Læknablaðið - 15.09.1982, Síða 24
210
LÆKNABLADID
Ásmundur Brekkan
EINFALDUR OG ÖRUGGUR
RÖNTGENTÆKJABÚNAÐUR
»Basic Radiographic System« (BRS-WHO)
Á íslandi eru nú gerðar um 103.000 röntgen-
rannsóknir árlega eða um 520 rannsóknir á
hverja þúsund íbúa. Þessi rannsóknartíðni er
mjög lík nágrannalöndum okkar, nokkru lægri
en í Bandaríkjunum og talsvert hærri en á
Bretlandi (1,2).
í nýlega birtri rannsókn um þróun röntgen-
rannsókna á íslandi á áttunda áratugnum (3)
er sýnt, að um 84,2 % allra röntgenrannsókna
eru gerðar á sérdeildunum fjórum, í Reykjavík
og á Akureyri. Um 8 % rannsókna í viðbót eru
gerðar á sjúkrahúsum eða stofnunum, þar sem
annað hvort er »föst« ráðgjöf (consultation)
sérfræðinga í röntgengreiningu eða náin
tengsl við röntgenrannsóknadeildir (myndir
sendar til umsagna, tæknileg ráðgjöf). Lang-
mestur hluti þeirra rannsókna, er síðari flokk-
inn fylla, eru myndir af útlimum, hrygg, hjarta
og/eða lungum, en aðeins örlítið brot eru
skuggaefnisrannsóknir, t.d. af nýrum eða gall-
vegum. Röntgenrannsóknir, sem fela í sér
vinnu með skyggningu og skuggaefnis-gjöf,
eru aðeins gerðar í örfáum sjúkrahúsum utan
þeirra, sem nýta sérfræðiráðgjöf og þá aðeins
í óverulegum mæli (1,3, 4).
Á heilsugæslustöðvum og öðrum læknisað-
setrum utan sérhæfðra röntgendeilda eru gerð-
ar um 16.000 röntgenrannsóknir árlega. Ekki
liggja fyrir talningar almennt á hlutfalli sjúkl-
ingaheimsókna og röntgenrannsókna á heilsu-
gæslustöðvum, en í yfirlitsathugun um þarfir á
röntgenrannsóknum á heilsugæslusviði (»Pri-
mary health care level«), sem birtist í Nordisk
Medicin í september 1981, er gerð grein fyrir
þessari tíðni á nokkrum slíkum stöðvum á
íslandi, í Svíþjóð og í Finnlandi (3).
Samkvæmt þessu er rannsóknatíðni frá 3 %
í 15% allra heimsókna, en mat á aðstæðum
hérlendis, byggt á reynslu innan og utan
þéttbýlis, bendir til þess, að um 5 % allra
þeirra, sem koma á heilsugæslustöð og þeirra,
Barst ritstjórn 15/03/1982. Sampykkt og sent í prentsmiðju
19/03/1982.
sem leita sambærilegrar læknisþjónustu, verði
sendir í röntgenrannsókn (1,4).
Tækjabúnaður og þarfir.
Við val á röntgentækjabúnaði til þeirra tiltölu-
lega fáu heilsugæslustöðva utan sjúkrahúsa,
þar sem hans er þörf vegna umfangs starfsemi,
landfræðilegrar legu eða annarra gildra
ástæðna, verður að taka tillit til eftirtalinna
þátta:
1) Auðvelt á að vera fyrir almennan lækni og
aðstodarfólk hans ad nota tækjabúnaðinn
án verulegrar sérhæfðrar kennslu.
2) Búnaðurinn á ad vera rekstraröruggur og
tæknilega þannig, að ekki sé hætta á
misnotkun frá geislavarnar- eða læknis-
fræðilegu sjónarmiði.
3) Búnaðurinn parf að geta sinnt mjög víðu
sviði almennra röntgenrannsókna og vera
mjög meðfærílegur.
4) Búnaðurinn má ekki vera of dýr.
Auk þess verður með sama búnaði að vera
hægt að taka röntgenmyndir af úlnlið barns,
lungum fullvaxins karlmanns og spjaldhrygg
vel holdugs einstaklings. Þykkt þess, sem
mynda á, getur verið allt frá 2 cm upp í 30-35
cm. Því verður að vera hægt að velja og
breyta straum- og spennugildum tækjabúnað-
arins yfir mjög vítt svið, en þó með tiltölulega
fáum valkostum yfir það svið.
Hönnun búnaðarins verður að vera með
þeim hætti, að hægt sé annars vegar að taka
stórar lungnamyndir (35 x 43 cm) eða hins
vegar litla mynd af ökla eða úlnliði (13x18
cm). Við hönnun og gerð búnaðar verður líka
að taka tillit til einföldunar á vali spennu og
straums, eins og að ofan segir og koma í veg
fyrir að hægt sé að beina geislanum út fyrir
fyrirfram ákveðna miðju á filmu og þeim
líkamshluta, sem mynda á. Þróun röntgen-
tækjabúnaðar hefur yfirleitt verið í þá átt að
framleiddar eru dýrari, fullkomnari og flóknari