Læknablaðið - 15.09.1982, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ
199
Table I. Ulcerative colitis in Iceland 1950-19/9. Distribution of disease at the time of diagnosis during three
successive 10 year periods.
Years Proctitis Proctosigmoiditis Distalcoiitis Totalcolitis Total
1950-59 .................. 12(21.4 %) 18(32.1%) 15(26%) 11(19.6%) 56
1960-69 .................. 27(30.3%) 26(29.2%) 20(22.4 %) 16(17.9%) 89
1970-79 .................. 63(36.8%) 70(40.9 %) 22(12.8%) 16(9.3%) 179
Total 102(32.3%) 114(36.0%) 57(18.3%) 43(13.6%) 316
flestir á aldrinum 31-40 ára og næstflestir 21-
30 ára og gildir þetta um bæði kynin. Fæstir
eru á aldrinum undir 10 ára og yfir 70 ára.
Tilraun var gerð til að flokka sjúklinga í
fjóra flokka eftir útbreiðslu sjúkdómsins við
greiningu og var þá fyrst og fremst stuðst við
endaþarmsspeglun (proctosigmoidoscopia) og
röntgenmynd af ristli, sjá mynd 3.
Mynd 4 sýnir útbreiðslu sjúkdómsins við
fyrstu greiningu, byggða á þessari flokkun.
Kemur fram, að flestir hafa proctosigmoiditis
og næstflestir proctitis, en fæstir pancolitis
(colitis totalis). Karlmenn eru fleiri í öllum
flokkunum nema pancolitis, en par eru konur
fleiri.
Tafla I sýnir samanburð á þessum fjórum
flokkum á þremur áratugum. Kemur par fram,
að hlutur pancolitis hefur minnkað úr 20 %
fyrsta áratuginn niður í 10% síðasta áratug-
inn. Á sama tíma hefur hlutur colitis distalis
minnkað úr 27% í 13%. Hins vegar hefur
hlutur proctitis og proctosigmoiditis aukist að
sama skapi á sömu tímabilum, proctitis úr
21 % í 37 % og proctosigmoiditis úr 31 % í
41 %.
Á töflu II kemur fram lengd einkennasögu
fyrir greiningu. Um 12 % höfðu haft einkenni
skemur en einn mánuð, en rúmlega 68 %
skemur en eitt ár. Rúmlega 7 % höfðu haft
einkenni lengur en 10 ár fyrir greiningu. Pegar
borin eru saman tímabilin 1950 til 1969 annars
vegar og 1970 til 1979 hins vegar er lengd
einkennasögu mjög svipuð í báðum hópunum,
Table II. Ulcerative colitis in lceland 1950-1979.
Duration of symptoms before diagnosis.
Duration of symptoms Number of patients
< 1 month 38(12.0%)
1 -6 months 107(33.9%)
6-12 months 71(22.5%)
1 -5 years 67 (21.2 %)
5-10 years 10(3.2%)
>10years 23 (7.3 %)
Total 316(100.1 %)
með peirri undantekningu að fleiri á síðasta
áratugnum eða um 17% greinast innan má-
naðar frá byrjun einkenna á móti 6 % fyrri
tímabilin og færri í seinni hópnum eða um 5 %
hafa lengri sögu en 10 ár á móti um 10% í
fyrri hópnum.
Tafla III sýnir frá hve mörgum vefjasýni eru
fyrir hendi, eitt eða fleiri, úr endaparmi eða
ristli. Hjá 56 sjúklingum (17.7 %) voru ekki
tekin vefjasýni og í þeim tilvikum byggðist
greiningin eingöngu á einkennum og ristil-
speglun, sem sýndu dæmigerð merki um sjúk-
dóminn.
Table III. Ulcerative colitis in Iceland 1950-19/9.
Number of histology spcimens available.
Histology Histology not
Years available available
1950-54 .............. 14 12
1954-59............... 14 16
1960-64............... 31 12
1965-69............... 38 8
1970-74............... 51 4
1975-79 .............. 112 4
Total 260 (82 %) 56 (18 %)
Rúmlega 75 % voru vistaðir á sjúkrahúsum
vegna sjúkdómsins einhvern tíma á rannsókn-
artímabilinu, en tæplega 25 % voru greindir
og meðhöndlaðir eingöngu utan spítala.
Tafla IV sýnir meðalnýgengi á hverja
100.000 íbúa á ári á sex fimm ára tímabilum.
Hún sýnir, að nýgengið hefur vaxið úr 2.02 á
100.000 tímabilið 1950-1954 upp í 9.47 tíma-
Table IV. Ulcerative colitis in Iceland 1950-19/9.
Average incidence per 100.000 population peryear.
Incidence
Years Total Men Women
1950-54 .............. 2.0 1.4 2.7
1955-59 .............. 3.6 2.6 4.1
1960-64 .............. 4.6 4.6 4.6
1965-69 .............. 4.6 5.0 4.3
1970-74 .............. 5.3 6.0 4.4
1975-79 .............. 9.5 12.8 8.0