Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1982, Síða 25

Læknablaðið - 15.09.1982, Síða 25
LÆK.NABLADIÐ 211 tækjasamstæður til sérhæfðra nota, en minni áhersla hefur löngum verið lögð á einföldun búnaðar eftir peim forsendum, sem um getur að framan. Hér á íslandi og víðar hefur verið reynt að sinna pörfum afskekktari og smærri »neytenda« með tækjabúnaði, sem á allan hátt hefur verið ófær um að uppfylla áður greindar forsendur. Ódýrustu röntgentækin hafa oftast verið svonefnd »mobil« tæki, p.e. spennir og rönt- genlampi, byggðir saman á vagni og eru einkum ætluð til einfaldra lungnamynda inni á stofnunum. Slík tæki henta mjög illa frá geislavarnarsjónarmiði, par sem ekki er föst samtenging geislagjafa, röntgenlampans og festubúnaðar fyrir röntgenfilmuna. Ódýrari gerðir mobiltækja uppfylla fæstar pær lág- markskröfur, sem gera parf um háspenni (lungnamyndir), spennu og straum-magn, (t.d. hryggjarmyndir) og lestun röntgenlampa. Alpjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur í vaxandi mæli á undanförnum árum tekið að beita sér fyrir upplýsingastarfsemi og ráðgjöf á tæknisviðum heilbrigðispjónustunn- ar. Stofnunin setti fyrir nokkrum árum á laggirnar nefnd, sem átti að kanna parfir og aðstöðu í próunarlöndum og á heilsugæslu- sviði allmennt, varðandi röntgentæknibúnað. Þessi nefnd kannaði gaumgæfilega markaðinn, allar forsendur og parfir og sá síðan um hönnun á »röntgentækjabúnadi fyrír almennar aðstædur« »Basic Radiographic System« (BRS- WHO). Búnaður pessi, sem var hannað- ur samtímis bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um, tók mið af peim frumforsendum, sem áður er lýst og hefur síðan verið prófaður gaumgæfilega við ýmis skilyrði. Skýrslur og greinar um pessar prófanir og búnaðinn hafa birzt bæði á vegum WHO og í almennum tímaritum (2, 5, 6). Nú eru nokkur fyrirtæki tekin að framleiða tækjabúnað eftir peim hönnunarforsendum, sem WHO hefur mælt með. Ekki er hér vettvangur til nákvæmrar tækni- lýsingar, en pessir eru helztu pættir BRS- WHO-búnaðarins: 1) Röntgenrannsóknasúla med filmuhaldara. 2) Rannsóknabekkur fyrir sjúklinga. 3) Stjórnbord, spennir og röntgenlampi. 1) Á rannsóknasúluna er lampa og filmuhald- ara komið fyrir um samhverfan ás, sem ekki leyfir tilfærslu haldarans út fyrir miðju geisl- unar. Ákveðin er föst fjarlægð frá lampa að filmu. Þessi fjarlægð er 140 sentimetrar, sem leyfir t.d. lungnamyndatöku og láréttar mynda- tökur af kviðarholi eða hrygg, enda eru tengsli lampa og filmuhaldara á hverfiásnum föst og pessi samtengda lampastæða er líka færanleg lóðrétt eftir súlunni. Öxli milli filmuhaldara og lampa má breyta svo, að leyfi skáun á stefnu í eina átt, samsíða geislun, t.d. við höfuðmynda- tökur, en lampinn er hins vegar fastur. í filmuhaldaranum er innbyggð sía, sem minnk- ar dreifigeislun. Filmuhaldarinn er skýrt merktur og hannaður til að taka við og halda filmuhylkjum (kassettum) í stærðum frá 13 x 18 cm upp í 35x43 cm. í röntgenlampanum eru geislamörkunarsíur (blendur) úr blýi fyrir hinar mismunandi filmustærðir og eru pessar síur litmerktar með sömu litum og hluteigandi stærðir eru markaðar á filmuhaldarann. Allar færslur eru auðveldar og færanlegum hlutum haldið í skefjum með öruggum hemlum. Hvergi eru rafsegulhemlar eins og á »flókn- ari« tækjum. 2) Rannsóknabekkur fyrir sjúklinga er á fjór- um stórum hjólum, með læsingum. Bekkurinn er hannaður til að geta gengið auðveldlega yfir filmuhaldarann og er mjög sterkbyggður (prófaður fyrir 120-130 kg). 3) Forsendur fyrir rekstraröryggi spennis- og stjórnbordseiningar eru, að stýri-einingar séu uppbyggðar af »módul«hönnuðum rafeinda- búnaði, par sem eru tiltölulega fáar stýri- einingar, en hver um sig er starfræn heild. Slíkar einingar má skipta um með einu hand- taki og verður pannig viðhald á annars tiltölu- lega flóknum búnaði einfalt. Onnur hjálpargögn og myndgæði Nú ber pess að geta, að »BRS-WHO« spannar raunar ekki aðeins pað, sem hér er upptalið í sambandi við myndatökubúnaðinn sjálfan. Ekki er síður nauðsyn, að notuð séu viðeigandi filmuhylki (kassettur) og ljósmögnunarskermar. Sé pessa gætt, svo og að viðeigandi og vel hönnuð framköllunaraðstaða sé fyrir hendi, er pað reynsla peirra aðila, sem prófað hafa kerfi pessi og borið árangur, myndgæði og vinnuaðstöðu saman við mun flóknari og margslungnari tækjabúnað, að gæðin séu allt- af vel sambærileg og í sumum tilvikum (út- limamyndir) jafnvel betri. (6). Niðurlag Á öllum peim stöðum, par sem nauðsyn ber til, að komið sé upp röntgentækjum, parf að koma til sérfræðiráðgjöf, bæði við ákvörðun

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.