Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1980, Síða 15

Læknablaðið - 15.03.1980, Síða 15
LÆKN ABLADIÐ 47 Gunnar Sigurðsson, Gizur Gottskálksson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ottó Björnsson, Davíð Davíðsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður Samúelsson og Nikulás Sigfússon. FASTANDIBLÓÐSYKUR OG SYKURÞOL KARLA OG KVENNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Á ALDRINUM 20-61 ÁRS* INNGANGUR A s.l. tveimur áratugum hefur sykurþolspróf í einhverri mynd verið notað til greiningar á sykursýki á byrjunarstigi, áður en klinisk einkenni hafa komið fram og áður en fastandi blóðsykur hefur hækkað. Það hefur verið álit margra, að slíkt forstig yrði síðar að kliniskri sykursýki, (9) og pví verið talið mikilvægt að greina pessa einstaklinga sem fyrst til að veita peim meðferð. Sumar rannsóknir hafa einnig bent til að sykursýki, jafnvel á slíku byrjunar- stigi, stuðlaði að æðakölkun (17). Fjölmargar hóprannsóknir hafa verið gerðar í mörgum pjóðlöndum á síðustu tveimur áratugum til könnunar á tíðni skerts sykurpols og sykursýki meðal pessara pjóða. (4, 5, 14, 15, 19, 21.) Einn megintilgangur hóprannsóknar Hjarta- verndar er að finna byrjunarstig hjarta- og æðasjúkdóma og ýmissa annarra sjúkdóma, kanna algengi peirra svo og orsakir, svo að unnt verði að beita hugsanlegum gagnráðstöf- unurn (3). I hóprannsókninni voru könnuð ýmis líkamseinkenni, par með talin fastandi blóðsyk- ur og blóðsykurgildi í sykurpolsprófi. I pessari grein verður skýrt frá niðurstöðum blóðsykurmælinga meðal íslenskra karla og kvenna á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 20- 61 árs, sem komu til skoðunar á Rannsókn- arstöð Hjartaverndar á árunum 1967-1974. ÞÝÐI Karlar 34 ára-61 árs: Á tímabilinu nóvember 1967 til júní 1968 var boðið til rannsóknar á Rannsóknarstöð Hjarta- verndar priðjungi allra karla, sem samkvæmt pjóðskrá 1. desember 1966 áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu,(Reykjavík, Hafnarfjörð- ur, Kópavogur, Bessastaðahreppur, Garða- hreppur og Seltjarnarneshreppur) og fæddir voru 1., 4., 7... 28., 31. dag mánaðar á * Frá Rannsóknarstöö Hjartaverndar. Greinin barst 04/10/- 1979, send í prentsmiðju 05/10/1979. árunum 1907, 1910, 1912, 1914, 1916, 1917, 1918, 1919, 1920, 1921, 1922, 1924, 1926, 1928, 1931 og 1934. Alls var 2.955 körlum úr 16 árgöngum á aldrinum 34-61 árs boðin pátttaka. Alls mættu 2.203 karlar til rannsóknarinnar eða um 75 % (3). Konur 34-61 árs Á tímabilinu október 1968 til júní 1969 var 3.093 konum á höfuðborgarsvæðinu sem fædd- ar voru sömu mánaðardaga og að ofan greinir, en á árunum 1908, 1911, 1913, ... — 1935, samkvæmt pjóðskrá 1. desember 1967 boðin pátttaka. Alls mættu til rannsóknarinnar 2.341 kona eða 76 % (1). Ungt fólk 20-34 ára Á tímabilinu september 1973 til ágúst 1974 var öllum körlum og konum sem lögheimili áttu í Reykjavík 1. desember 1972 og fædd árin 1940, 1944, 1945, 1949, 1950 og 1954 boðin pátttaka. Hópurinn var pannig valinn, að hann span- naði aldursbilið frá tvítugsaldri og fram að aldri yngstu pátttakendanna í hinni kerfis- bundnu hóprannsókn á Reykjavíkursvæðinu 1967-1969. 34 ára árgangur var í báðum hóprannsóknunum. Alls var 1400 körlum boðin pátttaka og af peim mættu til rannsóknarinnar 742 eða 52,1 %. Alls var 1411 konum boðin pátttaka og 842 mættu eða 59,7 %. AÐFERÐIR Spurningar Þátttakendur fylltu út spurningalista um heilsu- far og fleira. (Spurningalisti um heilsufar, Hjartavernd 1967 og 1968). I pessari grein verður eingöngu fjallað um svör við eftirfarandi spurningum: 1) Hafið pér sykursýki? (nú eða áður)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.