lægri tíðni að ræða. Milli kynja virðist sjúkdómurinn nokkuð jafn og hvað aldur varðar, virðast flest tilfelli finnast í sjúklingum um eða yfir 60 ára aldur. Þó ber að hafa í huga, að sjúkdómurinn kemur fyrir í mun yngra fólki og hefur jafnvel fundist í börnum og unglingum. Flest æxlin virðast sitja í neðri hluta ristils og í endaparmi og ber að undirstrika, að yfir helming peirra má ná með fingri eða rectosco- pi. Greining verður best gerð á hefðbundinn hátt með ristilmyndatöku og rectoscopi. Einkennin eru pví miður mjög væg eða jafnvel engin í byrjun og fyrstu einkenni oftast almenn, svo sem magnleysi, preyta, lystarleysi og pyngdartap. Breytingar á hægðavenjum og blóð í hægðum skyldi alltaf athuga rækilega með tilliti til pessa sjúkdóms. Hvað aðgerðum viðvíkur, er rétt að benda á nauðsyn radikalitets, og er mest tíðkað hemicolektomiur, eða miðhlutun, og einnig ættu menn að velta fyrir sér »no-touch« aðferð Turnbulls. Við krabbamein í endaparmi er hin sígilda Miles-aðferð algengust, pegar um lágt sitjandi æxli er að ræða, en fremri resektion kemur vel til greina við hærra sitjandi æxli. Góð regla er kannske, að pegar vel næst til æxlis með fingri, sé vafasamt að reyna fremri resektion. Við krabbamein í endaparmi má einnig reyna hringvöðva-spar- andi aðgerðir með svokallaðri »pull through« aðferð, einnig kennd við Loyd Davies. Má einnig nefna geislameðferð og pá einkum hina athyglisverðu aðferð Papillon í Frakklandi (7) og síðast lyfjameðferð (cytostatica). Undirbúningur er mikilvægur og beinist fremst að vörnum gegn fylgikvillum, svo sem sýkingu. Vökvagjöf par sem tillit er tekið til orku, vatns- og saltparfar ásamt vítamínum og sporefnum, ristilhreinsun með tvegga daga úrgangslausu fæði og ristilhreinsun með stól- pípugjöf fyrir aðgerð. Til varnar sýkingu gefum við sýklalyf strax fyrir og undir aðgerð og notum til pess penicillin (Imacillin) og metronidazol (Flagyl). Eftirmeðferð er mjög mikilvæg, bæði frá líkamlegu og sálarlegu sjónarmiði og senni- lega rétt að sjá pessa sjúklinga að minnsta kosti á priggja mánaða fresti, fyrsta árið eftir aðgerð, par eð flest recidiv koma innan eins árs og næstum öll eru til staðar innan tveggja ára. Pegar frá líður er sú regla hér að sjá pessa sjúklinga að minnsta kosti árlega og pá með samtímis ristilmyndatöku og blóðprófum ásamt CEA. Hvað fjarlægum meinvörpum í lifur og lungum viðvíkur, eru vissir möguleikar til bóta. Arangri meðferðar virðist pví miður lítið hafa fleygt fram síðustu áratugi og er 5 ára lifslengd pessara sjúklinga hvað viðvíkur krabbameini í ristli, milli 30 og 40 % og krabba- meini í endaparmi nokkuð betri. Vissir höfundar hafa pó sýnt fram á betri árangur. LOKAORÐ Sennilegt er að mörgum peim sem lesið hafa pessar línur, finnist nokkuð langt mál og mörgum mun kannske pykja ónáknæmni gæta. Ljóst má pó vera, að mjög erfitt er að sigla milli skers og báru í pessum efnum og oft erfitt að finna yfirlitsgreinar um pessi efni, en peim mun meir af skrifum um einstaka pætti pess. Þeim sem ítarlega vilja kynna sér pessa hluti frá öllum sjónarmiðum, sem fram koma í grein minni, og einnig pví, sem tekið er upp í yfirlitsgrein, skal bent á bók Golighers, par sem um 350 blaðsíðum er varið til peirra hluta. Ég vil pakka stúdentunum Ingrid Augusts- son og Berit Berne, sem störfuðu við hand- læknisdeild Regionssjúkrahússins í Örebro, pegar pessi athugun var gerð, fyrir hjálp við söfnum gagna og úrvinnslu. Ég pakka einnig vini mínum, Gunnari Wickbom aðstoðaryfir- lækni, fyrir hvatningar og ábendingar um pessi skrif. SUMMARY The author gives an account of 113 cases of colo- rectal cancer at the surgical department of Örebro County Hospital, Sweden, all new cases found 1965 and 1970. In the article a comparison is made with some other reports of colorectal cancers in the littera- ture, to see if the behaviour of the disease or the treatment results are different. We found that morphology and pathology is almost the same, but the incidence differs in the way that Sweden has one of the highest incidence in the world and twice as high as in Iceland. In Örebro the operative deaths were 17 % and five years survival, 30 % for colon cancer and 34 % for rectal cancer. It seems that the treatment of the disease has not improved much in the last 30 to 40 years.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.