Læknablaðið - 15.09.1982, Side 18
204
LÆKNABLADID
Mynd 1. Chlamydia inclusion í McCoy frumuræktun
(jodlitun, x 1000).
ingin valdi oftast meiri einkennum og útferðin
frá þvagrásinni er graftarkenndari, en oft
þunn og jafnvel vatnskennd við chlamydia-
sýkingar (3).
Epididymitis: Lítið er vitað um hversu oft C.
trachomatis veldur bráðum epididymitis. í
amerískri rannsókn á 23 körlum með epididy-
mitis tókst að rækta chlamydia frá pvagrás 11
af 13 körlum, sem voru yngri en 35 ára, en
aldrei hjá 10 körlum eldri en 35 ára. Svipaðar
rannsóknir hafa ekki verið gerðar í Evrópu, en
rannsókn, sem framkvæmd var í Lundi í
Svíþjóð, bendir til að C. trachomatis sýkingar í
epididymis séu sýnu sjaldgæfari í Svípjóð en
fyrrnefnd rannsókn frá Bandaríkjunum gæti
bent til. Tilraunasýkingar á öpum (5) sýna að C.
trachomatis getur breiðst út eftir vas deferens
til epididymis og líklega þaðan til eistans.
Örveran olli í þessum tilraunum bólgusvörun,
bæði í ductus deferens og í epididymis og olli
bólgu í eistunum. Vefjabreytingar eru nánast
eins hjá þessum dýrum og hjá körlum með
chlamydia epididymitis (Moller et al., óbirtar
niðurstöður).
Mb. Reiter: Hjá sjúklingum með þrenning-
una þvagrásarbólgu, hvarmabólgu og liðbólg-
ur hefur tekist að rækta C. trachomatis frá
þvagrás í um 50 % sjúklinga. í Finnlandi, þar
sem mb. Reiter er sýnu algengari en í öðrum
Norðurlöndum ræktast chlamydia í allt að
80 % þessara sjúklinga. Hættan á að fá mb.
Reiter virðist nálægt 2 % hjá karlmönnum
með non-gónokokka urethritis. Virðist allt
benda til að Reiters-sjúkdómur sé fylgifiskur
chlamydia þvagrásarbólgu hjá körlum, sem
hafa sérstakt erfðamynstur, HLA-B 28. Virðist
sama uppi á teningnum stöku sinnum hjá
konum.
C. trachomatis sýkingar hjá konum
í fyrstu var aðaláhersla lögð á rannsóknir á C.
trachomatis sýkingum hjá körlum, en þegar
farið var að kanna þetta hjá konum kom að
sjálfsögðu í Ijós að þær höfðu sinn skerf slíkra
sýkinga. C. trachomatis virðist fyrst og fremst
leggjast á stuðlaþekjuna í leghálsi. Þaðan
getur hún breiðst um leghálsinn og valdið
leghálsbólgu (cervicitis). Einnig getur sýkingin
breiðst upp á við og valdið endometritis
og/eða salpingitis (mynd 2). Tiltölulega sjaldan
tekst að rækta C. trachomatis frá konum, sem
hafa ekki leghálsbólgu. Hjá vanfærum konum
hefur C. trachomatis ræktast frá leghálsi í allt
að 10% tilvika. Hjá konum, sem vísað er til
kynsjúkdómadeildar ræktast chlamydia frá
leghálsi í 10-15%. Sjúklingar með salpingitis
eru chlamydiajákvæðir í 20-40 % og í stöku
rannsókn jafnvel yfir 50 %. Konur með
lekanda hafa C. trachomatis einnig í 30-60 %
tilfella.
Leghálsbóiga (cervicitis): Greiningarskil-
merki fyrir cervicitis eru ekki fullljós, en
einkenni eins og útferð, verkur við samfarir,
smáblæðingar og blæðing við snertingu á
cervix eru oft tengdar bólgu í leghálsi. Gefur
skoðun á portio oft ákveðinn grun um chlamy-
dia sýkingu. Þannig ræktast C. trachomatis hjá
allt að 50 % kvenna með hypertrophiska
cervix erosion, sem blæðir auðveldlega við
snertingu. Einnig hefur verið lýst litlum
smáblöðrum í leghálsslímhúðinni hjá chlamy-
diajákvæðum konum (6). Við sýklalyfjameð-
ferð á chlamydiasýkingum hefur leghálsslím-
húðin orðið eðlileg. Tengslin milli chlamydia-
sýkingar í leghálsi og sármyndana eru ekki
skýrð, en tilraunachlamydiasýkingar hjá öpum
hafa sýnt að unnt er að búa til folliculer
leghálssár hjá tilraunadýrunum við chlamydia
smitun (Moller, óbirtar niðurstöður).
Vefjaskoðun á sýnum frá leghálsi chlamydia-
jákvæðra kvenna hafa sýnt miklar bólgu-
breytingar í um það bil 45 % sjúklinganna
(Paavonen et al., óbirtar niðurstöður). Þessi
mikla bólga náði til efstu laga vefjanna. Bólgu-
svörunin einkenndist af margkyrndum hvítum
blóðkornum og lymphocytum, auk þess af smá
ígerðum og einstaka drepsvæða með sármynd-
unum. í um það bil 10 % er hægt að sjá hópa af
lymphocytum í leghálsinum. Afbrigðilegar
frumur (dysplasia) í leghálsi má einnig finna oft-
ar í chlamydiajákvæðum en í sambærilegum
chlamydianeikvæðum samanburðarhópum.
Sjúklingar með jákvæða chlamydiaræktun frá