Læknablaðið - 15.09.1982, Side 13
LÆK.NABLADIÐ
201
karlar, næsta áratuginn álíka, en' seinasta
áratuginn voru karlar fleiri (1.5:1).
Flestar rannsóknir sýna hæstu aldurstíðni
hjá ungu fólki, en tvær rannsóknir, önnur frá
Aberdeen og hin frá Oxford, sýna tvítoppa
(bimodal) aldursdreifingu, p.e. aukningu einnig
hjá eldra fólki (2, 3). Skýring á eldri aldurs-
toppnum er ekki ljós. Hjá okkur finnst sjúk-
dómurinn á öllum aldri, en flestir eru á
aldrinum 31-40 ára og næstflestir 21-30 ára,
sem kemur heim við aðrar rannsóknir.
Fáar rannsóknir finnast á tíðni sjúkdómsins
miðað við útbreiðslu við greiningu, einkum
hvað varðar proctitis ulcerosa. í nýlegri yfir-
litsgrein er nýgengi proctitis ulcerosa talið frá
3 til 8 á 100.000 íbúa og algengið 40 til 100 á
100.000 íbúa (11). í sömu grein er nýgengi
proctocolitis ulcerosa talið 2 til 7 á 100.000
(11). í rannsókn frá Oxford frá árunum 1951 til
1960, par sem árlegt nýgengi blæðandi ristil-
bólgu var 6.5 á 100.000, var árlegt nýgengi
proctitis ulcerosa 1.1 á 100.000 eða 17 % (3). í
rannsókn frá Aberdeen var nýgengi proctitis
ulcerosa 3.2 á 100.000 árin 1974 til 1976 (12), en
á tímabilinu 1967 til 1976 var nýgengi colitis
ulcerosa par 11.3 á 100.000 (2).
í okkar rannsókn höfðu að meðaltali 32.3 %
proctitis ulcerosa, lægst fyrsta áratuginn 1950
til 1959 eða 21.4 %, nýgengi 0.6 á 100.000, en
hæst síðasta áratuginn, 1970 til 1979, 36.8 %,
eða nýgengi 2.7 á 100.000. Fleiri konur höfðu
proctitis í Aberdeenrannsókninni (12), en í
rannsókn frá Reading í Englandi höfðu fleiri
karlar proctitis (13). í rannsókn frá St. Mark’s
spítala í London frá fyrri árum voru um pað bil
helmingi fleiri konur með proctitis en karlar
(14), en í seinni rannsóknum frá sama sjúkra-
húsi höfðu fleiri karlar proctitis en konur (15,
16). Hjá okkur hafa fleiri karlar en konur
proctitis, 58 karlar (57 %) á móti 44 konum
(43%) eða 1.32/1, sem er hærra en í ofan-
greindum rannsóknum (12, 13, 14, 15, 16).
í okkar rannsókn er nýgengi proctitis lágt
fyrsta áratuginn, en seinasta áratuginn, 1970 til
1979, er nýgengið komið upp í 2.7 á 100.000,
sem er sambærilegt rannsókninni frá Aberde-
en (12), hærra en rannsóknin frá Oxford (3). í
rannsókn frá St. Mark’s spítala á útbreiðslu
sjúkdómsins við fyrstu greiningu hjá 269
sjúklingum höfðu 79 (30 %) proctosigmoiditis
og 24 % pancolitis (16), en hjá okkur höfðu í
heild 36% proctosigmoiditis og 13.6% pan-
colitis. Hjá okkur lækkar heildarhlutfall pan-
colitis úr 19.6 % niður í 9.3 % síðasta ára-
tuginn. Hjá okkur eru karlar fleiri en konur í
öllum útbreiðsluflokkum nema pancolitis, en
par eru konur fleiri en karlar, hlutfall karlar/-
konur 0.79, sem er líkast pví sem finnst víðast
annars staðar.
Okkar niðurstöður varðandi kynjahlutfall
og tíðni proctitis ulcerosa gefa tilefni til pess
að velta vöngum yfir pví, hvort rannsókn
okkar sé á allan hátt sambærileg við rannsókn
annarra svo sem frá Aberdeen og Oxford.
Tíðni proctitis ulcerosa hjá okkur er hærri en í
ofangreindum rannsóknum, einkum seinasta
áratuginn. Ein skýring gæti verið sú að í okkar
rannsókn komi fram fleiri sjúklingar með
vægan sjúkdóm, sem greinast hér utan spítala,
en komi betur í leitirnar en annars staðar.
Önnur skýring gæti verið sú, að sjúkdómurinn
greinist fyrr hér en annars staðar, en ekkert
ákveðið bendir til að. svo sé í raun. Enn önnur
skýring gæti verð sú, að sjúkdómurinn hér.á
landi sé vægari en annars staðar. Flestar
rannsóknir, eins og áður er getið, sýna fleiri
konur en karla. Líkist pað peim hópi í okkar
rannsókn, sem hafði colitis distalis og pancoli-
tis, en mjög frábrugðið peim hópi, sem hafði
proctitis og proctosigmoiditis, par sem karlar
voru verulega fleiri. Því getur verið að pegar
litið er á blæðandi ristilbólgu í heild, séu karlar
í raun fleiri en konur, en karlar fái vægari
sjúkdóm í byrjun en konur svæsnari. Aðrar
skýringar gætu verið á pessu, m.a. sú, að karlar
leiti fyrr til læknis en konur og greiningin
dragist pví á langinn hjá konum og að pær hafi
pví svæsnari og útbreiddari sjúkdóm við
greiningu.
Hjá okkur er um verulega vaxandi nýgengi
á sjúkdómnum að ræða síðustu fimm árin.
Þetta er erfitt að skýra, par sem ekki er um
aðrar sambærilegar rannsóknir frá sama tíma-
bili að ræða annars staðar. Augljós skýring á
pessu vaxandi nýgengi gæti verið sú að síðustu
fimm árin eru framsýn, sem gefur tilefni til
nákvæmari leitar og betri greiningar. Þessi
síðastnefnda skýring er pó ekki einhlít, par
sem hún varpar ekki ljósi á hið mikla og
breytta kynjahlutfall síðustu fimm árin, en pá
greindust mun fleiri karlar en konur. Aukið
nýgengi sjúkdómsins skýrist að miklu en ekki
öllu leyti af tíðari greiningu vægs sjúkdóms,
p.e. proctitis og proctosigmoiditis. Hið breytta
kynjahlutfall síðustu fimm árin bendir hins
vegar til að hér sé um raunverulega vaxandi
nýgengi vægs sjúkdóms að ræða fremur en
betri greiningu og er pessi aukning mun meiri