Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1980, Page 32

Læknablaðið - 15.03.1980, Page 32
56 LÆKNABLADID var einnig gerður við önnur líkamseinkenni, sem mæld voru í hópskoðun 1967-1974 og vísast í skýrslur Hjartaverndar varðandi mæ- lingaraðferðir (3, 33, 37). Tafla XI sýnir meðalfylgnistuðul milli 90 mín. blóðsykurs karla og kvenna 34-61 árs og syst. blóðþrýstings (mældur af lækni, önnur mæling), líkamspyngdar (pyngdarstuðuls) og fastandi þriglyceriða. Fylgni við þessa þætti var mest í eldri aldurshópunum, en engin undir fertugu. Meðal kvenna var fylgnin einungis marktæk milli 90 mín. blóðsykurs og systolisks blóðþrýstings. Engin fylgni fannst milli 90 mín. blóðsykursgildis og kólesterolgilda í blóði. Enda þótt fylgnin við þyngdarstuðul sé ekki mikil, var algengi skerts endurtekins sykurþols hjá körlum á aldrinum 34-61 árs meira en fjórföld hjá þeim fimmtungi karla með mestu líkamsþyngd samanborið við þá grennstu (í neðsta fimmtungi hvað snertir þyngdarstuðul fyrir viðkomandi aldurshóp) (tafla XII). Tals- verð fylgni fannst með báðum kynjum milli fastandi og 90 mín. blóðsykurgilda, einkum í eldri aldurshópum karla. (tafla XI). SKIL Þessi rannsókn, sem og flestar svipaðar hóp- rannsóknir, hafa leitt í Ijós, að engin glögg mörk eru á milli »eðlilegs« og »hækkaðs« blóðsykurs í föstu eða í sykurþolsprófi, þ.e.a.s. dreifingin var samfelld og aðeins með einum hrygg (unimodal) (5, 15, 23, 32). Slík dreifing bendir til þess, að skert sykurþol stafi ekki af einum ákveðnum lífefnafræðilegum eða líffræði egum galla, heldur stafi af samverkan marg- ra þátta (28). Einungis meðal Pima-indíána hefur dreifingin verið tvíhryggja (bimodal) (31), en slík dreifing gefur frekar til kynna, að skert sykurþol stafi af einu ákveðnu atriði, sem bundið væri við þann hóp fólks, sem hefur skert sykurþol. í rannsókn sem þessari er það því tilviljana- kennt, hvar mörkin eru dregin milli eðlilegs eða skerts sykurþols. Engin ein alþjóðleg Table XII. (Men aged 34-61 years). Body mass index* Quintiles (age class specific) 1 2 3 4 5 No. with blood glu- cose > 120 mg/dl on GTT II at 2 hr 9 18 13 21 40 * Broca-index = (weight (kg)/ height (cm) — 100) X 10 viðmiðunarniörk hafa verið viðurkennd og mismunandi viðmiðunarmörk hafa gefið veru- lega mismunandi algengi skerts sykurþols í hóprannsóknum (9, 10, 21, 25, 29). í þessari rannsókn voru mörkin valin við > 130 mg/dl blóðsykurgildi 1 '/2 klst. eftir inntöku 50 g af glúkosa. Þeir, sem voru ofan þessara marka, voru taldir hafa jákvætt síunar- próf (screeningpróf) og voru beðnir að koma í annað 100 g sykurþolspróf til staðfestingar á greiningunni. Viðmiðunarmörkin virðast hafa hátt næmi (sensitivity) þ.e. gefa fáa falsk- neikvæða, eins og sést á endurteknum syk- urþolsprófum (Tafla X), þar sem nánast engin fölsk-neikvæð próf urðu en hins vegar mörg fölsk-jákvæð próf. Því hærri, sem mörkin eru sett, því minna verður næmi prófsins (sensiti- vity), en hins vegar eykst nákvæmni prófsins (specificity), þ.e. færri falsk-jákvæðir finnast. Fjölmargar aðrar svipaðar rannsóknir hafa leitt í ljós takmarkaða endurtekningarhæfni (reproducibility) sykurþolsprófa (12, 13 16, 20, 24, 38), sem væntanlega skýrist bæði af mis- hraðri upptöku frá görnum í slíkum prófum, svo og tölfræðilegum ástæðum (regression towards the mean). Skýringin getur ekki legið nema að litlu leyti í ónákvæmni mælingarað- ferðarinnar (sjá gæðamat). Fylgnistuðull end- urtekinna prófa í öðrum rannsóknum hefur verið 0,4 —0,8, og breytileikinn virðist meiri hjá þeim með hærri blóðsykurgildi (41). Er þetta rnjög svipað niðurstöðum okkar. Þetta ber að hafa í huga, þegar metnar eru niðurstöð- ur af einu sykurþolsprófi. Endurtekningarhæfn- in batnar ekki verulega, jafnvel þótt tekið sé meðaltal margra blóðsykurgilda á mismunandi tímum í sykurþolsprófi. Einnig meðal sykur- sjúkra er sykurþolið breytilegt (13). Ekki var tekið tillit til fæðis næstu daga á undan í þessari rannsókn, en margir ráðleggja, að trvggja eigi inntöku 250—300 g kolvetna 3 daga á undan sykurþolsprófi (7). Síðari rann- sóknir hafa hins vegar leitt í Ijós, að fæðið hefur ekki veruleg áhrif á sykurþolspróf, nema neytt sé minna en 100 g af kolvetnum (40), og verður að telja líklegt, að flestir þátttakenda hér hafi verið ofan þessara marka. Einnig hefur verið notað mismunandi magn af glú- kósa í sykurþolsprófum og blóðsykurgildi eru að jafnaði nokkru hærri, þegar stærri skamm- tar eru gefnir (35). í þessari rannsókn var valið að gefa 50 g í því fyrra og 100 g í síðara sykurþolsprófi án tillits til líkamsþyngdar. Vel má vera, að 50 g sé ekki nægilegur sykur-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.