Læknablaðið - 15.09.1982, Page 19
LÆKNABLADID
205
leghálsi hafa oft einnig þvagrásareinkenni og
er því skynsamlegt að rækta einnig frá þvag-
rás slíkra sjúklinga. Er C. trachomatis ekki
ósjaldan ástæða slíkra einkenna, einkanlega
hjá þeim sjúklingum þar sem ekki tekst að
rækta bakteríur frá þvagi.
Endometritis: Nýlegar rannsóknir (7) benda
til að C. trachomatis geta komist frá leghálsi
og valdið bólgu í legi. Einkenni um endometri-
tis eru oftast blæðingartruflanir og útferð.
Greiningin er oftast gerð á sjúklingum með
chlamydia salpingitis, en einnig hefur verið
sannað, að einstaka sjúklingur hefur endo-
metritis án salpingitis. Með nýrri aðferð til að
sjúga sýni frá legbol er hægt að ná sýnum frá
endometrium án þess að menga sýnin með
leghálsinnihaldi. Þessari tækni hefur verið
beitt á 18 sjúklinga með salpingitis (sannað
með laparoscopiu) og ræktaðist C. trachoma-
tis frá endometrium hjá 13 þessara sjúklinga.
Við vefjaskoðun fundust dæmigerðar chlamy-
dia inclusionir í epithel frumum í endometrium
(mynd 2). Bólgusvörunin einkennist fyrst og
fremst af einkyrndum frumum. Pessar nið-
urstöður eru mjög nýlegar og þess vegna er
hin raunverulega tíðni af chlamydia endome-
tritis algjörlega óþekkt enn sem komið er. Það
er vissulega rétt að muna eftir þessum mögu-
leika.
Saipingitis: Fjöldi rannsókna frá Svíþjóð,
Noregi, Finnlandi og Danmörku (7) hafa
sannað að C. trachomatis er algengasta orsök
salpingitis. Tíðni chlamydia salpingitis er breyti-
leg eftir rannsóknum. í Danmörku olli C.
trachomatis um það bil 20 % tilfella af salpin-
gitis, en á hinn bóginn um 75 % í norskri
rannsókn, sem nýlega er lokið og þar sem
salpingitisgreiningin var staðfest með laparo-
scopiu (8). Salpingitis er erfitt að greina eftir
sjúkdómseinkennum eingöngu og er því oft
æði óviss. Kviðarholsspeglun virðist besta
greiningaraðferðin, en oft er ekki mögulegt að
koma henni við nema í fáum tilvikum. Sé
eftirtöldum skilmerkjum fullnægt má þó telja
greininguna allvissa:
1. Verkir um neðanverðan kvið.
2. Eymsli sé hreyft við leghálsi.
3. a) Sökkhækkun 20 mm eða hærra per
klukkustund og/eða
b) Hiti hærri en 38°C.
Með kliniskum aðferðum eingöngu er ómögu-
legt að greina chlamydia salpingitis frá öðrum
tegundum. Rannsóknir (9) benda til að
Mynd 2. Chlamydia inclusion í endometrium frá
sjúklingi med endometritis (Giemsa, x 1000).
meðgöngutími sé tiltölulega langur, tvær til
fjórar vikur. Chlamydia salpingitis virðist ekki
eins bráður sjúkdómur og þegar gónokokkar
eru orsakavaldurinn. Pó hefur verið Iýst sjúk-
lingum með chlamydia salpingitis, sem höfðu
mjög bráðan gang og pyosalpinx myndaðist á
skömmum tíma. Reynt hefur verið að gera sér
grein fyrir hversu mikil hætta er á að konur
með chlamydiur í leghálsi fái salpingitis í
tengslum við aðgerðir á kynfærum (10).
Fjögur hundruð þrjátíu og tveimur konum,
sem undirgengust fóstureyðingu, var fylgt
eftir. Tuttugu og þrjár af þessum konum höfðu
C. trachomatis í leghálsi fyrir fóstureyðinguna
og fimm þeirra fengu salpingitis eftir aðgerð-
ina og samhliða mótefnahækkun í blóði. Petta
bendir til, að um 20 % kvenna, sem hafa
chlamydia í leghálsi fái sýkingu í adnexa eftir
slíkar aðgerðir. Virðist þetta það há tala, að
skynsamlegt sé að íhuga, hvort ekki eigi að
gera chlamydiaræktanir fyrir aðgerð hjá öllum
konum þar sem fóstureyðing eða svipaðar
aðgerðir eru fyrirhugaðar. Vefjabreytingar hjá
sjúklingum með chlamydia salpingitis líkjast
mjög því, sem lýst er hjá lekanda salpingitis.
Sýkingin byrjar í endometriinu í eggjaleiður-
unum og verður meiri eða minni sköddun á
yfirborðinu með bólgufrumuíferð í öllum
lögum eggjaleiðarans. Gangurinn fyllist af
bólgufrumum. Bólgusvörunin er, eins og búast
má við af chlamydiasýkingu, fyrst og fremst
einkyrndar frumur. Gangi chlamydia salpingi-
tis hefur verið fylgt eftir hjá tilraunasýktum
öpum og varð þar lokun á eggjaleiðurum um
það bil tveimur mánuðum eftir að sýkingin
byrjaði (11). Fessar tilraunir benda til að
chlamydia geti verið umtalsverð orsök ófrjó-
semi kvenna og eru reyndar faraldsfræðilegar