Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 49
LÆKNABLADID 177 TÖLFRÆÐILEGAR ADFERÐIR Við athugun á fylgni milli reykinga og titer- gilda felliprófa fyrir mótefnum var gerður sam- svörunarreikningur (correlation). Við saman- burð á mótefnamælingum hjá rannsóknar- hópnum og viðmiðunarhópnum var beitt Mann — Whitney U — prófi (7). Sjúkdómstilfelli Sjúklingurinn með rakatækjasóttina er 46 ára gömul kona, sem starfar sem bókari við opinbera skrifstofu og hefur unnið par í 8 ár. Hún kvefaðist illa í árslok 1981 og hefur haft hósta og grænleitan uppgang öðru hvoru síðan. í nóvember 1982 fór að bera á hitaköstum á kvöldin með miklum beinverkjum, mæði og preytu. Samfara pessu jókst hóstinn. Hún var sérstaklega slæm af pessum einkennum pegar hún hóf vinnu eftir fjarvistir vegna spítalalegu og eftir páskafrí. Við athugun kom í ljós, að hitinn var hæstur á mánudagskvöldum, nálægt 39° C, en fór lækkandi er leið á vikuna. Á vinnustað voru tvö lítil rakatæki. Annað var í herbergi pví er sjúklingur vann í, en hitt var á annarri hæð hússins, en skrifstofan er á tveimur hæðum. Bæði tækin voru tekin í notkun í júlí 1982. Skoðun á sjúklingi leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Röntgenmynd af lungum og mæling á lungnastarf- semi var hvort tveggja eðlilegt. Hún hafði sökk 43 mm. Blóðrauði, hvít blóðkorn og deilitalning var eðlilegt. Staðlað ofnæmispróf með prick-aðferð var neikvætt. ANF var neikvætt en Latex, Rheumaton og Rose Waaler próf voru jákvæð. Fellipróf fyrir sænskum rakatækjaantigenum og fyrir paecillomy- ces voru jákvæð, en fellipróf fyrir heysóttarantige- num var neikvætt. Einnig var prófað fyrir mótefnum gegn antigenum úr pví rakatæki, sem var í vinnuher- bergi hennar. Prófið var jákvætt fyrir blóðvatni sjúklings í titergildi 64. Einkenni hurfu pegar raka- tækið var fjarlægt. RANNSÓKNIR Á STARFSFÓLKI í töflu I eru sýndar niðurstöður felliprófa, reykingavenjur og einkenni hjá rannsóknar- hópnum. Sjúklingurinn er númer eitt í töflunni. Ekki virðist samband milli einkenna og mót- efna í blóði nema hjá sjúklignum. Á myndinni eru borin saman titergildi ein- staklinga í rannsóknarhópnum og fjöldi reyktra vindlinga á dag og kemur fram öfugt hlutfall milli titergilda og reykinga. Pessi öfuga samsvörun er marktæk á 1 % stigi. í töflu II eru sýndar niðurstöður felliprófa, Table I. Symptoms, precipitating antibody titers and smoking habits in 12 subjects exposed to humidifica- tion system. Subject number one is the patient. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Symptoms 1. Tiredness...................... + + — — — — — — — — — — 2. Severe dyspnea................. + — — — — — — — — — — — 3. Chest tightness................ + + — — — — — — — — — — 4. Fever.......................... + — — — — — — — — — — — 5. Chill.......................... + - - - - - - - - - - - 6. Headache ...................... + — — + — — — — — — 7. Severe myalgia................. + + + — — — — — — — — — Antibody titer ................... 64 1 8 2 64 16 16 8 2 1 1 0 Smoker............................ no yes yes no no no yes yes yes yes yes yes Table II. Symptoms, precipitating antibody titers and smoking habits in 12 subjects sporadically exposed to humidification system. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Symptoms 1. Tiredness....................... + + — — — — — — — — — — 2. Severe dyspnea.................. — — — — — — — — — — — — 3. Chest tightness................. — — — — — — — — — — — — 4. Fever........................... — — — — — — — — — — — — 5. Chill........................... + + — — — — — — — — — — 6. Headache ....................... — — — — — — — — — — — — 7. Severe myalgia.................. — — — — — — — — — — — — Antibody titer ..................... 2 1 2 2 2 2 1 1 1 1 0 0 Smoker............................ no yes no yes yes no no yes no yes no no

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.