Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 6
158 LÆKNABLAÐIÐ Fig. 5. Prevalence of Glaucomatous Visual Field Defects (GVFD) in Iceland in 1982 and Halsingland, Sweden in 1980 by age groups. Rates per 1000 population. leitað sér lækninga annarsstaðar en á sinni eigin heilsugæslustöð. Glákukörtnun í Dalby. Bengtsson kannaði á árunum 1977 og 1978 algengi gláku á augljósu klínísku stigi (GVDF) meðal 1511 íbúa í Dalby, Svípjóð á aldrinum 55-70 ára (5, 6). Eru það um 77 % af heildaríbúatölu þessa aldurshóps. Könnunin var mjög ýtarleg, m.a. var fram- kvæmd tölvustýrð sjónsviðsathugun (automa- tic perimetry). Heildaralgengi gláku reyndist 12.5 af þús- undi og var stígandin mjög ákveðin með aukn- um aldri, sjá töfluna. Ferndale könnunin í Englandi. í þessari könn- un, sem lauk 1966 rannsökuðu Hollows og Graham algengi GVFD meðal 4231 íbúa á aldrinum 40-74 ára (7) Algengistölur í ald- ursflokkum eru birtar í töflunni. í sömu töflu eru til samanburðar birtar algengistölur GFVD sjúklinga í Framinghamkönnuninni og í þeirri íslensku (8). SKIL Algengi gláku hér á landi sem fjallað er um í fyrstu greininni í þessum greinaflokki er auð- veldast að bera saman við Framinghamkönn- unina, þar eð skilgreining hægfara gláku í þeirri könnun er sú sama og á göngudeild augn- deildar Landakotsspítala og íslenskir augn- læknar styðjast yfirleitt við. Sameiginlegt báðum könnunum er svipað heildaralgengi, svipuð stígandi með aldri og meiri tíðni meðal karla í öllum aldursflokkum. Munur á tíðni meðal kynja er marktækur í báð- um könnunum. Svipað kom í ljós (1978) í Borg- arneskönnuninni (9). Hvað Gautaborgarkönnuninni viðvíkur er gagnasöfnun þekktrar gláku svipuð og í þeirri íslensku og skilgreining sjúkdómsins áþekk. Algengi þekktrar gláku í Gautaborg er minna en hér á landi. Ástæðan kann að vera sú, að fleiri ganga þar með sjúkdóminn leyndan, en hérlendis. Á íslandi leitar fólk til augnlækna til þess að fá mæld gleraugu og er þá samfara gleraugnamátun gerð augnskoðun, þ.á. m. glákuleit hjá öllum sem komnir eru á miðj- analdur. Langalgengast er að hægfara gláka upp- götvist við gleraugnamælingu, þar sem hún gefur engin einkenni á byrjunarstigi. Hér á landi þekkist ekki að gleraugnasalar mæli sjón. Aftur á móti er gleraugnamátun í Svíþjóð eins og víðar að miklu leyti í höndum gler- augnafræðinga (optikera), sem ekki hafa lækn- isfræðilega þekkingu og geta þar af leiðandi ekki greint sjúkdóma svo sem hægfara gláku. Ef skilmerki hægfara gláku eru sett við augljóst klínískt stig (GVFD), er ekki mark- tækur munur á algengi gláku í Svíþjóð, Eng- landi og Bandaríkjunum samaber töfluna og ís- lenska könnunin sker sig þar ekki úr. Af framansögðu má ætla að algengi hæg- Age specific prevalence of Glaucomatous Visual Field Defects (GVFD) in tbe present study and other populations studies (11). Rates per tbousand population. Ferndale Framingham Dalby Halsingland lceland UK USA Sweden Sweden Age groups 1982 1966 1973-75 1977-78 1980 50-54 ........................... 2.4 3.0 - - 1.1 55-59 ............................. 3.8 1 9.0 1 5.01 5.2 1 2.3 60-64 ............................. 9.9 l 9.9 5.0 \ 8.0 7.0 f 8.0 8.1 J- 9.3 5.2 65-69 ............................. 18.2 J ll.Oj 9.0 J 13.4J 10.5 70-74 ............................ 32.5 13.0 17.0 — 21.2 75-79 ............................ 46.0 — 20.0 — 35.6 80-84 ............................ 55.4 — 44.0 — 45.2 \

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.